Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 18
VOPNIN KVÖDD Ólögleg vopn sem lög- reglan í Kenýa gerði upptæk á undanförnu ári voru brennd á báli í gær í Nairóbí í gær. 18 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR Árekstur geimfars og halastjörnu: Hópur Íslendinga fylgist me› á Hawai STJÖRNUFRÆÐI Níu manna hópur ís- lenskra framhaldsskólanema ásamt kennurum er nú á leið til Hawaii þar sem þeir munu fylgj- ast með árekstri Deep Impact geimfarsins og halastjörnunnar Tempel 1. Hópurinn mun enn fremur taka þátt í rannsóknum í kjölfar árekstursins en hann hef- ur fylgst með undirbúningi hans í vetur. Áreksturinn verður á þjóðhá- tíðardegi Bandaríkjanna þann fjórða júlí. Geimfarið, sem er 370 kílógrömm, mun skella á hala- stjörnunni á tíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund sem er tí- faldur hraði byssukúlu. Orkan sem losnar við áreksturinn sam- svarar því að fimm tonn af dýnamíti séu sprengd og búast má við að gígur á stærð við Laugar- dalsvöll geti myndast. Vísindamenn NASA vonast til að við áreksturinn fái þeir betri hugmynd um efnasamsetningu halastjarna. Margir vísindamenn telja að vatn á jörðinni hafi upp- haflega komið frá þeim sem og ýmis lífræn efnasambönd. Árekstrar halastjarna og jarðar- innar í fyrndinni kunna að hafa ráðið úrslitum um þróun lífs á jörðinni. Stefnumót geimfarsins og halastjörnunnar verður 130 milljón kílómetra frá jörðu. - grs Útivist í Eyjafirði: Vegur á Kaldbak ÚTIVIST Kaupfélag Eyfirðinga og Grýtubakkahreppur hafa hvort um sig afhent samstarfshópnum Kaldbakur kallar hálfa milljón króna, en hópurinn ætlar að auð- velda útivistarfólki aðgengi að fjallinu Kaldbaki við austanverð- an Eyjafjörð. Á undanförnum árum hefur verið boðið upp á ferðir á Kaldbak í snjótroðara en til þess að auka aðgengi að fjallinu á að byggja veg frá Grenivík upp í Grenjárdal í sunnanverðum Kaldbaki. „Við vonumst til að geta tekið veginn í notkun í haust en fyrst þarf samstarfshópurinn að finna vegstæði, gera kostnaðará- ætlun og fjármagna verkefnið,“ segir Guðný Sverrisdóttir, sveit- arstjóri Grýtubakkahrepps. Guðný segir vinsældir Kald- baks sem útivistarsvæðis fara vaxandi með hverju árinu, ekki síst meðal skíða-, göngu- og vélsleðafólks. „Margir halda því fram að aflíðandi hlíð Kaldbaks sé lengsta og skemmtilegasta skíða- brekka landsins en snjór er leng- ur í hlíðum Kaldbaks en í mörgum öðrum fjöllum við Eyjafjörð,“ segir Guðný. - kk Forstöðumenn ríkisstofnana: Veikindin flóknust LAUNAMÁL Forstöðumenn ríkis- stofnana telja sig helst þurfa að leita sérfræðiaðstoðar til skýr- ingar á kjarasamningum þegar kemur að launagreiðslum vegna veikindaleyfa starfsmanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem starfsmannaskrif- stofa fjármálaráðuneytisins gerði meðal forstöðumanna. Annað sem vefst helst fyrir forstöðumönnum eru tryggingar og launasetningar. Það sem vafð- ist minnst fyrir þeim var hvern- ig skyldi útfæra vaktavinnu og laun á ferðalögum. - bþg Við höfum opnað nýja og glæsilega fiskbúð í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði. Við bjóðum gæðahumar sem er sérstaklega flokkaður fyrir þig. Einnig svigna borðin undan öðru fiskmeti og tilbúnum fiskréttum – ferskum á hlaðborði hafsins. Þegar rennt er austur fyrir fjall, í sumarbústaðinn eða útileguna, er tilvalið að koma við hjá okkur. Góð veisla byrjar hjá okkur, því við erum í leiðinni. HUMARBÚÐIN - HLAÐBORÐ HAFSINS SUNNUMÖRK 2, 810 HVERAGERÐI SÍMI 483 3206 OPNUNARTÍMI MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA............. FÖSTUDAGA....................................... LAUGARDAGA.................................... 11:00 - 18:30 11:00 - 19:30 12:00 - 16:00 VERSLUNARMIÐSTÖÐIN SUNNUMÖRK VIÐ ÞJÓÐVEG NR. 1 HUMAR ALVÖRU & ANNAÐ FISKMETI ka ld al jó s 2 0 0 5 Í ÚTILEGUNA EÐA BÚSTAÐINN ! RÉTT FYRIR ÁREKSTURINN Þessi teiknaða mynd sýnir geimskipið Deep Impact og hala- stjörnuna. Vonast er til að gígurinn verði nógu djúpur til að kjarni halastjörnunnar sjáist FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Í HLÍÐUM KALDBAKS Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, með Grenivík í baksýn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.