Fréttablaðið - 05.05.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 05.05.2005, Síða 62
Ambrosini tryggði sigurinn 30 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR > Við hvetjum ... ... Hafnfirðinga og aðra íþrótta- áhugamenn að fjölmenna á Ásvelli í kvöld og fylgjast með þriðja leik Hauka og ÍBV í úrslitum DHL-deildar karla í handbolta. Haukar geta innbyrt Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... íslensku unglinga- landsliðunum í körfubolta sem hófu leik á Norðurlanda- mótinu í Svíþjóð í gær. Sér í lagi liði drengja fæddum 1987 og síðar sem unnu frækinn sigur á Svíum 79–77. Brynjar Þór Björnsson átti stórleik og var með þrefalda tvennu. Heyrst hefur... ... að áhrifamenn innan handknatt- leikshreyfingarinnar séu að skoða þann möguleika hvort hægt sé að bjarga stórskyttunni Tite Kalandadze um íslenskan ríkisborgararétt enda vantar íslenska landsliðið tilfinnanlega mann eins og Tite í liðið. Ekki er þó vitað hvort Tite hafi yfir höfuð áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari. Tveir leikmenn eru til skoðunar hjá Landsbankadeildarliði ÍA en þeir hyggj- ast styrkja lið sitt fyrir komandi átök í Landsbankadeildinni. Annar leikmann- anna er Scott Cassie sem boðaði komu sína til Akranes í lok janúar en hefur nú loks skilað sér enn hinn er huldumaður með frægt ættarnafn. Cassie getur bæði leikið sem miðju- maður og sóknarmaður og ætti það að gefa Skagamönnum nýja vídd enda hafa þeir verið að leita að sóknarmanni. Að sögn Eiríks Guðmundssonar, for- manns meistaraflokksráðs ÍA, vita menn minna um hinn leikmaninn sem ættað- ur er frá Senegal. „Sá er víst sóknar- maður og hefur spilað í Frakklandi en er Senegali og heitir Cissé, meira veit ég ekki,“ sagði Eiríkur en Cissé kemur fyrir milligöngu Mihajlo Bibercic sem lék með ÍA á árum áður. Ekki er vitað hvort hann sé tengdur hinum fræga framherja Liverpool, Djibril Cissé. Aðspurður sagði Eiríkur að óvíst væri með komu leikmanna frá enska 1.deildarliðinu Reading. „Þau mál eru enn óljós þar sem Rea- ding vill ekki gefa okkur svar fyrr en ljóst er hvort þeir fari í umspil eða ekki, það gæti jafnvel verið of seint fyrir okkur,“ bætti Eiríkur við. Bæði Cassie og Cis- se munu leika æfingaleik með ÍA á morgun gegn Víkingi upp á Skipaskaga. Eiríkur sagði jafnframt að allar líkur væru á því að félagið semdi við Igor Pesic sem hefur verið til reynslu hjá félaginu. „Ég á von því að við semjum við Pesic, hann spilar einnig með okkur á morgun og það eru all- ar líkur á því að honum verði boð- inn samningur“. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessir leik- menn koma til með að styrkja lið Skagamanna sem hafa verið einkar óheppnir með út- lendinga undanfar- in ár. Eftir a› li›smönnum PSV Eindhoven haf›i tekist hi› ómögulega og ná› a› vinna upp forskot AC Milan eftir fyrri leik li›anna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar kom mark Massimo Ambrosini á lokamínútum leiksins eins og blaut tuska í andlit Hollendinganna. SKAGAMENN STYRKJA SIG FYRIR SUMARIÐ: MEÐ TVO STERKA MENN TIL REYNSLU Cissé kominn til Skagamanna FÓTBOLTI Síðari leik PSV Eindhoven og AC Milan í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu lauk með 3–1 sigri fyrrnefnda liðsins. Það dugði þó ekki til því AC Milan, sem vann fyrri leikinn á heimavelli 2–0, komst áfram á marki skoruðu á útivelli. Það var Massimo Ambrosini sem skoraði mark AC Milan í gær í lok venjulegs leiktíma. Kóreumaðurinn Ju-Sing Park kom sínum mönnum yfir á 9. mínútu leiksins með frábæru marki og skoraði Philip Cocu annað mark PSV eftir sendingu frá öðrum Kóreumanni, Young- Pyo Lee. Allt útlit var fyrir að leikurinn yrði framlengdur en mark Ambrosini gerði út um vonir heimamanna. Jafnvel þótt Philip Cocu bætti við þriðja marki PSV í uppbótartíma lá ljóst fyrir að það myndi ekki duga til. Einbeittur sigurvilji PSV Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, reyndi fyrir leikinn að byggja á því forskoti sem liðið hafði eftir fyrri leikinn og pakkaði þétt á miðjuna og var með Andriy Shevchenko einan í framlínunni. Vörn AC Milan hefur staðið sig afbragðs vel í vetur og var það ekki óvarlega áætlað fyrirfram. En leikmenn PSV mættu gífurlega einbeittir til leiks og lögðu allt í sölurnar. Það borgaði sig strax á 9. mínútu leiksins og skömmu áður hafði Jan Vennegor Hesselink átti hættulega bakfallsspyrnu. Eftir markið átti Hasselink annað hættulegt skot að marki eftir aukaspyrnu Mark van Bommel en skotið hafnaði í slánni. AC Milan átti einnig sín færi en sigurmarkið kom ekki fyrr en rétt undir lok leiksins. Ancelotti hafði þá bætt við sóknarkraft AC Milan og sett inn á Jon Dahl Tomasson sem skoraði í uppbótartíma í fyrri leik liðanna. Guus Hiddink, þjálfari PSV, hafði einnig sett inn sóknarmann, hinn brasilíska Robert, en allt kom fyrir ekki. Ambrosini stóð óvald- aður í teignum þegar hann skall- aði fram hjá Gomes í marki heimamanna. Mark van Bommel var vitan- lega allt annað en kátur í leikslok. „Við áttum skilið að vinna því við vorum betra liðið. Við getum sjálf- um okkur um kennt því við leyfð- um þeim að skora mörkin sín þrjú í lok þriggja af þeim fjórum hálf- leikjum sem í rimmunni voru.“ Vorum heppnir Þjálfari AC Milan viðurkenndi að heilladísirnar hefðu verið á bandi sinna manna. Varnarjaxlinn Jaap Stam samsinnti því og bætti við að „PSV lék mjög vel í leiknum og áttum við bara eitt tækifæri í hon- um – en það dugði til.“ Úrslitaleikur AC Milan og Liverpool fer fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Milan vann þennan titil fyrir tveimur árum þegar liðið vann Juventus í vítaspyrnukeppni á Old Trafford í Manchester. Var það í sjötta sinn sem Milan lyfti Evrópumeistaratitlinum en úr- slitaleikurinn gegn Liverpool verður sá tíundi sem liðið leikur. eirikurst@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Miðvikudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  17.00 KR og Þróttur mætast í úrslitum deildabikars karla í knattspyrnu en leikið er í Egilshöll.  19.40 Haukar og ÍBV mætast á Ásvöllum í úrslitum DHL-deildarinnar í handknattleik. ■ ■ SJÓNVARP  13.25 Formúlukvöld á Rúv.  13.50 HM í íshokkíi á Rúv.  17.50 Olíssport á Sýn.  19.05 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  19.35 Íslandsmótið í handbolta á Rúv. Bein útsending frá þriðja leik Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn.  20.00 Inside the US PGA Tour 2005 á Sýn.  20.30 Þú ert í beinni! á Sýn.  22.00 Bikarmótið í fitness 2005 á Sýn.  23.15 Þú ert í beinni! á Sýn.  00.10 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Verða Haukar Íslandsmeistarar í kvöld? ÍBV er komi› upp a› vegg HANDBOLTI Haukar taka á móti ÍBV í þriðja leik úrslitanna um Íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik. Með sigri í leiknum geta Haukar tryggt sér titilinn en staðan er 2-0 liðinu í vil. Fyrstu tveir leikir rimmunnar voru hnífjafnir og þurfti til að mynda að grípa til framlengingar til að ná fram úrslitum í þeim síð- asta. Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, sagði að merkilegt hefði verið að sjá Eyjamenn springa á limminu í síðasta leik eftir að hafa haft leikinn í hendi sér. „Það kom mér mjög á óvart því ég hélt að þeir yrðu sterkari á sínum heimavelli en þarna spilaði inn í reynsla Haukanna því þeir hafa jú verið í þessari stöðu áður,“ sagði Geir. „ÍBV er núna komið upp að vegg en ég neita að trúa því að Eyja- menn séu búnir að gefast upp. ÍBV hefur unnið Hauka á Ásvöll- um í deildinni í vetur þannig að ég hef alveg trú á því að liðið geti klórað aðeins í bakkann og unnið útileikinn. Ég spái því og þá aðal- lega handboltans vegna til að halda lífinu í þessu.“ Fari Haukar með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta sinn sem karla- og kvennalið fer taplaust í gegnum úrslitarimmu gegn sama félagi. Geir taldi ÍBV hafa alla burði til að vinna og halda keppninni gangandi. „Svo verður það að koma í ljós hvort Eyjamenn standast þrýstinginn þegar á hólminn er komið,“ sagði Geir Sveinsson. - sj HVAÐ GERIR TITE? Tite Kalandadze hefur farið á kostum með ÍBV í úrslitakeppninni þótt oft hafi hann verið tekinn mjög hörðum tökum. Hann þarf að ná toppleik ásamt félögum sínum í kvöld ef ÍBV vill halda lífi í einvíginu við Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. GLEÐI OG VONBRIGÐI Leikmenn AC Milan fagna eftir að í ljós kom að síðbúið mark Massimo Ambrosini hefði tryggt farseðilinn í úrslita- leik Meistaradeildar Evrópu þar sem Ítalirnir mæta Liverpool. Vonbrigði leikmanna PSV Eindhoven leyndu sér ekki eftir leikinn. AP Enska úrvalsdeildin: Newcastle sigra›i FÓTBOLTI Einn leikur var á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu í gærkvöld. Fulham tók á móti Newcastle á heimavelli sín- um Craven Cottage og þurftu að sætta sig við 3-1 tap. Sigurinn var Newcastle nokkuð auðveldur og eftir að Darren Ambrose hafði komið gestunum yfir í fyrri hálf- leik, gerðu þeir Patrick Kluivert og Shola Ameobi út um leikinn í síðari hálfleiknum með hvor sitt markið. Tomasz Radzinski minnk- aði muninn fyrir Fulham fjórum mínútum fyrir leikslok, en það var liðinu lítil sárabót. Newcastle er í tólfta sæti deild- arinnar með 43 stig, en þetta var fyrsti sigur þeirra í síðustu sjö leikjum og fyrsti útisigur þeirra síðan í nóvember. ■ 62-63 (30-31) Sport fyrri 4.5.2005 22:26 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.