Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 62
42 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Það skal viðurkennt.
Simon Le Bon var
aldrei minn maður.
Það var eitthvað við
hann sem mér þótti
ekki nógu gott, að
minnsta kosti ekki
fyrir mig. Sem mikill
Duranisti átti ég mér þó minn mann.
Nú er hann kominn til landsins.
Heldur tónleika í kvöld og ég kemst
ekki til þess að segja honum að ég
hafi alltaf elskað hann. Jafnvel þótt
hann hafi alltaf verið pínu lúðalegur.
Jafnvel þó svo hann hafi verið ná-
unginn sem fyrst gekk úr skaftinu
og var því upphafið af upplausn
hljómsveitarinnar. Jafnvel þótt
hann hafi kosið sveitalíf með eigin-
konunni fram fyrir glamúrinn, eða
kannski þess vegna, þó aldrei hafi
verið hægt að saka mig um mikla
sveitarómantík.
Feimni dökkhærði strákurinn á
bak við trommurnar, var minn mað-
ur. Roger Taylor – úhhh. Fékk mig til
að kikna í hnjánum á mínum ung-
lingsárum og þá hefði ég allt gert til
þess að komast í námunda við hann.
Nú nenni ég ekki að reyna að hafa
fyrir því að skipta um vaktir til að
komast á hljómleikana. Mun bara
sitja í mínum stól og skelli svo bara
Duran diskunum í tækið þegar heim
kemur. Syng með fullum hálsi; „
Some people call it a one night
stand, but we can call it paradise.“
Svona textar eru enn skrifaðir, en
ekki af jafnmiklum töffurum og
Duraninu.
Þeir voru þarna fleiri í bandinu
en Simon og Roger. Nick Rhodes, á
hljómborðinu, sannarlega lífgaði
upp á allar umræður um hljómsveit-
ina. En hans nærvera var alltaf að-
eins of mikil til að vera „sætasti
strákurinn.“ John Taylor var alltof
mikill töffari til að vera mín týpa, og
ekki skánaði það eftir að hann flutti
til Bandaríkjanna til að búa til kvik-
myndatónlist. Þá varð hann svona
Kaliforníutöffari, sem bara gerir
ekkert fyrir mig. Andy Taylor var
svona varaskeifa. Ef ég gæti ekki
gifst Roger Taylor, þá kæmi Andy
alveg til greina. Nú er eiginlega al-
veg útséð með að ég giftist hvorug-
um. Þess vegna er ég ekki alveg að
missa mig, þó töffarar unglingsára
minna séu loksins komnir til Íslands.
STUÐ MILLI STRÍÐA
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR RIFJAR UPP TÖFFARA UNGLINGSÁRANNA
Roger, ég elska þig!
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Einn, tveir,
þrír, fjórir,
fimm og SEX!
Og sjö, átta,
níu, TÍU!
Ég er svo klikkaður,
klikkaður, klikkaður!!
Haralduuuur!
Núna springa
þeir!
Elsku Stan-
islaw minn,
Ég held við séum
búnir að finna lykil-
inn að ánægjuríku
sumarfríi.
Þú meinar lykil-
inn að „engu“?
Já, og nóg
af því.
Hvað er
nú þetta?!
Þetta er
vélmenna-
hundur.
Af
hverju??
Af því að hann geltir
ekki, nagar ekki dótið
manns, étur ekki rusl
né eyðileggur
húsgögn.
Hvaða gagn
er þá að
honum??
Mamma, hvort
ætti ég að vera í
bláu eða rauðu
peysunni?
Ég veit það
ekki....mér
finnst þær
báðar fínar.
Þú mátt
ráða, veldu
bara.
Hmm...
allt í lagi, ég
vel rauðu.
Veldu
aftur.