Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 18
VOPNIN KVÖDD Ólögleg vopn sem lög-
reglan í Kenýa gerði upptæk á undanförnu
ári voru brennd á báli í gær í Nairóbí í
gær.
18 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Árekstur geimfars og halastjörnu:
Hópur Íslendinga
fylgist me› á Hawai
STJÖRNUFRÆÐI Níu manna hópur ís-
lenskra framhaldsskólanema
ásamt kennurum er nú á leið til
Hawaii þar sem þeir munu fylgj-
ast með árekstri Deep Impact
geimfarsins og halastjörnunnar
Tempel 1. Hópurinn mun enn
fremur taka þátt í rannsóknum í
kjölfar árekstursins en hann hef-
ur fylgst með undirbúningi hans í
vetur.
Áreksturinn verður á þjóðhá-
tíðardegi Bandaríkjanna þann
fjórða júlí. Geimfarið, sem er 370
kílógrömm, mun skella á hala-
stjörnunni á tíu þúsund kílómetra
hraða á klukkustund sem er tí-
faldur hraði byssukúlu. Orkan
sem losnar við áreksturinn sam-
svarar því að fimm tonn af
dýnamíti séu sprengd og búast má
við að gígur á stærð við Laugar-
dalsvöll geti myndast.
Vísindamenn NASA vonast til
að við áreksturinn fái þeir betri
hugmynd um efnasamsetningu
halastjarna. Margir vísindamenn
telja að vatn á jörðinni hafi upp-
haflega komið frá þeim sem og
ýmis lífræn efnasambönd.
Árekstrar halastjarna og jarðar-
innar í fyrndinni kunna að hafa
ráðið úrslitum um þróun lífs á
jörðinni. Stefnumót geimfarsins
og halastjörnunnar verður 130
milljón kílómetra frá jörðu. - grs
Útivist í Eyjafirði:
Vegur á Kaldbak
ÚTIVIST Kaupfélag Eyfirðinga og
Grýtubakkahreppur hafa hvort
um sig afhent samstarfshópnum
Kaldbakur kallar hálfa milljón
króna, en hópurinn ætlar að auð-
velda útivistarfólki aðgengi að
fjallinu Kaldbaki við austanverð-
an Eyjafjörð. Á undanförnum
árum hefur verið boðið upp á
ferðir á Kaldbak í snjótroðara en
til þess að auka aðgengi að fjallinu
á að byggja veg frá Grenivík upp
í Grenjárdal í sunnanverðum
Kaldbaki. „Við vonumst til að geta
tekið veginn í notkun í haust en
fyrst þarf samstarfshópurinn að
finna vegstæði, gera kostnaðará-
ætlun og fjármagna verkefnið,“
segir Guðný Sverrisdóttir, sveit-
arstjóri Grýtubakkahrepps.
Guðný segir vinsældir Kald-
baks sem útivistarsvæðis fara
vaxandi með hverju árinu, ekki
síst meðal skíða-, göngu- og
vélsleðafólks. „Margir halda því
fram að aflíðandi hlíð Kaldbaks sé
lengsta og skemmtilegasta skíða-
brekka landsins en snjór er leng-
ur í hlíðum Kaldbaks en í mörgum
öðrum fjöllum við Eyjafjörð,“
segir Guðný.
- kk
Forstöðumenn ríkisstofnana:
Veikindin
flóknust
LAUNAMÁL Forstöðumenn ríkis-
stofnana telja sig helst þurfa að
leita sérfræðiaðstoðar til skýr-
ingar á kjarasamningum þegar
kemur að launagreiðslum vegna
veikindaleyfa starfsmanna.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
könnunar sem starfsmannaskrif-
stofa fjármálaráðuneytisins
gerði meðal forstöðumanna.
Annað sem vefst helst fyrir
forstöðumönnum eru tryggingar
og launasetningar. Það sem vafð-
ist minnst fyrir þeim var hvern-
ig skyldi útfæra vaktavinnu og
laun á ferðalögum.
- bþg
Við höfum opnað nýja og glæsilega fiskbúð
í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði.
Við bjóðum gæðahumar sem er sérstaklega flokkaður
fyrir þig. Einnig svigna borðin undan öðru fiskmeti og
tilbúnum fiskréttum – ferskum á hlaðborði hafsins.
Þegar rennt er austur fyrir fjall, í sumarbústaðinn eða
útileguna, er tilvalið að koma við hjá okkur. Góð veisla
byrjar hjá okkur, því við erum í leiðinni.
HUMARBÚÐIN -
HLAÐBORÐ HAFSINS
SUNNUMÖRK 2,
810 HVERAGERÐI
SÍMI 483 3206
OPNUNARTÍMI
MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA.............
FÖSTUDAGA.......................................
LAUGARDAGA....................................
11:00 - 18:30
11:00 - 19:30
12:00 - 16:00
VERSLUNARMIÐSTÖÐIN
SUNNUMÖRK VIÐ ÞJÓÐVEG NR. 1
HUMAR
ALVÖRU
& ANNAÐ FISKMETI
ka
ld
al
jó
s
2
0
0
5
Í ÚTILEGUNA EÐA BÚSTAÐINN !
RÉTT FYRIR ÁREKSTURINN Þessi teiknaða mynd sýnir geimskipið Deep Impact og hala-
stjörnuna. Vonast er til að gígurinn verði nógu djúpur til að kjarni halastjörnunnar sjáist
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Í HLÍÐUM KALDBAKS Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri
KEA, með Grenivík í baksýn.