Fréttablaðið - 08.06.2005, Side 39

Fréttablaðið - 08.06.2005, Side 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 15 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Siemens hefur ákveðið að selja taívanska fyrirtækinu BenQ far- símarekstur sinn. Áður hafði ver- ið talið að fyrirtækin tvö myndu sameinast um reksturinn. Verðið fæst ekki gefið upp. Siemens hefur verið í miklum vandræðum með farsímarekstur- inn en hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu þó um 2,3 prósent við söluna. BenQ er stærsti farsímafram- leiðandi Taívana og selur síma undir eigin nafni í Kína. BenQ framleiðir jafnframt síma fyrir fyrirtæki á borð við Motorola og NEC. ,,Með kaupunum á Siemens færumst við nær því takmarki okkar að verða meðal stærstu farsímaframleiðenda heims,“ sagði forstjóri BenQ, K.Y. Lee. BenQ hyggst áfram nota Siemens-nafnið. - jsk BenQ kaupir Siemens Þú þarft ekki tölvudeild Þú færð fulla þjónustu hjá ANZA Rekstur ANZA er í samræmi við vottað öryggiskerfi sem byggist á staðlinum ISO 17799 um stjórnun upplýsingaöryggis. Hornsteinn ANZA er starfsfólk með framúrskarandi þekkingu og hæfni. ANZA · Ármúla 31 · 108 Reykjavík · Sími 522 5000 · Fax 522 5099 · www.anza.is ANZA sér um öll tölvumál fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja. Það er sérgrein okkar. ANZA sér um tölvukerfið þitt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. ANZA fer aldrei í sumarfrí og er aldrei fjarverandi vegna veikinda. Kynntu þér málið með því að hafa samband við ANZA í síma 522 5000 eða anza@anza.is AR GU S - 0 5- 03 22 Í sumar starfa tveir fulltrúar með Verslunarráði Íslands að verkefn- um, annars vegar frá spænsk-ís- lenska og hins vegar fransk-ís- lenska verslunarráðinu, sem miða að auknum viðskiptum milli landanna. Að sögn Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunar- ráðsins, hafa þau nú þegar komið á sambandi milli íslenskra fyrir- tækja og spænskra og franskra og að hans mati býður samstarf af þessum toga upp á mikla möguleika. „Við myndum vilja sjá miklu fleiri svona verkefni og fyrirtæki sem hafa áhuga á tengslum við frönsk, spænsk eða portúgölsk fyrirtæki ættu að nýta sér tækifærið og hafa samband við Verslunarráðið,“ segir Þór. KÍNVERJAR Á NETINU Kínverskum net- notendum er gert að skrá vefsíður sínar á lista hjá yfirvöldum, að öðrum kosti verða þeir sektaðir. Vafrarar í vanda Yfirvöld í Kína hafa hótað um- sjónarmönnum vef- og blogg- síðna í landinu sektum, skrái þeir ekki síður sínar á sérstakan lista upplýsingaráðuneytisins fyrir 30. júní næstkomandi. Sektirnar nema allt að átta milljónum króna. Talsmaður upp- lýsingaráðuneytisins sagði 74 prósent notenda hafa skráð síður sínar: „Það fylgja internetinu mörg vandamál. Til að mynda klám og óæskilegar upplýsingar sem eitrað geta huga fólks,“ sagði talsmaðurinn. Í Kína eru 87 milljónir inter- netnotenda, aðeins eru fleiri í Bandaríkjunum. -jsk Cathay best í heimi Cathay Pacific er besta flug- félag í heimi, samkvæmt könnun breska ráðgjafafyrir- tækisins Skytrax. Tólf millj- ónir manna frá 94 löndum tóku þátt í könnuninni og fór hún að mestu fram gegnum netið. ,,Þetta er viðamesta könn- un á flugfélögum til þessa og tekur til allra gerða ferða- manna, hvort sem um er að ræða bakpokaferðalanga eða ráðstefnugesti,“ sagði tals- maður Skytrax. Cathay Pacific, sem hefur aðsetur í Hong Kong, var hrósað sérstaklega fyrir þjón- ustulipurð auk þess sem fyrsta farrými í flugvélum fé- lagsins þótti bera af. Hvorki Icelandair né Iceland Express komust á topp tíu listann. - jsk ÚR FARSÍMAVERKSMIÐJU SIEMENS Siemens hefur nú selt taívanska fyrirtækinu BenQ farsímarekstur sinn. Auka tengsl við Spán og Frakkland Tekið hefur verið upp nýtt stjórn- skipulag Odda og Gutenberg. Stefnt er að því að sameina skrif- stofuhald og fjármálastjórn prentsmiðjustarfseminnar. Einnig á að skilja á milli móður- félagsins og einstakra afkomu- eininga. Á þetta ferli að vara til ársloka. Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, segir verið að straumlínu- laga stjórnskipulagið og ná fram meiri samlegð í rekstrinum. Sóknarfærin séu víða og verið sé að sækja harðar fram á ákveðn- um mörkuðum. Meðal annars var opnuð ný verslun Odda með skrifstofuvörur í Borgartúni 23. apríl síðastliðinn. Oddi sækir fram Fr ét ta bl að ið /G VA PHILIPPE SHALON FRÁ FRAKKLANDI OG IRIA MELON FRÁ SPÁNI Starfa með Verslunarráði Íslands í sumar við að koma á tengslum milli fyrirtækja á Íslandi og í Frakk- landi, Spáni og Portúgal.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.