Fréttablaðið - 19.03.2005, Síða 2

Fréttablaðið - 19.03.2005, Síða 2
2 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Fullorðin kona varð uppvís að óvenjulegri smygltilraun á Keflavíkurflugvelli: Faldi kókaín í hárkollunni FÍKNIEFNASMYGL „Þetta er ein djarfasta og ósvífnasta smygltil- raun sem við höfum orðið vitni að,“ sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en 12. mars síðastliðinn var 64 ára gömul kona handtekin þegar hún reyndi að smygla 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Amster- dam. Konan, sem er heyrnarskert, var tekin í úrtaksleit en ekkert fannst á henni við þá leit. Árvökull tollgæslumaður veitti þá hári henn- ar athygli og viðurkenndi hún þá að vera með hárkollu. Styrktust þar með grunsemdir og var hún hand- tekin og færð til lögreglunnar í Reykjavík. Þar kom í ljós að konan var með sérsaumaða hárkollu sem var saumuð föst á höfuð hennar en þar undir voru fíkniefnin. Konan, sem er bandarískur og hollenskur ríkisborgari, hefur ver- ið úrskúrðuð í gæsluvarhald til 1. apríl og beinist rannsókn lögreglu að því að finna samverkamenn hennar hér á landi en telja má nær öruggt að hún hafi ekki verið ein að verki. Talið er að andvirði efnanna sé á bilinu 15-30 milljónir króna. - jse Viðbrögð Sjálfstæðisflokks við áformum R-listans um gjaldfrjálsan leikskóla: Örvæntingarfullt útspil borgarstjóra BORGARMÁL „Þetta er örvænting- arfullt útspil borgarstjóra nú þegar barnafólk hefur verið að flýja til nágrannasveitarfélag- anna vegna hárra skatta, gjalda og lóðarskorts,“ segir Guðlaug- ur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Hann bendir á að í stjórnartíð R-listans hafi leikskólabörnum í Reykjavík fækkað um fimm hundruð en á sama tíma hafi þeim fjölgað um fimm hundruð í Kópavogi . Guðlaugur Þór telur að þessi áform beri vott um valdabaráttu innan R-listans. Steinunn Valdís komi með þetta útspil til að tryggja stöðu sína. Hann segist eiga eftir að sjá nánari útfærslu á gjaldfrjálsum leikskóla og enn eigi eftir að ræða málið í borg- arráði. Þó sé ljóst að miðað við það sem hafi verið kynnt eigi síðustu efndir að koma fram þegar R-listinn verði ekki leng- ur við völd. Vísar Guðlaugur Þór þá til þess að síðasta skrefið í breytingum á gjaldtöku vegna leikskólanna komi eftir borgar- stjórnarkosningarnar á næsta ári. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans, segist ánægð- ur með áform R-listans. Hann segist taka undir það með borg- arstjóra að leikskólinn eigi að vera almenn grunnþjónusta sem samfélagið eigi að veita án íþyngjandi gjaldtöku. - jse Sex fyrirtæki vilja fjárfesta í álverum Iðnaðarráðherra segir svigrúm til að reisa eitt álver til viðbótar á Íslandi. Færri álfyrirtæki komist að en vilji. Hún segir að markaðssetning fyrir orkufrekan iðn- að sé að skila sér. Talað sé um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu. IÐNÞING „Sex heimsþekkt álfyrir- tæki hafa nú sýnt áhuga á að fjárfesta í álverum á Íslandi. Það er öllum ljóst að þau komast ekki öll að. Sennilega er svig- rúm til að reisa hér eitt álver til viðbótar eða stækka önnur sem því nemur,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, á Iðnþingi í gær. Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- inu eru þetta Alcan og Alcoa sem þegar eru með starfsemi hér á landi, Century frá Banda- ríkjunum, BHP Billiton og Rio Tinto Aluminium frá Ástralíu og Rusal frá Rússlandi. Valgerður sagði í samtali við Fréttablaðið að enn fleiri fyrirtæki hefðu afl- að sér upplýsinga um rekstrar- skilyrði hér á landi. Ráðherrann sagði að um- fangsmikil markaðsvinna á síð- asta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefði skilað sér á undraverðan hátt. Nú væri talað um Ísland sem best varð- veitta leyndarmál Evrópu meðal álframleiðenda. Væri þá vitnað til þess hve aðstaða hér á landi væri góð fyrir þess háttar fram- leiðslu. Valgerður sagði að í lok þessa áratugar, þegar byggingu Fjarð- aráls og stækkun Norðuráls yrði lokið, myndi álframleiðsla vera þrefalt meiri en nú er, eða 760 þúsund tonn á ári. bjorgvin@frettabladid.is Ísingarveður: 60 staurar brotnuðu VEÐUR Sextíu rafmagnsstaurar brotnuðu í ísingarveðri sem gerði á Austurlandi í gærmorgun. Mestur skaði varð á Fljótsdals- héraði, að sögn Ásmundar Erlings- sonar, verkfræðings hjá Rafmagns- veitum ríkisins á Austurlandi. Rafmagnslaust varð að hluta til á Fáskrúðsfirði, Norðfirði, Vopna- firði, Seyðisfirði og Egilstöðum klukkan hálf átta um morguninn en rafmagn var komið á flesta staði um tíuleytið, að sögn Ásmundar. Viðgerðir hófust strax í gær og taldi Ásmundur allt benda til þess að kerfið yrði komið í lag á mánu- daginn. - sgi ÞOTA YFIR REYKJAVÍK Icelandair-þota hljóp í skarðið fyrir Fokker- inn í gær vegna langra farþegalista þar sem ekki var flogið í fyrradag. Flugfarþegar á Egilsstöðum: Með þotu til Reykjavíkur FLUGUMFERÐ Hundrað og fjörutíu farþegar voru fluttir með Boeing 757 þotu Icelandair frá Egilstöð- um til Reykjavíkur í gær. Ástæð- an var sú að Fokker-vélar Flug- félags Íslands voru allar notaðar til flytja fjölda manns til Akureyr- ar en farþegalistinn þangað var orðinn býsna langur þar sem ekki var flogið norður í fyrradag vegna óveðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands kemur það fyr- ir að þota Icelandair sé notuð í innanlandsflugi þegar ástand sem þetta kemur upp. - jse FÁNINN DREGINN AÐ HÚNI Nokkrir herklæddir sjíar fóru upp á þak sendiráðs Jórdaníu með íraska fánann. Íraskir sjíar: Bálreiðir Jórdönum BAGDAD, AP Yfir tvö þúsund sjíar fóru í mótmælagöngu í Bagdad í gær og brutu nokkrir þeirra sér leið inn í jórdanska sendiráðið. Jórdönsk yfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum af uppgangi sjía í Írak og Jórdani er í haldi lögreglu í Írak grunaður um að hafa staðið á bak við sprengjutilræðið í Hillah á dögunum þar sem 125 létu lífið. Enn ríkir stjórnarkreppa í Írak. Kúrdar og sjíar hafa ákveðið að taka sér frest til 26. mars til að mynda ríkisstjórn. Kúrdar vilja halda peshmerga-hersveitum sínum og fá yfirráð yfir borginni Kirkuk en það vilja sjíar ekki leyfa. ■ Subaru Legacy Wagon sjálfskiptur 28.396,-* USD 58.54 JPY 0.56 EUR 77.74 330.000 2.590.000 2.790.000Ver› á›ur Ver› nú 2.460.000Ver› nú Gengi› rétt fyrir lokun 18. mars SPURNING DAGSINS Bjarni, er skákinni þá lokið? „Nei. Endataflið er eftir. Það á eftir að samþykkja málið á Alþingi.“ Bjarni Benediktsson er formaður allsherjarnefnd- ar Alþingis, sem samþykkti í gær að mæla með því að skáksnillingnum Bobby Fisher verði veittur ríkisborgararéttur. JÓHANN R. BENEDIKTSSON Man varla eftir jafn djarfri og ósvífinni smygltilraun og þessari.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R IÐNAÐARRÁÐHERRA Á IÐNÞINGI Valgerður Sverrisdóttir segir að umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug hafi vakið athygli erlendra fjárfesta. Fyrirtæki flýja land IÐNÞING „Hátt gengi krónunnar, óhóflegur vaxtamunur, sífelld útþensla í ríkisrekstrinum og mjög hátt raungengi um þessar mundir valda því að framleiðslu- og þjónustufyrirtæki leggja upp laupana eða fara úr landi í stórum stíl,“ segir í ályktun iðnþings sem samþykkt var í gær. Í ályktuninni segir að nágrannaþjóðir okkar búi í haginn fyrir at- vinnulíf sitt með stöðugum gjaldmiðli og aukinni áherslu á hátækni- iðnað, menntun og rannsóknir. Haldbesta leiðin til að auka hér kaup- mátt og velmegun í framtíðinni sé að feta sömu slóð. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR JEPPAR LENTU Í ÁREKSTRI Tveir jeppar skullu saman á Norður- landsvegi í Hrútafirði um þrjúleytið í gær með þeim afleið- ingum að þeir lentu báðir utan vegar. Ökumennina tvo sakaði ekki en önnur bifreiðin er ónýt og hin talsvert skemmd. ÖLVUNARAKSTUR Á AKUREYRI Þrír menn voru teknir fyrir ölvunarakstur aðfaranótt föstu- dags á Akureyri. Að sögn lögregl- unar er þetta óvenjumikið í miðri viku. M YN D A P ■ BANDARÍKIN KONA LEIÐIR ÍSLAMSKA BÆNA- STUND Amina Wadud, prófessor í New York, leiddi í gær bæna- stund múslima í samkomuhúsi í borginni. Hún er sögð fyrsta kon- an sem stýrir bænum fyrir söfn- uð sem í eru bæði karlar og kon- ur. Framtakinu var mótmælt harðlega af múslimaleiðtogum víða um heim. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Telur áform borgarstjóra um gjaldfrjálsan leikskóla í framtíðinni vera örvæntingarfullt útspil nú þegar barnafólk hafi flúið há gjöld Reykjavíkurborgar í stjórnartíð R-listans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.