Fréttablaðið - 08.06.2005, Síða 48

Fréttablaðið - 08.06.2005, Síða 48
Fjör í FIH Mikið fjör var í FIH í Kaup- mannahöfn síðastliðinn föstu- dag þegar KB banki hélt svo- kallaðann markaðsviðskipta- dag. Hópur Íslendinga sótti fundinn ásamt fjölmörgum er- lendum banka- og fjölmiðla- mönnum. Má áætla að í kring- um hundrað manns hafi mætt til að hlusta á erindi æðstu stjórnenda KB banka. Tony She- arer, forstjóri Singer&Fried- lander, byrjaði sitt erindi á því að spila kafla úr lagi með Elvis Presley, sem vakti kátínu gesta. Seinna spilaði hann brot úr lag- inu „If I Can Dream“ með Kónginum og sagði það viðeig- andi áður en hann fjallaði um yfirtöku KB banka. Virtist sem honum líkaði vel að fá hina nýju herra KB banka inn á kontór til sín. Er launamisrétti? Karlar og konur fá ekki jöfn laun, allar kannanir hafa sýnt það. En þær sýna mjög misjafn- ar niðurstöður um hversu mikill munurinn er og virðist þetta mál vera eins og mörg önnur þar sem fólk horfir á þær tölur sem það vill sjá. Jákvæða fólkið sér átta prósenta launamun, sem er sá launamunur sem er milli kvenna og karla meðal við- skipta- og hagfræðinga. Þessi launamunur fæst þegar búið er að leiðrétta gagnvart öllum þáttum líkt og starfi, menntun og starfsaldri. Sem ættu auðvit- að að ráða meiru um laun fólk en kyn. Lág stjórnarlaun Lífeyrissjóðirnir eru lykilstofn- anir í samfélaginu að mörgu leyti. Mikilvægt er að að þar sé vel til verka unnið, enda skiptir sköpum að ná sem hæstri ávöxt- un hverju sinni. Eins og kemur fram í Markaðinum í dag eru árslaun framkvæmdastjóra allt frá sjö og upp í 23 milljónir króna. Það eru ekkert hærri laun en gengur og gerist meðal stjórnenda stærstu fyrirtækj- anna hér á landi. Hins vegar vekja stjórnarlaun nokkra at- hygli; ekki vegna þess hversu há þau eru heldur hvað þau eru lág. Stjórnarformenn sjóðanna eru með mánaðarlaun frá 60 þúsund krónum og upp í 180 þúsund á mánuði. Miðað við þær skyldur og það eftirlits- hlutverk sem þeir bera getur þetta kaup vara talist mikið. Nema að þeir mæti aðeins á fundi til að drekka kaffi. 7,2 2 9,5prósent – leiðréttur launamunur kynjanna meðalviðskipta- og hagfræðinga samkvæmt könnunFélags viðskipta- og hagfræðinga. ný hlutafélög í Kauphöllina í júní. Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðirum 0,5 prósent í 9,5 prósent fyrir helgiog spá markaðsaðilar 10 prósenta vöxt- um í haust. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is B A N K A H Ó L F I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.