Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 26
Útbreiddur er sá mis-
skilningur að nokk sama
sé hvar bílalán sé tekið
þegar kaupa skal nýjan
bíl. Séu tilboð lánsfyrir-
tækja borin saman kemur
í ljós að kostnaðarmunur
getur skipt hundruðum
þúsunda króna.
NEYTENDUR Munur á lánskostnaði
vegna bílalána við kaup á nýjum
fólksbíl hjá sex stærstu lánafyrir-
tækjunum getur samkvæmt könn-
un Fréttablaðsins numið hundruð-
um þúsunda og margborgar það
sig fyrir þá sem eru í slíkum hug-
leiðingum að vanda valið og gera
samanburð áður en kaup eiga sér
stað.
Í dæmi blaðsins var ákveðið að
kanna kostnað við kaup á nýjum
Toyota Avensis, sem verðlagður
er á 2.340.000 krónur frá umboð-
inu. Mesti munur á tilboðum
lánsfyrirækjanna reyndist vera
tæpar 220 þúsund krónur, eins og
sést á meðfylgjandi töflu.
Þar sem umrædd fyrirtæki
bjóða ekki öll þann kost að lána
fyrir öllu kaupverðinu var miðað
við að kaupandi borgaði innborg-
un upp á 585 þúsund krónur og
lánsupphæðin því 1.755.000 sem
eftir stæði. Öll fyrirtækin nema
SP Fjármögnun og Frjálsi fjár-
festingarbankinn bæta kostnaði
strax við þá fjárhæð og eftir að
annar kostnaður, vextir og þóknun
bætast ofan á fæst út heildarláns-
kostnaður fyrir lántakandann. Sé
sú upphæð að fullu greidd á kaup-
andinn bíl sinn skuldlausan með
öllu.
Fyrir lán til bílakaupa að upp-
hæð 1.755.000 krónur er dýrast að
versla við Glitni og kostar lánið
þar 603 þúsund krónur. SP Fjár-
mögnun kemur best út og býður
sama lán fyrir 385 þúsund krónur.
Þessi mikli munur á fyrirtækj-
unum skýrist að mestu af mis-
munandi kostnaði sem hvert
fyrirtæki leggur á hvert lán fyrir
sig. Stimpilgjöld, stofngjöld, þing-
lýsingargjöld og þóknun hvers
fyrir sig er misjöfn og ber að taka
fram að ekkert tillit er tekið til
ýmissa frádráttarpakka sem flest
fyrirtækin bjóða. Er lánskostnað-
ur þá lækkaður sé lántakinn þegar
í viðskiptum við fyrirtækin eða
hafi hug á slíku í leiðinni. Er
þannig hægt að spara 15-20 þús-
und krónur í viðbót við þær upp-
hæðir sem fram koma í töflunni.
Tekið skal fram að þeir
söluaðilar sem rætt var við hjá
viðkomandi lánastofnunum bentu
allir á þann möguleika að taka
bílasamning fremur en bílalán
enda væri það í flestum eða öllum
tilfellum hagkvæmara fyrir
kaupendur. albert@frettabladid.is
26 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Neysluútgjöld íslenskra heimila jukust
um rúm 50 prósent á sjö ára tímabili
frá 1995 til áranna 2000 til 2002
samkvæmt ítarlegri rannsókn á út-
gjöldum heimilanna í landinu sem
Hagstofa Íslands stóð fyrir. Voru niður-
stöður þeirra rannsóknar bornar sam-
an við aðra slíka úttekt sem gerð var
árið 1995.
Margt athyglisvert kemur þar fram.
Fjölskyldumynstur og heimilisgerð
hefur breyst talsvert hin síðari ár. Rúm
34 prósent íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu 2002 voru hjón eða sambýlisfólk
með börn en fjöldi einhleypra á sama
svæði var litlu minni, tæp 30 prósent.
Tæplega 80 prósent allra í landinu
búa í sínu eigin húsnæði.
Sjónvarpstæki eru á 97 prósentum
íslenskra heimila og fer þeim fjölgandi
sem nota fleiri en eitt tæki. Voru til að
mynda rúm fimm prósent heimila
með fleiri en fjögur sjónvarpstæki árið
2002.
Ísskápar eru reyndar algengustu heim-
ilistæki á Íslandi. Slíkan skáp má finna
á 98,9 prósentum allra heimila. Önn-
ur tæki sem ómissandi þóttu á flest-
um heimilum fyrir þremur árum voru
heimasími, þvottavél, myndbandstæki,
bíll og farsími í þessari röð. Miðað við
öra þróun og tækjaæði landsmanna
má búast við að farsíminn sé nú til á
mun fleiri heimilum auk þess sem
tölvur hvers konar eru að öllum lík-
indum mun algengari en þær voru
árið 2002.
-aöe
Neysla eykst miki› milli ára
ÚTGJÖLD HEIMILANNA
HÚSBÍLAFLOTINN
> FJÖLDI SKRÁÐRA NÝRRA HÚSBÍLA
hagur heimilanna
ÚTSALAN
ER BYRJUÐ
Kringlan S. 568 6211
Skóhöllin Hafnarfirði S. 555 4420
Glerártorg, Akureyri S. 461 3322
20
-50
%
AF
SL
ÁT
TU
R
Lífsaugað
Þriðjudagskvöld 22-24
NÝJAR REGLUR UM RÉTT FLUGFARÞEGA
» Erfiðara að neita farþegum um far
Flugfélög þurfa nú að ná samningum við farþega um greiðslu áður en vísað er frá.
Ef neyðst er til að vísa farþegum frá eru flugfélög skaðabótaskyld.
Sé ferð frestað eða brottför tefst lengur en fimm tíma á farþegi rétt á endurgreiðslu.
» Bótaréttur farþega
Þegar farþega er neitað um sæti sitt.
Endurgreiðsla fargjalds falli flug niður.
Bætur komi til ef flugi seinkar um fjóra tíma eða minna í stöku tilfellum
Neytendasamtökin:
Falleinkunn
Akureyringa
NEYTENDUR Verslanir í miðbæ Akur-
eyrar fá falleinkunn hjá Neytenda-
samtökunum fyrir slæmar verð-
merkingar sínar í búðargluggum
en lög kveða á um að allar slíkar
vörur skuli verðmerktar.
Aðeins 36 prósent verslana í
höfuðstað Norðurlands þóttu vera
með góðar merkingar en fjöldi
verslana hafði litlar eða alls engar
merkingar. Til samanburðar leiddi
könnun í Kringlunni í Reykjavík í
ljós að rúm 70 prósent verslana
þar inni framfylgdu lögum þess-
um til fullnustu. - aöe
NEYTENDUR Flugfélagið Iceland Ex-
press auglýsir þessa dagana
hversu auðvelt og ódýrt það sé að
fljúga til London með félaginu og
taka þátt í þeim fjölmörgu
menningar- og tónlistarhátíðum
sem þar eiga sér stað. Auglýsir IE
þar þar lægstu mögulegu verð
félagsins sem eru að mestu
uppseld langt fram á haust.
Að sögn Samkeppnisstofnunar er
líklegt að auglýsingarnar brjóti á
bága við lög en skýrt er kveðið á
um í lögunum að óheimilt sé að
auglýsa verð sem ekki standast
þegar til kemur.t - aöe
ÓDÝRT KVEÐIÐ Þau fargjöld sem Iceland
Express augýsir þessa dagana bjóðast ekki
fyrr en í haust og vetur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
Iceland Express:
Villandi augl‡singar
Hundra›a flúsunda króna
munur á bílalánum
Glitnir
Frjálsi fjárfestingarb.
Tryggingamiðstöðin
SP Fjármögnun
Sjóvá-Almennar
Lýsing
2.340.000
2.340.000
2.340.000
2.340.000
2.340.000
2.340.000 585.000 1.848.793
1.755.000
1.783.110
1.755.000
1.829.535
1.876.745
585.000
585.000
585.000
585.000
585.000
6%
6%
6%
6%
6%
6%
603.555
534.950
585.676
385.660
486.666
535.968
26.961
27.261
28.996
26.848
26.723
27.,273
2.358.555
2.289.950
2.340.676
2.140.660
2.241.666
2.290.968
MISMUNANDI BÍLALÁN VEGNA KAUPA Á BIFREIÐ
Kaupverð Innborgun Vextir Meðalgr. Heildargr. Lántökukostn.Lánsupphæð
2000
2001
2002
2003
2004
2005
32
39
64
107
171
132
ÁRLEG MEÐALNEYSLA Á
HVERT HEIMILI Í HÖFUÐ-
BORGINNI 2000-2002
Matur og drykkjarvörur 550 þús.
Áfengi og tóbak 138 þús.
Föt og skór 215 þús.
Húsnæði, hiti og rafmagn 774 þús.
Heilsugæsla 135 þús.