Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2005, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 19.03.2005, Qupperneq 36
Finnst Willy’s-jeppar vera langflottastir Jón Karl kveðst hafa haft úrvalsmenn í að gera upp jeppana og nefnir sérstaklega þá Erling Ólafsson og Rúnar Sverrisson. Hann segir áhuga á þessum bílum vera að aukast stórlega, enda séu þeir merkilegir sögulega séð. Jón Karl Snorrason, flugmað- ur og ljósmyndari, á tvo gamla Willy’s-jeppa. Annar er árgerð 1948, uppgerður, og hinn er árgerð 1953, gamall Ísraelsjeppi sem er nálægt því að komast á götuna eftir gagngerar endurbætur. „Ég er forfallinn áhugamaður um gamla Willy’s-jeppa,“ segir Jón Karl. „Það eru allir með einhverja bilun og misjafnt hvar hún liggur. Þetta er bilunin hjá mér!“ Hann kveðst hafa keypt eldri bílinn, Willy’s CJ 2A, frá Ameríku árið 1992 eftir að hafa séð hann á mynd í svarthvítu blaði. Þegar búið hafi verið að sandblása hann hafi eigin- lega ekkert verið eftir nema sparsl. „Það þurfti að endurnýja allt í honum nema grindina, hval- bakinn og grillið og þetta var mik- ið bras og dýrt. Það þarf mikla þrjósku og úthald í svona verk,“ segir Jón Karl. Hann kveðst alltaf hafa miðað við að komast á jepp- anum á þjóðhátíðina á Þingvöllum 1994 sem síðan hefur gengið undir nafninu „þjóðvegahátíðin“. Það slapp. Jeppinn komst á götuna klukkan 16.30 þann 16. júní. „Ég fór snemma á Þingvöll á þjóð- hátíðardaginn og jeppinn var eins og einn af sýningargripunum á staðnum,“ rifjar Jón Karl upp. Hann segir jeppann í fínu lagi enn og nú bara notaðan kringum sum- arbústaðinn austur í sveitum. Það er líka saga kringum nýrri jeppann. „Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var ‘53 módel af Willy’s sem ég keypti af föður mínum 1968 þegar ég var 18 ára og þótti hann þá þegar fornlegur,“ segir Jón Karl og heldur áfram: „Ég seldi hann en var svo gefið hræ af eins bíl fyrir þremur árum, Willy’s CJ3B með toppventlavél. Ég fór í að rífa hann í sundur og er kominn langt með að gera hann eins og nýjan með góðra manna hjálp. Hann verður „original“ grænn eins og sá sem ég átti fyrst.“ Jón Karl viðurkennir að þetta sé dýrt hobbí. Sérstaklega fyrir mann sem geri lítið sjálfur og kaupi mikla vinnu. „Það er samt margt verra,“ segir hann til rétt- lætingar. „Maður gæti verið á börunum og þá með móral daginn eftir. Þetta hefur aðeins minni eftirköst því maður reynir að gleyma útgjöldunum og talar ekki mikið um þau heima fyrir!“ Hann segir bílana báða vera þriggja gíra, með 4 cylindra vél- ar. „Maður fer mest í 65-70 kíló- metra hraða en þetta eru liprir og skemmtilegir bílar. Flottir í sveit- inni. Willy’s-jepparnir eru merki- legir því þeir tóku við af hestun- um á sínum tíma og komu okkur inn í nútímann.“ gun@frettabladid.is Þrátt fyrir að Hummer H1 og síðar H2 séu í augum margra holdgervingar frelsisins að hætti Ameríku hefur sala á þeim minnkað jafnt og þétt á undanförnum misser- um. Helst er því um að kenna að bílarnir eru þungir, elds- neytisfrekir og stórir; allt sem amerískir bílar áttu einu sinni að vera. Til að mæta nýjum kröfum bílakaupenda mun Hum- mer bjóða upp á nýjan bíl, H3, á næsta ári. H3 er lítill og léttur í samanburði við stóru bræður sína. Hann er byggð- ur á sömu grind og Chevy Colorado og vegur aðeins rúm- lega 2,1 tonn. Þrátt fyrir það er hér algjör þjarkur á ferð- inni því að með sparneytnum 220 hestafla 3,5 lítra 5 strokka mótor getur hann dregið rúm 2 tonn, eða næstum sína eigin þyngd. Ekki er ólíklegt að H3 muni í framtíðinni verða boðinn með stærri vélar. Þangað til geta Hummer-aðdáendur glaðst yfir þessum nýja fjölskyldumeðlim, sem er líka ódýrari en eldri tegundirnar og mun kosta rúmar 2 millj- ónir króna á Ameríkumarkaði. ■ Hummer eignast lítinn bróður H3 er svar Hummer við óskum neytenda. Ættarsvipurinn leynir sér ekki þó að H3 sé miklu minni en H1. Jón Karl með fjölskylduna um borð í Willy’s 1948 árgerð í sumarsælunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 4 19. mars 2005 LAUGARDAGUR                                          
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.