Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 12
30. júní 2005 FIMMTUDAGUR Öfgasinnaðir gyðingar valda usla á Gaza: Efndu til illinda vi› ísraelska hermenn GAZA, AP Til átaka kom á milli öfga- fullra gyðinga sem leggjast gegn brottflutningi landnema af Gaza- ströndinni, ísraelskra hermanna og Palestínumanna í gær. Ólga vegna áforma Ísraels- stjórnar um að flytja landnema á brott af Gaza-ströndinni fer vax- andi en í gær skarst alvarlega í odda á milli þeirra sem harðast berjast gegn brottflutningnum og ísraelska hersins. Hópur ungra öfgasinnaðra gyðinga hafði lagt undir sig yfirgefið hús á Gaza en þegar hermenn rýmdu húsið í dög- un kom til nokkurra átaka. Síðar um daginn köstuðu öfga- mennirnir steinum í palestínska vegfarendur og færðust þeir í auk- ana þegar hermenn reyndu að skerast í leikinn. Einn Palestínu- mannanna liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fordæmdi rósturnar harð- lega í gær og sagðist mundu tala við öfgamenn með tveimur hrúts- hornum. Hörð viðbrögð hans þykja gefa til kynna að hann óttist að illindin muni aukast og stefna brottflutningnum í hættu. Þá ollu mótstöðumenn brott- flutningsins töfum á helstu um- ferðaræðum í Jerúsalem og Tel Aviv en mótmæli fóru þó friðsam- lega fram. ■ Bush tengir Íraksstrí›i› vi› árásirnar ellefta september George W. Bush var ómyrkur í máli í fljó›arávarpi sínu í fyrrinótt. Hann sag›i a› innrásin í Írak væri lykilatri›i í strí›inu gegn hry›juverkum og engin áform væru um a› kalla herli› Bandaríkjamanna heim. Fjármálaeftirlitið um sparisjóðsstjórnir: Eiga a› uppl‡sa um virkan hlut ÍRAK George W. Bush Bandaríkja- forseti reyndi í sjónvarpsávarpi sínu í fyrrinótt að sannfæra þjóð sína um að innrásin í Írak hafi ver- ið nauðsynlegur liður í stríðinu gegn hryðjuverkum. Skiptar skoð- anir eru um ágæti ræðunnar á al- þjóðavettvangi. Þegar ár er síðan Írakar fengu fullveldi sitt á nýjan leik hefur stuðningur við stríðsreksturinn dvínað umtalsvert í Bandaríkjun- um. Nýjustu kannanir sýna að ein- ungis þriðjungur Bandaríkja- manna telur að herir bandamanna séu að vinna stríðið, níu prósentu- stigum færri en í febrúar. Ávarpið sem Bush flutti úr her- stöðinni í Fort Bragg í Norður- Karólínu í fyrrinótt bar þess merki að hann tæki stöðuna í heimalandi sínu alvarlega og því reyndi hann að höfða til þjóðarinn- ar með því að tengja innrásina í Írak við hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. „Upphaf stríðs- ins má rekja til 11. september. Óvinum okkar mun takast ætlun- arverk sitt ef við gleymum þeirri lexíu sem við lærðum þá og skilj- um írösku þjóðina eftir í höndum Abu Musab al-Zarqawi og Mið- Austurlönd í höndum Osama bin Laden.“ Athygli vakti að Bush var ómyrkur í máli um hversu erfið staðan í Írak er. „Þegar fregnir berast af öllu þessu ofbeldi þá veit ég að Bandaríkjamenn spyrja sig hvort fórnirnar séu þess virði. Þær eru þess virði vegna þess að þær eru nauðsynlegar öryggis- hagsmunum lands okkar.“ Hann ít- rekaði hins vegar að hvorki væri til sérstök tímaáætlun um hvenær herinn yrði kallaður heim né væri á döfinni að fjölga hermönnum í Írak. Bush lýsti því ennfremur að til að ná fram sigri þyrfti bæði að styrkja hersveitir Íraka þar til þær gætu sjálfar séð um að tryggja öryggi landsmanna og að- stoða þá við að semja stjórnarskrá og halda kosningar. Helstu bandamenn Bandaríkj- anna voru ánægðir með ræðu Bush. Formælandi Ástralíustjórn- ar sagði að hún undirstrikaði nauðsyn þess að berjast fyrir frelsi og lýðræði. Í yfirlýsingu kínversku ríkisstjórnarinnar var þess hins vegar óskað að Írakar fengju raunverulegt sjálfstæði sem fyrst. Breski þingmaðurinn George Galloway fann ávarpinu flest til foráttu eins og við var að búast. „Allt sem þrjóska Bush hef- ur skilað er dauði fjölda fólks, bæði Íraka og annarra.“ Sjá síðu 24 sveinng@frettabladid.is VIÐSKIPTI Jóhannes Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykja- vík, segist ekki vita hvað Fjár- málaeftirlitið hafði undir höndum þegar það sendi út bréf til stofn- fjáreigenda í Sparisjóði Hafnar- fjarðar en hann telur líklegt að eftirlitið hafi fengið upplýsingar um að verið væri að safna saman mörgum hlutum. „Almenna reglan með fjármála- fyrirtæki er sú að þegar einhver ætlar að eignast virkan eignarhlut þá þarf samþykki Fjármálaeftir- litsins. En þar sem eigendaskipti á stofnfjárhlutum í sparisjóði eru háð samþykki stjórnar hans þá kemur málið kemur alltaf inn á borð stjórnar sparisjóðs og síðan er það hennar að koma upplýsing- um til stjórnvalda.“ Jóhannes telur að Fjármálaeft- irlitið gangi nokkuð hart fram í þessu máli við að kalla eftir upp- lýsingum um viðskipti á stofnfjár- bréfum. Hann bendir á að Fjár- málaeftirlitið hafi óskað eftir upp- lýsingum frá 20 stærstu hluthöf- unum í Íslandsbanka hvernig þeir hygðust beita atkvæðisrétti sín- um á aðalfundi bankans í mars. - eþa HARKA HLAUPIN Í SPILIÐ Til átaka kom á milli ungra öfgamanna og ísraelskra her- manna þegar hinir fyrrnefndu lögðu undir sig hús á Gaza-ströndinni í gær. Flytja varð nokkra á sjúkrahús. STJÓRN Á AÐ UPPLÝSA Jóhannes Sigurðsson telur að stjórn sparisjóðs eigi að upplýsa FME ef aðili óski eftir virkum eignarhluti. Þessu sé öðruvísi farið með önnur fjármálafyrir- tæki þar sem fyrst skuli leitað til FME. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N BUSH VEIFAR „Þegar fregnir berast af öllu þessu ofbeldi þá veit ég að Bandaríkjamenn spyrja sig hvort fórnirnar séu þess virði. Þær eru þess virði vegna þess að þær eru nauðsynlegar öryggishagsmunum lands okkar,“ sagði Bush í ávarpi sínu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.