Fréttablaðið - 05.05.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 05.05.2005, Síða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 10 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 5. maí, 125. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.46 13.24 22.05 AKUREYRI 4.17 13.09 22.04 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona á gull- hælaskó sem eru einstakir í veröldinni. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona á sér nokkrar uppáhaldsflíkur en það sem stendur upp úr eru nokkrar gamlar flíkur sem eiga sér skemmtilega sögu. „Rúskinnsjakkinn með loðkraganum sem Hilda móðursystir mín átti er í miklu uppáhaldi sem og gull- hælaskór frá ömmu vinkonu minnar, þeir eru örugglega eina parið í heiminum sinnar teg- undar og eru alveg æðislegir. Ég er alltaf svo- lítið veik fyrir hvíta litnum og brúnum tónum og verð þá að minnast á brúna pilsið mitt frá Karen Millen sem er skreytt perlum og glingri, mjög fallegt og þægilegt. Blúndupils- ið úr Spútnik er líka algjört uppáhalds. Ég hugsa nú samt ekki mikið um tískuna og mér líður eiginlega best í útigalla uppí sveit, en þegar kemur að fatainnkaupum er ég hrifn- ust af svolítið sérstökum hlutum sem finnast á mörkuðum í útlöndum og ég vonast til að komast á einn slíkan í sumar.“ Um þessar mundir er Arnbjörg að leika í barnaleikritinu Klaufar og kóngsdætur, er í tökum á nýrri stuttmynd og mörg önnur skemmtileg verkefni eru framundan. Mestan tíma taka þó æfingar fyrir Eurovisionkeppn- ina í Kænugarði þann 19. maí en þar mun Arnbjörg stíga á svið með Selmu, dönsurun- um Álfrúnu, Lovísu og Aðalheiði og bak- raddasöngkonunni Regínu Ósk. ■ Veik fyrir hvítum fötum ferdir@frettabladid.is Icelandair fagnar sextíu ára af- mæli millilandaflugs Icelandair og þar með sextíu ára afmæli farþegaflugs milli Íslands og annarra landa um þessar mundir. Í tilefni af afmælinu býður félagið sextíu prósent af- slátt fyrir börn af Netsmellum til Evrópu en tilboðið gildir á eftirfarandi áfangastaði: London, Glasgow, Osló, Kaup- mannahöfn, Stokkhólm, Helsinki, Frankfurt, Berlín, Munchen, Amsterdam, París, Barcelona, Madrid og Mílanó. Nánari upplýsingar er að finna á icelandair.is. Bílastæðum við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hefur verið fjölgað verulega, bæði skammtíma- stæðum fyrir þá sem fylgja farþegum í flug eða sækja komufarþega og lang- tímastæðum fyrir þá sem hafa bílana sína á flugvellinum með- an ferðalagið varir. Ákveðið hefur verið að taka upp gjald- skyldu á skammtímastæðum við flugstöðina frá og með 10. maí til að stuðla að því að fólk sem staldrar stutt við fái stæði. Gjald á skammtímastæðum er hundrað krónur á klukkustund og 2.400 krónur fyrir fyrsta sól- arhringinn. Gjaldið lækkar um helming eftir fyrsta sólarhring- inn. E-korthafar fá 2,5 prósent af kostnaði vegna viðskipta við Iceland Express endurgreiddan auk fastrar 0,5 prósent endur- greiðslu af öllum innlendum viðskiptum. Nánari upplýsingar og umsókn fyrir E-kort- ið er að finna á vef Iceland Express, icelandexpress.is. Gistiheimili Halldóru í Kaupmannahöfn er komið í sumarskap og býður því ferðalöngum upp á sumartilboð. Ef gist er í sjö nætur eða lengur fá ferðalangar tíu pró- sent afslátt af gistingunni. Gisti- heimilið er staðsett í bæ sem heitir Hvidovre og er um það bil tíu kílómetra frá miðbæ Kaupmannahafnar. Nánari upp- lýsingar um gistiheimilið er að finna á vefsíðunni gistiheimil- id.is. Arnbjörg Hlíf í blúndupilsinu og gylltu og hvítu skónum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA TÍSKA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég skrökva aldrei nema þegar ég hef gert eitthvað af mér. Þá segi ég alltaf ósatt! Wok og aðrar pottþéttar pönnur BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 HELENA HANNAR OG SELUR FÖT Ofurfyrirsætan hyggst hasla sér völl í New York auk þess að taka ljós- myndir fyrir ýmis glanstímarit. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TYDanska ofurfyrirsætan Helena Christensen er að hella sér út í verslunarrekstur og ætlar að opna búð í New York í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. Verslunin mun heita Butik og þar ætlar Hel- ena að selja hönnun Camillu Staerk ásamt sinni eigin fata- hönnun. Helena nýtur aðstoðar Leifs Sigersen við fatahönnunina. Helena vill umfram annað hafa búðina aðgengilega fyrir alla og leggur ríka áherslu á mikið úrval. Ekki fylgir þessari sögu hvort Hel- ena hyggst opna sambærilega verslun í heimalandi sínu, Dan- mörku. Þessi fyrrum fyrirsæta hefur í það minnsta í nógu að snúast eftir að hún hætti að sitja fyrir. Helena starfar nefnilega líka sem tísku- ljósmyndari fyrir tískutímarit á borð við Vogue. Helena var ein vinsælasta fyrir- sæta heims á tíunda áratugnum. 25 (01) Allt forsíða 4.5.2005 16:16 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.