Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 1. júni 1975 TÍMINN 5 Prakkarinn orðinn ráðsettur Mickey Rooney var dáður kvik- myndaleikari allt þar til hann náði tvitugsaldri, en þá sneru kvikmyndaframleiðendur og gæfan við honum bakinu. Nú er hann farinn aö leika aftur og framleiöa kvikmyndir. Mickey Rooney lék í fjölmörgum mynd- um á fjórða áratugnum, ávallt hrekkjótta stráka, en þegar hann náði fullorðinsaldri, var hann ekki hæfur i slik hlutverk lengur. Hann kvæntist hverri konunni á fætur annarri, skatt- heimtumennvoru á hælum hans og fjárhagurinn eftir bví. Nú er Mickey Rooney að leika i kvik- mynd, sem heitir Maður Rakel- ar, og er efnið sótt i Gamla testamentið. Myndin er tekin i ísrael, skammt frá landamær- um Sýrlands og Libanon. A stóru myndinni er Rooney i hlutverki Labans, og inn i hana er sett mynd frá velgengnisár- um hans, en sú var tekin 1942. A hinum myndunum sést israelsk- ur hermaður á verði, þar sem myndatakan fer fram, og á hinni atriði úr Manni Rakelar. Prakkarinn gamli er nú á grænni grein, hann á búgarö i Pennsylvaniu, yrkir ljóö og dægurlagatexta, frámleiðir hárlakk fyrir sköllótta, og siðar i sumar mun hann fara aftur til tsrael til að taka kvikmynd um villta vestriö, og þar munu þrjú af niu börnum hans fara með hlutverk. I i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.