Fréttablaðið - 05.05.2005, Síða 2

Fréttablaðið - 05.05.2005, Síða 2
2 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála: Sjóvá grei›i 27 milljónir SAMKEPPNISMÁL Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti í gær úrskurð samkeppnisráðs um að Sjóvá-Almennar tryggingar hf. skuli greiða 27 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna brots á 10. grein samkeppnislaga. Málið kom upphaflega fram í júlí 2002 þegar starfsmaður bíla- réttingafyrirtækis tjáði Sam- keppnisstofnun að VÍS, TM og Sjóvá væru öll að setja upp svo- kallað Cabas-tjónamatskerfi til að staðla þá vinnu sem unnin er við réttingar og sprautun á tjónabif- reiðum og að öll félögin settu upp sama verðið samkvæmt kerfinu. Bæði VÍS og TM gengust við því að hafa brotið á 10. grein sam- keppnislaga og náðu sáttum við samkeppnisráð um sektargreiðsl- ur, VÍS upp á 15 milljónir og TM upp á 18,5 milljónir. Sjóvá gekkst hinsvegar ekki við brotinu og þurfti því stjórnvaldsúrskurð samkeppnisráðs til. Samkeppnis- ráð sektaði Sjóvá-Almennar um 27 milljónir. Þeim úrskurði var áfrýjað til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála sem staðfesti úr- skurðinn í gær. Sjóvá hefur nú mánaðarfrest til að greiða sektina en getur engu að síður farið með málið fyrir almenna dómstóla. -oá Olíufélögin hafa öll borgað: Synja› um bankaábyrg› OLÍUSAMRÁÐ Bæði Ker, eignar- haldsfélag Essó og Olís hafa nú fylgt í fótspor Skeljungs og lok- ið við að borga stjórnvaldssekt vegna ólöglegs samráðs olíu- félaganna. Þetta ákváðu félögin að gera eftir að fjármálaráðu- neytið synjaði beiðni þeirra um að fá að leggja fram bankaá- byrgð þar til niðurstaða dóm- stóla liggur fyrir í málinu. Kristinn Hallgrímsson, lög- maður Kers, sagði þó fyrirvara hafa verið settan við greiðsluna þar til endanleg niðurstaða ligg- ur fyrir í málinu. Eins sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að honum þætti furðulegt að ráðu- neytið hefði synjað olíufélögun- um um bankaábyrgð þar sem fordæmi fyrir slíku lægju fyrir og því væri skyndilega ný stefna komin upp í fjármála- ráðuneytinu. Alls hafa olíufélögin því greitt rúman einn og hálfan milljarð í sekt. Málið verður að öllum líkind- um þingfest í héraði snemm- sumars. -oá Stimpilgjaldi› áfram Jóhanna Sigur›ardóttir segir rá›herraræ›i kæfa gó›an vilja Péturs Blön- dal til a› afgrei›a frumvarp um afnám stimpilgjaldsins. Pétur segir hana brjóta trúna› í störfum nefndarinnar og kve›st ekki hafa lofa› neinu. STIMPILGJALDIÐ Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, segir að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og við- skiptanefndar, hefði haft góð orð um að frumvarp um afnám stimp- ilgjalds vegna skuldbreytinga yrði afgreitt fyrir þinglok. „Það er ljóst að formaður nefndarinnar hefur verið gerður afturreka í sín- um eigin þingflokki. Þingræðið er ofurselt ráðherraræðinu í þessu máli sem öðrum,“ segir Jóhanna. Pétur Blöndal kveðst engu hafa lofað um málið þótt hann hafi vilj- að marka þá stefnu að skoða þingmannafrum- vörp með velvilja í nefndinni. „Það er ljóst að ég mun hugsa mig tvisvar um ef ég sæti fyr- ir það ámæli af hálfu stjórnarand- stæðinga,“ segir Pétur. Hann telur Jóhönnu hafa brotið trúnað varð- andi umræður í efnahags- og við- skiptanefnd með ummælum sín- um á Morgunvakt Ríkisútvarps- ins í gærmorgun. Jóhanna biður Pétur um að finna þessu stað. Hún hafi hvergi talað um loforð heldur góðan vilja formannsins til að koma málinu áfram. „Ég hef að- eins brugðist við því sem Pétur hefur sagt í fjölmiðlum.“ Pétur segir stimpilgjaldið vit- lausan skatt og óréttlátan. „Það sem mælir móti afnámi hans í einu lagi er að það er skylda ríkis- valdsins að gæta að ákveðnum stöðugleika. Þessar miklu upp- greiðslur, sérstaklega hjá Íbúða- lánasjóði, fela í sér ákveðna hættu, bæði varðandi stöðu hans og stöðugleika en einnig gagnvart íbúðaverði. Það kann að hækka enn frekar með afnámi gjaldsins. Þannig að stimpilgjaldið hefur virkað sem ákveðin bremsa á þetta.“ Pétur segir að síðast en ekki síst sé nauðsynlegt að hafa stöðu ríkissjóðs í huga. „Þessu má ekki gleyma, sérstaklega þegar búið er að fella niður eignaskatt og lækka tekjuskatt og erfðaskatt. „Það stóð heldur ekki til af minni hálfu að gera þetta strax, heldur mögu- lega frá næstu áramótum og gera það þá í þrepum til þess að ógna ekki stöðugleika,“ segir Pétur Blöndal. Árlegar tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldinu nema um sex milljörðum króna. Frá september í fyrra fram í febrúar á þessu ári voru tekjur ríkissjóðs af stimpil- gjöldum um 2,7 milljörðum meiri en á sama tímabili ári áður. johannh@frettabladid.is RÚV-frumvarpið: Stefnt a› afgrei›slu ÞINGSTÖRF Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamálanefndar Alþingis, segir enn stefnt að því að afgreiða frumvarp um Ríkisút- varpið á yfirstandandi þingi. „Við höldum áfram vinnu við frum- varpið í nefndinni fyrir og eftir helgi og gerum breytingar á því reynist það nauðsynlegt.“ Skiptar skoðanir eru um frum- varpið í óbreyttri mynd, einnig meðal stjórnarliða. Þá hefur frumvarpið verið gagnrýnt meðal annars í umsögnum BHM og BSRB. -jh Auglýsingar Og1: Engin athugasemd SAMKEPPNISMÁL Samkeppnisstofn- un gerði engar athugasemdir við Og1 auglýsingar Og Vodafone en Landssíminn kvartaði yfir því að auglýsingarnar væru ólögmætar. Landssíminn taldi að ekki hafi komið fram með nógu skýrum hætti í auglýsingunum hvað áskriftarleiðin Og1 kostaði og taldi þær þar með brot á 21. grein samkeppnislaga en þar stendur: „Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýs- ingar í auglýsingum...“ Samkvæmt úrskurði Sam- keppnisstofnunar eru allar slíkar upplýsingar nægilega skýrar í auglýsingu Og Vodafone. -oá Nýr safnstjóri valinn: Einróma álit LISTASAFN REYKJAVÍKUR Hafþór Yngvason hlaut í gær einróma til- nefningu menningar- og ferða- málaráðs Reykjavíkurborgar í stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þar með samþykkti ráðið tillögu ráðgjafahóps sem mælti með Hafþóri í stöðuna með fulltingi ráðningarskrifstofu IMG Mannafla Liðsauka. Alls voru tutt- ugu umsækjendur um stöðuna. Hafþór er 47 ára gamall og hef- ur lokið tveimur mastersgráðum, í heimspeki og listfræði, báðum frá bandarískum háskólum. Hafþór tekur við stöðunni 1. sept- ember næstkomandi og sam- kvæmt samþykkt Reykjavíkur- borgar er honum heimilt að gegna embættinu í allt að átta ár. -oá Sjávarútvegsráðherra: Bæta stjórn úthafsvei›a SJÁVARÚTVEGUR Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra tók þátt í fundi sjávarútvegsráðherra sautján ríkja sem fór fram í Kanada 1.-3.1 maí. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir yfir- lýsingu um mikilvægi þess að bæta stjórn úthafsveiða. Ráðherrarnir voru sammála um að nauðsynlegur lagalegur rammi um úthafsveiðar væri nú þegar til staðar og lýstu þeir vilja til að tryggja framkvæmd þeirra samninga og aðgerðaáætlana sem gerðar hefðu verið á síðustu árum. -ghs SPURNING DAGSINS Kristinn, hver er nógu feitur til a› leika Erlend? „Ég sting upp á Hjalta Rögnvaldssyni eða Sigurði Skúlasyni.“ Kristni Kristjánssyni, foringja Hins íslenska glæpa- félags, finnst Ingvar E. Sigurðsson ekki nógu feit- ur til að leika Erlend í Mýrinni. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Ráðherraræðið ríkir yfir þingstörf- unum. ALLIR BÚNIR AÐ BORGA Bæði Essó og Olís hafa nú greitt stjórnvaldssektir vegna ólöglegs samráðs. Skeljungur greiddi sína sekt á mánudag, daginn sem greiðslufresturinn rann út. HÖFUÐSTÖÐVAR SJÓVÁR-ALMENNRA Áfrýj- unarnefnd samkeppnismála staðfesti úr- skurð samkeppnisráðs um að trygginga- félaginu Sjóvá beri að greiða stjórnvalds- sekt vegna brots á samkeppnislögum. PÉTUR BLÖNDAL: „Hefði viljað afnema stimpilgjaldið í þrepum frá næstu áramótum.“ VÉLARVANA BÁTUR Báturinn Litla-Nes varð vélarvana skammt frá Þórshöfn á Langanesi um fjögurleytið í gær. Báturinn varp- aði akkerum og það hélt þar til báturinn Draupnir kom að og dró Litla-Nes í land á Þórshöfn. LÖGREGLUFRÉTTIR Össur Skarphéðinsson: Opnar bókhaldi› SAMFYLKINGIN Stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar hafa birt milliuppgjör vegna framboðs hans til formannskjörs í Samfylk- ingunni. Framboð Össurar hafði fram til 1. maí eytt um 1,2 milljón- um króna. Peningarnir koma frá einstaklingum og félögum, allt frá þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Starfsstöð stuðningsmanna Össurar stefnir að því að birta loka- uppgjör vegna framboðsins í byrj- un júní en úrslitin í formannskjör- inu verða kunngjör á landsfundi Samfylkingarinnar 21. maí. -oá LISTASAFN REYKJAVÍKUR Hafþór Yngvason mun taka við sem safnstjóri Listasafnsins. 02-03 ok 4.5.2005 22:45 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.