Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 15 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Siemens hefur ákveðið að selja taívanska fyrirtækinu BenQ far- símarekstur sinn. Áður hafði ver- ið talið að fyrirtækin tvö myndu sameinast um reksturinn. Verðið fæst ekki gefið upp. Siemens hefur verið í miklum vandræðum með farsímarekstur- inn en hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu þó um 2,3 prósent við söluna. BenQ er stærsti farsímafram- leiðandi Taívana og selur síma undir eigin nafni í Kína. BenQ framleiðir jafnframt síma fyrir fyrirtæki á borð við Motorola og NEC. ,,Með kaupunum á Siemens færumst við nær því takmarki okkar að verða meðal stærstu farsímaframleiðenda heims,“ sagði forstjóri BenQ, K.Y. Lee. BenQ hyggst áfram nota Siemens-nafnið. - jsk BenQ kaupir Siemens Þú þarft ekki tölvudeild Þú færð fulla þjónustu hjá ANZA Rekstur ANZA er í samræmi við vottað öryggiskerfi sem byggist á staðlinum ISO 17799 um stjórnun upplýsingaöryggis. Hornsteinn ANZA er starfsfólk með framúrskarandi þekkingu og hæfni. ANZA · Ármúla 31 · 108 Reykjavík · Sími 522 5000 · Fax 522 5099 · www.anza.is ANZA sér um öll tölvumál fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja. Það er sérgrein okkar. ANZA sér um tölvukerfið þitt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. ANZA fer aldrei í sumarfrí og er aldrei fjarverandi vegna veikinda. Kynntu þér málið með því að hafa samband við ANZA í síma 522 5000 eða anza@anza.is AR GU S - 0 5- 03 22 Í sumar starfa tveir fulltrúar með Verslunarráði Íslands að verkefn- um, annars vegar frá spænsk-ís- lenska og hins vegar fransk-ís- lenska verslunarráðinu, sem miða að auknum viðskiptum milli landanna. Að sögn Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunar- ráðsins, hafa þau nú þegar komið á sambandi milli íslenskra fyrir- tækja og spænskra og franskra og að hans mati býður samstarf af þessum toga upp á mikla möguleika. „Við myndum vilja sjá miklu fleiri svona verkefni og fyrirtæki sem hafa áhuga á tengslum við frönsk, spænsk eða portúgölsk fyrirtæki ættu að nýta sér tækifærið og hafa samband við Verslunarráðið,“ segir Þór. KÍNVERJAR Á NETINU Kínverskum net- notendum er gert að skrá vefsíður sínar á lista hjá yfirvöldum, að öðrum kosti verða þeir sektaðir. Vafrarar í vanda Yfirvöld í Kína hafa hótað um- sjónarmönnum vef- og blogg- síðna í landinu sektum, skrái þeir ekki síður sínar á sérstakan lista upplýsingaráðuneytisins fyrir 30. júní næstkomandi. Sektirnar nema allt að átta milljónum króna. Talsmaður upp- lýsingaráðuneytisins sagði 74 prósent notenda hafa skráð síður sínar: „Það fylgja internetinu mörg vandamál. Til að mynda klám og óæskilegar upplýsingar sem eitrað geta huga fólks,“ sagði talsmaðurinn. Í Kína eru 87 milljónir inter- netnotenda, aðeins eru fleiri í Bandaríkjunum. -jsk Cathay best í heimi Cathay Pacific er besta flug- félag í heimi, samkvæmt könnun breska ráðgjafafyrir- tækisins Skytrax. Tólf millj- ónir manna frá 94 löndum tóku þátt í könnuninni og fór hún að mestu fram gegnum netið. ,,Þetta er viðamesta könn- un á flugfélögum til þessa og tekur til allra gerða ferða- manna, hvort sem um er að ræða bakpokaferðalanga eða ráðstefnugesti,“ sagði tals- maður Skytrax. Cathay Pacific, sem hefur aðsetur í Hong Kong, var hrósað sérstaklega fyrir þjón- ustulipurð auk þess sem fyrsta farrými í flugvélum fé- lagsins þótti bera af. Hvorki Icelandair né Iceland Express komust á topp tíu listann. - jsk ÚR FARSÍMAVERKSMIÐJU SIEMENS Siemens hefur nú selt taívanska fyrirtækinu BenQ farsímarekstur sinn. Auka tengsl við Spán og Frakkland Tekið hefur verið upp nýtt stjórn- skipulag Odda og Gutenberg. Stefnt er að því að sameina skrif- stofuhald og fjármálastjórn prentsmiðjustarfseminnar. Einnig á að skilja á milli móður- félagsins og einstakra afkomu- eininga. Á þetta ferli að vara til ársloka. Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, segir verið að straumlínu- laga stjórnskipulagið og ná fram meiri samlegð í rekstrinum. Sóknarfærin séu víða og verið sé að sækja harðar fram á ákveðn- um mörkuðum. Meðal annars var opnuð ný verslun Odda með skrifstofuvörur í Borgartúni 23. apríl síðastliðinn. Oddi sækir fram Fr ét ta bl að ið /G VA PHILIPPE SHALON FRÁ FRAKKLANDI OG IRIA MELON FRÁ SPÁNI Starfa með Verslunarráði Íslands í sumar við að koma á tengslum milli fyrirtækja á Íslandi og í Frakk- landi, Spáni og Portúgal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.