Fréttablaðið - 19.03.2005, Side 4

Fréttablaðið - 19.03.2005, Side 4
Stúdentaráð: Elías kosinn formaður KOSNINGAR Elías Jón Guðjónsson, oddviti Háskólalistans, var kosinn formaður Stúd- entaráðs á skipta- fundi ráðsins í gær. Átján stúd- entaráðsliðar sátu hjá við kosning- una og var hann því kosinn með einungis tveimur atkvæðum. Jarþrúður Ás- mundsdóttir, fráfarandi formaður SHÍ, segir að í ljósi þeirrar óvenju- legu niðurstöðu sem varð í kosning- um til Stúdentaráðs í febrúar, þar sem engin þeirra þriggja fylkinga sem buðu fram náði meirihluta, hafi Vaka ákveðið að styðja formanns- efni Háskólalistans með hlutleysi sínu. Það hafi verið illskásti kostur- inn í stöðunni. - sgi KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 58,55 58,83 112,26 112,80 77,92 78,36 10,46 10,52 9,57 9,63 8,56 8,61 0,56 0,56 89,70 90,24 GENGI GJALDMIÐLA 18.03.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 106,61 +0,05% 4 19. mars 2005 LAUGARDAGUR Davíð Oddsson um Keflavíkurflugvöll: Tökum á okkur auknar skyldur VARNARSAMNINGURINN Davíð Odds- son utanríkisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum lík- indum þurfa að taka á sig aukn- ar skyldur vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar. Viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð Keflavíkurflugvallar munu fara fram um miðjan apríl. „Það er ekki hægt að segja til um hvernig þær fara fyrr en við horfum framan í þá,“ segir Davíð. „Við vonumst til þess að eftir fundi mína með forseta Bandaríkjanna og fyrrverandi utanríksráðherra Bandaríkj- anna og samtöl og símtöl við nú- verandi utanríkisráðherra sé skilningur á því að hér þurfi að vera lágmarksvarnir.“ Davíð segir að jafnframt sé skilningur á því að hlutfall hins viðskiptalega flugvallar annars vegar og varnarflugvallarins hins vegar hafi breyst hinum almennu viðskiptum í hag. „Við hljótum því að þurfa að taka mið af því,“ segir Davíð. - sda Fischer verður Íslendingur Allsherjarnefnd samþykkti í gær einróma að mæla með því að Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Stefnt er á flýtimeðferð á Alþingi. Davíð Oddsson telur málið það sérstætt að það sé ekki fordæmisgefandi. FISCHER Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því við Alþingi að veita skákmeistaranum Bobby Fischer íslenskan ríkisborgara- rétt. „Við höfum áður haft málið til umfjöllunar en á því stigi taldi ég ekki fullreynt á það að Bobby Fischer gæti losnað frá Japan á grundvelli dvalarleyfis og ferðaskilríkja frá Íslandi. Í millitíðinni hefur hins vegar verið látið reyna á það og komið hefur í ljós að það dugði ekki til. Það var eðlilegt að beiðnin væri því ítrekuð fyrir nefndinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar. Hann segir að ákvörðunin í dag hafi byggst á því að full- vissa hafi fengist um það að Fischer losnaði úr haldi fengi hann íslenskt ríkisfang. „Þegar það lá fyrir var ekki annað að gera en að taka ákvörðun í mál- inu. Margt hafði áhrif á einróma afstöðu manna í nefndinni; í fyrsta lagi tengsl hans við land- ið, en menn þekkja söguna í því. Í öðru lagi það að stjórnvöld höfðu áður gert tilraun til að greiða leið mannsins til landsins og í þriðja lagi mun íslenskur ríkisborgararéttur verða til þess að Fischer losnar úr haldi, en honum er haldið föngum í innflytjendabúðum í Japan. Því voru ákveðin mannúðarsjónar- mið þar að leiðarljósi,“ segir Bjarni. Bjarni vonast til að málið verði tekið fyrir á Alþingi eftir helgi. „Ég á von á því að frumvarp verði lagt fram á mánudaginn og síðan býst ég við því að þing- ið verði jákvætt fyrir því að flýta afgreiðslu þessa máls. Fischer gæti því fengið íslensk- an ríkisborgararétt strax í næstu viku,“ segir Bjarni. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra segist ekki þekkja nein fordæmi fyrir máli Fischers. „Hugsanlega væri hægt að horfa til þess er Vladimír Ash- kenazy var veittur ríkisborgara- réttur, en ólíkt Fischer var hann pólitískur flóttamaður. Við höfum velt fyrir okkur fordæm- issjónarmiðum en teljum að þetta mál sé svo einstakt og njóti slíkrar sérstöðu að það sé ekki hægt að skapa undarlegt fordæmi í því,“ segir Davíð. sda@frettabladid.is Bandaríkin: Milljarður flugfarþega BANDARÍKIN, AP Yfir milljarður manna mun árlega stíga um borð í flugvél í Bandaríkjunum innan áratugar, að því er fram kemur í spá bandarísku flugmálastjórn- arinnar. Þetta er nærri tvöföldun á núverandi fjölda flugfarþega í Bandaríkjunum. Þetta vekur áhyggjur af því að brátt reyni mjög á þanþol flugumferðarkerfisins vestra. Talsmenn flugmálastjórnarinnar segjast þó bjartsýnir á að meðal annars með tilkomu nýrrar tækni verði unnt að leysa þau vandamál sem fylgja aukning- unni. ■ Mýrarljós Sýning laugardagskvöld! „Mýrarljós hefur allt til brunns að bera: Drama, svartan húmor og lýtalausan leik.“ Grapevine, mars 2005 Pattstaða í Slésvík: Simonis segir af sér ÞÝSKALAND, AP Heide Simonis, for- sætisráðherra norður-þýska sam- bandslandsins Slésvíkur-Holtseta- lands, sagði af sér í gær eftir að henni mistókst að fá meirihluta- stuðning á nýkjörnu þingi í Kiel. Þetta gerðist þrátt fyrir að jafnað- armannaflokkur Simonis hefði verið búinn að gera samkomulag um meirihlutastamstarf við græn- ingja og fulltrúa flokks danska minnihlutans, SSW. Héraðsleiðtogi kristilegra demókrata, Peter Harry Carsten- sen, hlaut jafnmörg atkvæði og Simonis í endurtekinni atkvæða- greiðslu í þinginu, 34. Einn þing- maður sat hjá. Kristilegir demókratar vilja mynda sam- steypustjórn með jafnaðarmönnum undir forystu Carstensens. ■ ÞRAUTAGANGA FISCHERS 18. mars Allsherjarnefnd ákveður að mæla með því við Alþingi að Fischer fái ríkisborgararétt. 17. mars Allsherjarnefnd fjallar um ríkis- borgararétt með hraðferð fyrir Fischer. 15. mars Fischer kominn í einangrun á nýjan leik. 9. mars Afmæli Bobby Fischer. Stuðn- ingsmenn hans hóta japanska ríkinu lög- sókn, verði honum ekki sleppt fyrir föstu- dag. Mögulega höfðað mál í Bandaríkjun- um. 7. mars Lögfræðingur Fischers fær vega- bréf hans. Ljóst að hann fær ekki að fara frá Japan. 4. mars Flugmiði fenginn fyrir Fischer. Vonir um að koma honum úr landi fyrir 62 ára afmælisdaginn sinn 9. mars. 3. mars Fischer kominn í einangrun. Fær ekki að hitta neinn. 28. febrúar Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, og fleiri stuðningsmenn hans halda til Japans. 18. febrúar Sótt um vegabréf fyrir Fischer. 3. febrúar Stuðningsmenn Fischers senda Alþingi bréf til að vekja athygli á þessu mannúðarmáli. 27. desember 2004 Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, ræðir við hann fimm sinn- um á dag í síma yfir jólahátíðirnar. 20. desember Stjórnvöld neita Banda- ríkjamönnum um að draga til baka land- vistarleyfi handa Fischer. 18. desember Fischer þiggur boðið um að koma til Íslands. 17. desember Fischer gæti fengið útlend- ingavegabréf. Davíð Oddsson segir brot Fischers gegn viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á gömlu Júgóslavíu fyrnd sam- kvæmt íslenskum lögum. 16. desember Bobby Fischer fær form- legt boð um landvistarleyfi. Leyfið verður tímabundið og felur ekki í sér atvinnu- leyfi. 20. ágúst Japanir neita að fresta framsali Fischers til Bandaríkjanna. Farið er fram á að hann verði ekki framseldur strax. 6. ágúst Bobby Fischer vill afsala sér bandarískum ríkisborgararétti. Vill verða viðurkenndur sem flóttamaður. 3. ágúst Í haldi í þrjár vikur. Bandaríkja- menn fara fram á að Fischer verði fram- seldur. Sækir um hæli í Japan. 16. júlí Stjórnvöld í Japan handtaka bandaríska skákmanninn Bobby Fischer. Vegabréf hans er útrunnið. Fischer er eftirlýstur eftir að hafa teflt við Boris Spasskí í gömlu Júgóslavíu gegn alþjóða- lögum. Japan er skuldbundið til að hand- taka alla sem eru eftirlýstir af bandarísk- um stjórnvöldum. DAVÍÐ ODDSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA Í GÆR Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að mál Fischers hafi ekki fordæmisgildi. „Við höf- um velt fyrir okkur fordæmissjónarmiðum en teljum að þetta mál sé svo einstakt og njóti slíkrar sérstöðu að það sé ekki hægt að skapa undarlegt fordæmi í því,“ segir Davíð. ELÍAS JÓN GUÐJÓNSSON KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Á MIÐNESHEIÐI Davíð Oddsson segir það líklegt að Íslend- ingar þurfi að taka á sig auknar skyldur vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.