Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2005, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 05.05.2005, Qupperneq 64
32 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Það er ljóst að verki Portúgalans Jose Mourinho hjá Chelsea er ekki lokið því hann skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við félagið sem tekur gildi í byrjun næstu leiktíðar. Þessi 42 ára gamli knattspyrnu- stjóri, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu í vetur, segist vera hæstánægður hjá Chelsea og hafi alls ekki íhugað að yfirgefa herbúðir félagsins. „Ég er virkilega sáttur með að hafa gert nýjan samning við Chel- sea, hjarta mitt tilheyrir Chelsea og ég er með frábæran hóp leik- manna,“ sagði Mourinho í viðtali við heimasíðu Chelsea. Framlengdi um tvö ár Með þessum nýja samningi bætti Mourinho tveimur árum við núverandi samning, sem var gerð- ur til þriggja ára síðasta sumar þegar hann var ráðinn knatt- spyrnustjóri Chelsea. Hann bætti því einnig við að ástæða þess að hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning væri framtíðarsýn eiganda fé- lagsins og stjórnarinnar. „Framtíðarsýn þessara manna og Chelsea er nokkuð sem ég vill vera hluti af. Ég held að ég gæti ekki verið ánægðari en ég er í dag og ég hef fullan stuðning frá fé- laginu,“ bætti Mourinho við. Hann hefur þegar náð frábær- um árangri með Chelsea og tveir titlar á fyrsta tímabili hans hjá Chelsea er eflaust bara byrjunin hjá þessum snjalla knattspyrnu- stjóra. Peter Kenyon, yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea, var hæstánægður með að hafa landað nýjum samningi við Mourinho. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir félagið. Við höfum sömu framtíðarsýn og Jose og erum að vinna eftir 10 ára áætlun. - gjj ÉG KEM AFTUR! Jose Mourinho þakkar hér leikmönnum Liverpool fyrir leikinn á þriðjudag. Hann ætlar að reyna við Meistaradeildina á ný með Chelsea næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Er með Chelsea-hjarta HÁÞRÝSTIDÆLA 110 BAR 12.490 kr. Öll helstu merkin í verkfærum. Ótrúlegt úrval af BMF festingum, boltum, skúfum og saum. Sjón er sögu ríkari. Súperbygg, þar sem þú færð meira fyrir minna. Opið mán-fös 8-18 og lau 9-15 Bæjarhaun 8 Hafnarfjörður Sími: 414-6080 NÝTT Á ÍSLANDI DEWALT SDS PLUS BORHAMAR 600W 18.490 kr. AXA LEX STORMJÁRN verð frá 1.096 kr. VINNUBORÐ SAMFELLANLEGT 1.389 kr. VERKFÆRAKASSI Á HJÓLUM 5.800 kr. HANDLAUG Á VEGG 58X46 4.490 kr. HANDSÖG JACK 550 MM 699 kr. SKRÚFUBOX VERKFÆRABOX MALARSKÓFLA verð frá 390 kr. 1.950 kr. ALLIR DAG AR T ILBO ÐSDA GAR 690 kr. pr.stk HRÍFA, BEÐAKLÓRA BEÐASKAFA Argentínumennirnir ekki lentir í Árbænum: Vesen me› vegabréf FÓTBOLTI Einhver bið verður á því að Fylkismenn fái til reynslu tvo Argentínumenn frá Indipendiente en von var á þeim í síðustu viku. Leikmennirnir sem um ræðir eru Hernan Gabriel Perez og Carlos Raúl Sciucatti. Báðir eru þeir ung- ir að árum en Perez er 20 ára og Sciucatti 19 ára. Ásgeir Ásgeirs- son, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, sagði ástæðu fyrir seinkun leikmannanna. „Þeir áttu að koma í síðustu viku en sökum þess að annar þeirra fékk ekki vegabréf þá hef- ur komu þeirra seinkað,“ sagði Ásgeir. Hann vonast til að málin skýrist fyrir helgi en sagði jafn- framt að þeir hefðu gefið Indipendiente lokafrest. „Við höfum sagt þeim að við munum ekki bíða mikið lengur, það styttist í tímabilið hér heima og við viljum klára þessi mál sem fyrst. Kerfið þarna úti er sein- virkara en hérna heima og því hefur þetta tafist.“ Aðspurður sagðist Ásgeir gera sér vonir um að þarna væru á ferðinni sterkir leikmenn. „Þetta eiga að vera hörkuleikmenn og miðjumaðurinn á að vera svaka- lega öflugur leikmaður,“ sagði Ásgeir. Hann sagði að liðið væri einnig að skima eftir leikmönnum í Englandi. „Við höfum verið að skoða markaðinn í Englandi en samt ekki af neinni alvöru þar sem við vildum ekki vera með of mikið á okkar könnu og höfum því ein- beitt okkur að Argentínumönnun- um,“ sagði Ásgeir sem útilokaði ekki komu leikmanns frá Englandi ef mál Argentínumann- anna myndu ekki skýrast. Mál framherjans Björns Viðars Ásbjörnssonar eru einnig að skýrast og sagði Ásgeir að það væru miklar líkur á því að Björn myndi leika með Fylki í sumar. „Það var búið að ákveða að það yrði sest niður með Birni þegar hann kæmi heim frá útlöndum og það gerðum við og ég tel miklar líkur á því að hann leiki með okk- ur í sumar,“ sagði Ásgeir. - gjj HVENÆR KOMA ARGENTÍNUMENNIRNIR? Sævar Þór Gíslason þarf að bíða eitthvað eftir Argentínumönnunum tveimur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stu›ningsmenn Chelsea tóku gle›i sína á n‡ eftir tapi› gegn Liverpool flegar Jose Mourinho skrifa›i undir n‡jan samning vi› félagi›. Úrslit deildabikarsins: Tekst firótti a› leggja KR? FÓTBOLTI Úrslitin í deildabikar- keppni KSÍ ráðast í dag en klukk- an 17 hefst úrslitaleikur mótsins þegar KR og Þróttur mætast. Bæði þessi lið léku í 2. riðli A- deildar og höfnuðu þau í tveimur efstu sætum riðilsins. Lið Þróttar hefur leikið mjög vel í keppninni. Liðið mætti Val og lagði þá nokkuð sannfærandi, 2-1, í átta liða úrslitum. Í undanúrslit- um lögðu Þróttarar svo Skaga- menn með sömu markatölu, 2-1, í framlengdum leik. KR unnu 2. riðil A-deildar á mjög sannfærandi hátt og töpuðu ekki leik, unnu fimm og gerðu tvö jafntefli. Í átta liða úrslitum lagði liðið svo ÍBV, 2-0. Í undanúrslitum lögðu KR-ingar svo 1. deildarlið Blika næsta örugglega, 3-0. KR og Þróttur voru þau lið sem skoruðu flest mörk í sínum riðli og því má því búast við fjörugum og skemmtilegum leik í Egilshöll- inni í dag. - gjj GRÉTAR HJARTARSON Verður í framlínu KR gegn Þrótti í kvöld. GERRARD Ánægður með lífið á Anfield þessa dagana. Steven Gerrard: Erum á réttri lei› FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, játaði í breskum fjöl- miðlum í gær að það að hafa kom- ist í úrslit Meistaradeildarinnar með Liverpool gæti hafa gert það að verkum að hann yrði áfram hjá félaginu. Gerrard hefur verið sterklega orðaður við Chelsea og Real Madrid og voru margir stuðningsmenn Liverpool orðnir hræddir um að hann færi. „Eftir úrslitaleikinn í Istanbúl mun ég setjast niður með stjórn- inni og ræða framtíðina. Það segir sig sjálft að þessi árangur hefur jákvæð áhrif á okkar viðræður. Ég hef sagt allan tímann að það eina sem ég vildi væri að liðið færi í rétta átt og þessi úrslit sýna svo sannarlega að við erum á réttri leið,“ sagði Gerrard og bætti við að stuðningsmenn fé- lagsins ættu mikið í sigrinum gegn Chelsea. - hbg 64-65 (32-33) Sport seinni 4.5.2005 20:32 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.