Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 56
30. júní 2005 FIMMTUDAGUR > Við furðum okkur á ... ... því að framkvæmdastjóri KSÍ skuli ekki taka á máli Tryggva Bjarnasonar, sem traðkaði viljandi á andstæð- ingi. Myndirnar af atvikinu tala sínu máli og það ber að refsa leikmönnum fyrir slíkan fautaskap sem á aldrei að sjást á vellinum. KSÍ sendir út röng skilaboð með því að taka ekki á málinu og það ekki í fyrsta sinn. Heyrst hefur ... ... að Hafnarfjarðarmafían sé svo örugg um sigur FH í Landsbankadeildinni að hún sé byrjuð að vinna í íslenskri rokk- útgáfu af hinu sívinsæla lagi Queen „We Are the Champions“ sem síðan eigi að spila í ræmur á sigurhátíðinni. sport@frettabladid.is 36 > Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í vinnslu blaðsins um daginn að Kristinn Jakobsson var sagður dómari á leik Fram og Keflavíkur. Hið réttara er að þann leik dæmdi Eyjólfur Krist- insson og hann fékk 6 í einkunn fyrir sinn fyrsta leik í efstu deild. Ólafur Gottskálksson var í gær dæmdur í ótímabundi› leikbann fyrir a› neita a› taka lyfjapróf. Enska knattspyrnusambandi› vill setja Ólaf í alheimsbann frá knattspyrnu. Ólafur er fyrsti knattspyrnu- ma›urinn á Englandi sem mætir ekki í lyfjapróf sí›an Rio Ferdinand skrópa›i á sínum tíma. Ólafur neitaði að taka lyfjapróf FÓTBOLTI Ólafur lét sig hverfa frá Englandi í kjölfarið og hefur félag hans Torquay ekkert heyrt frá honum síðan. Ólafur verður í leik- banni þar til hann mætir fyrir dóm aganefndar enska knatt- spyrnusambandsins. Ekki er talið líklegt að Ólafur geri það enda vissu Bretarnir ekki í gær hvar hann væri niðurkominn. Ólafur er staddur á Íslandi og hefur verið að leika með liði í utandeildinni síðustu vikur. Ólafur hefur verið í herbúðum enska 2. deildarliðsins Torquay United og hann er fyrsti leikmað- urinn í Englandi sem er dæmdur í bann eftir að settar voru á lagg- irnar nýjar reglur um lyfjamál. Ástæða þess að Bretarnir breyttu reglunum er mál Rios Ferdinand en hann fékk sem kunnugt er átta mánaða keppnisbann á sínum tíma fyrir að mæta ekki í lyfja- próf. Pakkaði saman og yfirgaf svæðið „Leikmennirnir voru á æfinga- svæðinu þegar lyfjaeftirlitið mætti í janúar,“ sagði Michael Bateson, stjórnarformaður Tor- quay, við breska fjölmiðla í gær. „Ólafur bað um að sjá lista yfir þau efni sem voru á bannlista og spurði hvað myndi gerast ef hann greindist jákvæður af einhverju þeirra. Þegar hann fékk að vita um afleiðingarnar sagðist hann neita að taka prófið. Pakkaði sam- an, yfirgaf æfingasvæðið og við sáum hann aldrei aftur. Við reynd- um að hringja í hann og skrifa honum bréf en hann svaraði aldrei. Hann flutti út úr íbúðinni sinni og hreinlega hvarf. Hann átti stórglæsilega kærustu og skildi hana líka eftir. Í sannleika sagt held ég að hann hafi ekki verið að nota eitur- lyf. Hann var í vandræðum með öxlina á sér og ef hann var að taka eitthvað þá var það eflaust tengt öxlinni á honum.“ Það sem meira er hefur enska knattspyrnusambandið farið fram á við alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, að Ólafi verði mein- að að leika knattspyrnu alls staðar í heiminum og hans bíður án nokk- urs vafa að minnsta kosti átta mánaða keppnisbann fari svo að hann mæti einhvern tímann fyrir rétt hjá aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins. Ekki náðist samband við Ólaf í gær. henry@frettabladid.is Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður KR, fékk að líta rauða spjaldið í viður- eign liðsins gegn Val á mánudagskvöld. Hann hefði með réttu átt að vera rekinn af velli í fyrri hálfleiknum þegar hann traðkaði á lærinu á Matthíasi Guðmunds- syni, sóknarmanni Vals. Ólafur Ragnars- son, dómari leiksins, refsaði Tryggva þó ekki fyrir atvikið og KSÍ segist ekki geta refsað honum eftir á. „Dómarinn var ör- ugglega með augun á þessu umrædda atviki því boltinn var þarna við. Dómarinn og hans samstarfsmenn hljóta að hafa séð þetta atvik og metið sem svo að ekki væri um refsivert brot að ræða, hann getur varla verið að horfa á eitthvað annað því boltinn var þarna í þessu atviki,“ sagði Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ. Málið er því ekki í neinu ferli innan KSÍ. „Myndavélar geta sýnt fram á að dómarinn hafi gert rangt eða rétt en dómararnir sjá um að dæma og þeir sáu atvikið og dæmdu eftir sinni upplifun. Sá dómur er því endanlegur. Dómarinn þarf að taka ákvörðun á ör- skotsstundu og það getur vel verið að honum finnist þetta alvarlegra eftir að hafa séð þetta í sjónvarpinu. Hann er í þessari erfiðu stöðu að sjá þetta bara einu sinni og þarf að taka ákvörðun strax,“ sagði Geir, en þær reglur gilda að ekki megi nota sjónvarpsupptökur til þess að dæma menn brotlega eftir á, reyndar með undantekningum. „Það er eiginlega bara eitt dómstig í fótboltanum, þessi sekúnda sem dóm- arinn hefur til að taka ákvörðun. Það er endanlegt. Sjónvarpsupptökur hafa verið notaðar þegar leikmönnum hefur tekist að brjóta af sér þegar dómarinn sér ekki til, þá er leyfilegt að nota þær,“ sagði Geir Þorsteinsson. TRAÐKAÐI Á ANDSTÆÐINGI: EKKERT HÆGT AÐ GERA Í MÁLINU SEGIR FRAMKVÆMDASTJÓRI KSÍ Tryggva ekki refsa› fyrir fautaskapinn HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 1 2 3 Fimmtudagur JÚNÍ ■ ■ LEIKIR  19.15 Þróttur og Valur mætast á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla.  19.15 FH og Fram mætast á Kaplakrikavelli í Landsbankadeild karla.  20.00 Keflavík og Grindavík mætast á Keflavíkurvelli í Lands- bankadeild karla.  20.00 HK og Þór mætast á Kópavogsvelli í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn endursýnt fjórum sinnum frá kvöldinu áður.  15.45 Álfukeppnin á Sýn. Úrslitaleikur Argentínu og Brasilíu. (e)  19.10 Kraftasport á Sýn. Sterkasti maður Íslands.  19.40 Landsbankadeildin á Sýn. Keflavík – Grindavík. (b)  22.00 Olíssport á Sýn.  23.10 Fótboltakvöld á RÚV.  23.15 Landsbankadeildin á Sýn. Keflavík – Grindavík. (e) Nýliðavalið í NBA-deildinni: Bucks valdi Bogut KÖRFUBOLTI Hið árlega nýliðaval í NBA-deildinni fór fram í fyrri- nótt, þar sem Milwaukee Bucks átti fyrsta valrétt. Liðið ákvað að fara öruggu leiðina í valinu og tók ástralska miðherjann Andrew Bogut frá Utah-háskólanum. Bogut er leikmaður sem mun strax verða liðinu mikill styrkur og vonast Bucks til að geta byggt lið sitt í kringum hann á næstu árum. Atlanta tók áhættu og valdi hinn unga framherja Marvin Williams frá Norður-Karólínuhá- skólanum, en hann þykir vera lík- legastur manna til að verða stór- stjarna í deildinni. Utah fékk Deron Williams frá Illinois- háskólanum fyrir þriðja valrétt- inn og fær þar leikstjórnandann sem liðið vantaði svo sárlega, rétt eins og New Orleans Hornets, sem fékk Chris Paul frá Wake Forest fyrir fjórða valréttinn. - bb Mateja Kezman: Chelsea haf›i ekki trú á mér FÓTBOLTI Serbneski sóknarmaður- inn Mateja Kezman, sem í gær gekk til liðs við Atletico Madrid frá Chelsea, segir að þeir blá- klæddu hafi aldrei haft trú á sér. „Það voru tuttugu félög sem vildu fá mig vegna hæfileika minna. Ég skil ekki af hverju Chelsea hafði ekki þessa trú á mér. Allir aðrir virðast halda að ég hafi burði til þess að verða einn af bestu framherjum heims,“ sagði Kezman í gær, en hann skor- aði aðeins fjögur deildarmörk fyrir Chelsea á síðasta tímabili eftir að hafa komið frá PSV, þar sem hann skoraði 105 mörk á fjór- um leiktíðum. - vig Tímamót í ítalskri knattspyrnusögu: Zola leggur skóna á hilluna FÓTBOLTI Einn ástsælasti knatt- spyrnumaður Ítala fyrr og síðar, Gianfranco Zola, tilkynnti í gær að hann væri hættur að leika fót- bolta, viku fyrir 39 ára afmælis- dag sinn. Zola, sem sló fyrst í gegn með Napoli, þegar hann var látinn taka við af sjálfum Diego Armando Maradona, og Parma á Ítalíu, lék í sjö ár með Chelsea í Englandi eftir að hafa komið þangað frá Parma fyrir 4,5 millj- ónir punda árið 1996. Þrátt fyrir að hafa yfirgefið félagið til að enda ferilinn með liði Cagliari á Ítalíu verður hann ávallt í guðatölu á meðal stuðn- ingsmanna Chelsea og er hans minnst sem einhvers vinsælasta leikmanns í sögu félagsins. Á sín- um ferli með Chelsea skoraði Zola 80 mörk og hjálpaði félaginu til að vinna sex titla. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun en ég fann fyrir sterkri þrá til að helga mig hlutum sem ég hef vanrækt á síðustu árum,“ sagði Zola er hann greindi fjöl- miðlum frá ákvörðun sinni og mátti sjá á kappanum að ákvörðunin hafði tekið á. Zola var verðlaunaður með OBE-orðunni í Róm árið 2004 fyr- ir ómetanlegt starf í þágu fótbolt- ans. - vig GIANFRANCO ZOLA Átti frábæra leiktíð með Cagliari í fyrra og höfðu forráða- menn þar á bæ gert sér vonir um að Zola myndi spila eitt ár til viðbótar. FERILLINN Á ENDA? Knattspyrnuferill Ólafs Gottskálkssonar er væntanlega á enda eftir að enska knattspyrnusambandið dæmdi hann í ótímabundið bann í gær. Líklegt er að Ólafi verði meinað að leika knattspyrnu í öllum löndum heimsins. Ólafur sést hér í leik með Grindavík gegn Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 Ti lboðsverð 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.