Fréttablaðið - 19.03.2005, Qupperneq 32
32 19. mars 2005 LAUGARDAGUR
Samráðin um svarta gullið
Samtök olíuframleiðslu-
ríkja, OPEC, ráða
lögum og lofum á
olíumarkaðnum. Fram-
leiðslukvótar þeirra eru
án efa stærsta olíusam-
ráð sögunnar enda
græða þau á tá og fingri.
Sveinn Guðmarsson
kynnti sér hvernig
olíukaupin gerast á
eyrinni.
Olíuverð á Íslandi hefur verið
með hæsta móti undanfarin ár og
því hafa bifreiðaeigendur og aðrir
eldsneytisneytendur kvartað sár-
an. Reiði neytenda magnaðist um
allan helming þegar upp komst
um ólöglegt verðsamráð íslensku
olíufélaganna enda var samráðið
bæði umfangsmikið og langvar-
andi og kostaði almenning stórfé
að mati samkeppnisráðs. Í raun
hefði þessi samvinna ekki átt að
koma neinum á óvart því að olíu-
framleiðsla heimsins er byggð á
grímulausu samráði stærstu olíu-
ríkjanna og er markmiðið aðeins
eitt, að græða sem mestan pening.
Umhyggja fyrir neytendum?
Í vikunni funduðu olíumálaráð-
herrar aðildarríkja Samtaka olíu-
framleiðsluríkja, OPEC, í Isfahan
í Íran. Á fundi sínum ákváðu þau
að auka framleiðslu sína um
500.000 föt á dag, upp í 27,5 millj-
ónir fata á dag, með það fyrir aug-
um að lækka olíuverð í heiminum.
Ef nauðsyn krefur verður fram-
leiðslan aukin um önnur 500.000
föt síðar á árinu. Ákvörðunin
vakti nokkra undrun því þótt
verðið á hráolíufatinu hafi verið
býsna hátt að undanförnu þá
dregst spurnin eftir olíu jafnan
saman með vorinu og því hefði
verðið sjálfkrafa lækkað. En olíu-
málaráðherrarnir stóðu fast á
sínu. „Okkur er annt um neytend-
ur, sérstaklega í þróunarlöndun-
um og við viljum ekki skaða þá,“
sagði Ali Naimi, olíumálaráðherra
Sádi-Arabíu, í lok fundarins. Ör-
uggt er að arabíski olíumálaráð-
herrann talaði þarna gegn sinni
betri vitund því hann veit sem er
að of hátt eldsneytisverð mun
koma þeim í koll.
Tekjurnar hafa margfaldast
Samtök olíuframleiðsluríkja eru
öflugur félagsskapur ellefu þjóða
sem saman ráða yfir 2/3 af þekkt-
um olíubirgðum heimsins. 40 pró-
sent allrar hráolíu í heiminum er
dælt upp í OPEC-löndunum og
helmingur allrar olíuverslunar á
heimsmarkaðnum er með OPEC-
olíu.
Samtökin voru stofnuð árið 1965
og hafa frá upphafi haft aðsetur
sitt í Vín í Austurríki. Það var hins
vegar árið 1973 sem aðildarríkin
svo og heimsbyggðin öll áttaði sig á
hvers þau væru megnug. Þá
ákváðu OPEC-ríkin að hætta að
selja þeim löndum olíu sem studdu
Ísrael í Yom Kippur-stríðinu sem
háð var sama ár. Afleiðingin var sú
að heimsmarkaðsverð á olíu fjór-
faldaðist og efnahagskreppa brast
á á Vesturlöndum.
Með því að stilla saman strengi
sína og takmarka framleiðslu
hafa OPEC-ríkin náð að hámarka
hagnað sinn í gegnum tíðina. Árið
2004 námu tekjur þeirra af olíu-
sölu 20.280 milljörðum króna,
samanborið við 1972 þegar ríkin
fengu rúma 1.300 milljarða króna
í sinn hlut.
Siglt milli skers og báru
Lykillinn að velgengni OPEC er
hvernig aðildarríkin hafa náð að
sigla milli skers og báru þegar
kemur að því að ákveða fram-
leiðslukvóta. Eins og gefur að
skilja vilja þau ekki að framleiðsl-
an sé of mikil því þá minnkar
eftirspurnin og þar með verðið.
OPEC-ríkin vilja heldur ekki að
olíuverð rísi upp úr öllu valdi því
þá minnkar eftirspurnin, hvati
myndast til að finna upp spar-
neytnari tæki og nýja orkugjafa á
borð við vetni. Auk þess hafa flest
olíuframleiðsluríkjanna fjárfest
mikið á Vesturlöndunum og því
tapa þau fé þegar skóinn kreppir
að í iðnríkjum heimsins. Kúvæt er
til dæmis í þeirri stöðu að stærri
hluti tekna landsins er vegna fjár-
festinga erlendis en olíufram-
leiðslu. Því er það svo að þegar
fatið af hráolíu kostar á bilinu 20-
30 dali eru olíufurstarnir í OPEC
ánægðir.
Alltaf freistast þó einhver ríki
til að dæla upp meira en sem nem-
ur kvótunum til að græða meira. Þá
koma Sádi-Arabar til bjargar og
draga úr sinni framleiðslu en engin
þjóð framleiðir meiri hráolíu en
þeir. Þessi sveiflujafnandi staða
Sádi-Araba er mjög mikilvæg því
þeir eru eina OPEC-ríkið sem getur
aukið eða dregið úr sinni fram-
leiðslu að verulegu marki. Þannig
geta þeir stýrt framboði og þar
með verði. Olíuframleiðsluríki
utan OPEC fullnýta hins vegar
sínar olíulindir og því geta þau
ekki tekið þátt í leiknum.
Endimörk vaxtarins?
Olíunotkun heimsins hefur vaxið
mikið á síðustu árum, ekki síst
vegna hagvaxtarskeiðsins í Kína
sem hefur staðið yfir í rúm
fimmtán ár. Bandaríkjamenn eru
enn mestu olíusvelgir heims en í
dag kaupa Kínverjar um þriðjung
allrar hráolíu sem framleidd er í
heiminum. Útlit er fyrir að svipuð
þróun sé handan við hornið á Ind-
landi líka. Nú er svo komið að
ónýtt framleiðslugeta OPEC-ríkj-
anna er aðeins 1-1,5 milljónir fata
á dag. Þýðir þetta að sá tími sé í
nánd að eftirspurnin fari langt
fram úr framleiðslunni og ekki
verði lengur hægt að jafna sveifl-
urnar? Ekki endilega.
Margir óttast að olíukreppa af
óþekktri stærðargráðu sé yfirvof-
andi í heiminum þar sem olíulind-
ir séu að verða uppurnar. Þeir
sem eru haldnir slíkum áhyggjum
gleyma hins vegar að taka tækni-
þróunina með í reikninginn. Í dag
búa menn yfir tækjum sem ekki
voru fáanleg fyrir fáeinum árum,
til dæmis fullkomnum jarðsjám
og öflugum tölvulíkönum, og því
eru áætlaðar olíubirgðir heimsins
meiri í dag en þær voru fyrir
þrjátíu árum síðan. Framþróun
tækni sem gerir olíuvinnslu úr
tjörumettuðum sandlögum mögu-
lega lofar einnig góðu.
OPEC-ríkin geta þannig haldið
áfram að telja silfrið sem kemur
inn í sjóði þeirra enn um sinn. Sér-
fræðingar eru hins vegar á einu
máli um að þau verði að auka
framleiðslugetu sína verulega
ætli þau að geta aukið og minnkað
framleiðslu sína á víxl svo að
heimsbyggðin haldi áfram að vera
jafn háð gullinu svarta og þau
kjósa helst. ■
Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC
Framleiðslukvótar aðildarríkjanna frá og með 1. apríl næstkomandi.
Framleiðslukvótar OPEC alls:
27,5 milljónir fata á dag.
Framleiðsla í
þúsundum fata á dag
(1 fat=159 lítrar)
Venesúela Alsír Líbía Nígería Sádi-
Arabía
Kúvæt Katar Sameinuðu
arabísku
fursta-
dæmin
Írak* Íran Indó-
nesía
Heimild: AP *Aðildarríki OPEC sem frá 1991 hefur verið undanþegið framleiðslukvótunum.
FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM
FERMINGARGJAFIR
SEM UNGA FÓLKIÐ ÓSKAR SÉR
NÁTTFÖT NÆRFÖT NÁTTFÖT NÆRFÖT NÁTTFÖT
JO
E
BO
XE
R
GJ
AF
AK
OR
TI
N
ÞÚ
Á
KV
EÐ
UR
U
PP
HÆ
ÐI
NA
FE
RM
IN
GA
RB
AR
NI
Ð
VE
LU
R
GJ
ÖF
IN
A
Skólavörðustíg 2 • Sími 552 1700
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
SETIÐ Á RÖKSTÓLUM Sendinefnd Katara lét sig ekki vanta á fund OPEC í Isfahan í Íran í vikunni en þar samþykktu olíumálaráðherrar aðildarríkjanna að auka framleiðsluna um
500.000 föt á dag. Abdullah bin Hamad Al Attiyah, olíumálaráðherra Katar, situr í miðið.
HVERNIG GETUM VIÐ GRÆTT MEIRA?
Fahad Al Sabah, olíumálaráðherra Kúvæt
og forseti OPEC, var í þungum þönkum
yfir pípunni sinni í Isfahan.