Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 63

Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 63
FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 Starfsfólk IGS á Keflavíkurflug- velli sem var á næturvakt í fyrri- nótt fékk heldur betur óvæntan næturgest þegar sjálfur Bruce Springsteen mætti á svæðið í einkaþotu sinni. Flugvél hans millilenti hér á landi þar sem hún var sennilega að koma frá Berlín þar sem Bruce spilaði 28. júní en kappinn hefur verið á tónleika- ferðalagi um Evrópu í júnímán- uði. Tónleikaferðin er nokkuð óvenjuleg þar sem hún er óraf- mögnuð en Springsteen er að fylgja eftir plötu sinni Devils & Dust Ekki voru neinir stjörnustælar í Bruce Springsteen heldur rabb- aði hann við starfsfólkið um heima og geima. Springsteen brá sér síðan frá og vinur hans spurði starfsfólkið hvort það vildi ekki hlusta á goðið. Ekki stóð á svarinu enda í hópnum miklir Springsteen aðdáendur. Hann tók ein sex lög fyrir starfsmennina í lounge-her- berginu, þeirra á meðal Down by the River, sem er eitt þekktasta lag Springsteen. Hann spurði loks starfsfólkið hvað væri dæmigert fyrir Íslendinga að drekka og borða. Ekki stóða á svarinu: Há- karl og brennivín. freyrgigja@frettabladid.is SPRINGSTEEN OG BONO Bruce Springsteen er enginn venjulegur rokkari heldur allt að því lifandi goðsögn. Hér er hann ásamt söngvara U2 í New York nýverið. BRUCE MEÐ GÍTARINN Springsteen tók fram gítarinn óumbeðinn og spilaði ein sex lög fyrir starfsfólk IGS, þeirra á meðal Down by the River Starfsfólk IGS: Fengu óvænta tónleika Springsteen spila›i og söng á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.