Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 6
6 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR Orkuveita Reykjavíkur sér Alcan fyrir raforku fyrir stærra álver: Fá 60 milljar›a fyrir raforkuna ÁLVER Fulltrúar Alcan á Íslandi og Orkuveitu Reykjavíkur hafa skrif- að undir samkomulag um að Alcan kaupi af Orkuveitunni 200 MW af raforku vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Gert er ráð fyrir að orkan geti ver- ið til afhendingar seinni hluta árs 2010 og að tekjur Orkuveitunnar verði um 60 milljarðar króna á samningstímanum. Áætlað er, að gengið verði frá endanlegum samningi síðar á þessu ári. Alfreð Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitunnar, segir samninginn hagstæðan fyrir fyrir- tækið og borgarbúa alla. Raforkan verður útveguð með aukinni nýt- ingu á jarðvarma á Hengilssvæð- inu og með virkjun á Hellisheiði. „Þessir samningar styrkja mjög at- vinnulífið hér á höfuðborgarsvæð- inu, bæði á meðan á framkvæmd- um stendur og eins þegar álverið er komið í fulla stærð. Talið er að þegar stækkun sé lokið skapist 500 ný störf við álverið með margfeld- isáhrifum þannig að við erum að tala um 1500 ný störf í allt,“ segir Alfreð. - oá Ker stefnir ríkinu vegna sektar samkeppnisyfirvalda: Vilja milljónirnar endurgreiddar DÓMSMÁL Mál Kers hf. á hendur ís- lenska ríkinu og samkeppnisyfir- völdum verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Fyrirtækið krefst þess að úr- skurður áfrýjunarnefndar sam- keppnismála frá því í janúar verði felldur úr gildi, en til vara að sekt- argreiðslur fyrirtækisins verði stórlega lækkaðar. Ker á Olíufé- lagið ehf., Esso, en áfrýjunar- nefndin sektaði félagið um 495 milljónir króna. „Umbjóðandi minn telur nauð- synlegt að dómstólar meti þau lögfræðilegu sjónarmið sem liggja að baki niðurstöðu sam- keppnisyfirvalda og mun leggja fram ný gögn frá óháðu endur- skoðunarfyrirtæki sem sýnir svart á hvítu að forsendur og að- ferðafræði útreiknings sam- keppnisyfirvalda eigi við lítil, ef þá nokkur, rök að styðjast,“ segir Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Kers. Hann segir Ker líta svo á að burtséð frá fjárhæðum sekta sé nauðsynlegt að vinda ofan af röngum útreikningum um mein- tan ólögmætan ávinning. „Því við því er að búast að viðskiptamenn félagsins muni freista þess að fara í skaðabótamál á hendur því og þá skiptir máli að þessir út- reikningar séu réttir.“ -óká Ljóslei›aravæ›ing d‡rari en ætla› var Orkuveita Reykjavíkur hefur hafna› öllum tilbo›um í lagningu ljóslei›ara á Akranesi og Seltjarnarnesi flar sem flau voru langt yfir kostna›aráætlunum fyrirtækisins. Vara- ma›ur í stjórn Orkuveitunnar gagnr‡nir fyrirtæki› fyrir ranga áætlanager›. FRAMKVÆMDIR Tilboð í lagningu ljós- leiðara í hús á Akranesi og á Sel- tjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyr- ir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljós- leiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akra- nesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þús- und krónur fyrir hvert hús og á Se l t jarnarnes i fyrir kostnaði upp á um 268 þús- und krónur. „Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætl- unum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferð- inni,“ segir Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða end- urtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrir- tækin ofmeta kostnað við skurð- gröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, varamaður Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtæk- isins alla tíð hafa mótmælt ljósleið- araframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kol- rangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveit- an hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. „Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðar- ann,“ segir hún og bendir á að for- stjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þús- und krónur. Hún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmund- ar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í upp- námi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðara- væðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. „Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seink- um framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar.“ olikr@frettabladid.is Ný kanadísk lög: Sigur fyrir sam- kynhneig›a KANADA, AP Kanadíska þingið sam- þykkti ný lög sem leyfa samkyn- hneigðum að ganga í hjónaband. Töluverðrar andstöðu hefur gætt meðal íhaldssamari þingmanna og atkvæðagreiðslan féll þannig að 158 þingmenn samþykktu lögin gegn 133. Flest héruð landsins hafa þegar leyft samkynhneigðum að giftast og felast því einungis breytingar í nýju lögunum fyrir sum ríki. Kanada er því þriðja landið í heiminum sem gefur hjónabandi samkynhneigðra sömu réttarstöðu og hjónabandi milli karls og konu en fyrir hafa Holland og Belgía gert þessar breytingar á löggjöf sinni. ■ Hefur þú farið á stórtónleika í sumar? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að reisa óperuhús í Kópa- vogi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 86% 14% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Á BENSÍNSTÖÐ OLÍUFÉLAGSINS Í REYKJAVÍK Þingfest verða tvö mál tengd Keri hf. í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í dag. Annars vegar mál Kers á hendur ríkinu og hins vegar prófmál Neytendasamtakanna á hendur Keri þar sem viðskiptamaður fyrirtækisins krefst bóta fyrir tap af ólögmætu samráði olíufélaganna. SAMKOMULAGIÐ UNDIRRITAÐ 500 ný störf skapast við stækkun álversins í Straumsvík. AKRANES Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir fyrirtækin sem buðu í ljósleiðaravæðingu bæjarins stórlega ofmeta kostnaðinn sem verkinu fylgi. Hann segir þau gera ráð fyrir óþörfum skurðgreftri. ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON ÁÆTLAÐUR KOSTNAÐUR VIÐ FYRSTA ÁFANGA LJÓSLEIÐARAVÆÐINGAR OR SAMKVÆMT ÚTBOÐI Útboð 1. verkáfanga gagnveitu á Akranesi:* Bjóðendur Tilboð Hlutfall af áætlun Kostnaður á hús Industria ehf 113.763.300 kr. 258,55% 175.020 kr. Ístak hf 145.071.783 kr. 329,71% 223.187 kr. Kostnaðaráætlun 44.000.000 kr. 100,00% 67.692 kr. Útboð 1. verkáfanga gagnveitu á Seltjarnarnesi:** Bjóðendur Tilboð Hlutfall af áætlun Kostnaður á hús Ístak 174.348.443 kr. 272,42% 268.228 kr. Industria ehf. 199.605.301 kr. 311,88% 307.085 kr. Steypustál ehf. 199.627.500 kr. 311,92% 307.119 kr. Kostnaðaráætlun 64.000.000 kr. 100,00% 98.462 kr. *Tilboð opnuð 16. júní. **Tilboð opnuð 23. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.