Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 72
52 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Frá því að Antony kom fram á
sjónarsviðið fyrir átta árum hefur
hróður hans farið ört vaxandi. Á
þessu ári hefur hann tekið mikið
stökk en í febrúar kom út önnur
plata hans, I’m a Bird Now, sem
gagnrýnendur hafa keppst við að
hefja upp til skýjanna.
Antony, sem er klæðskiptingur,
hefur hreint út sagt magnaða rödd
og tónleikar Antony and The
Johnsons þykja sannkallað augna-
og eyrnakonfekt. Því hlýtur það
að teljast fagnaðarefni að lista-
maður sem er að klífa upp á
stjörnuhimininn skuli koma til Ís-
lands á leið sinni þangað.
Hræddur við flugurnar
Hæ, hvernig hefurðu það?
„Ég hef það nokkuð gott. Við
gistum á einhverju draugahóteli
sem var eitt sinn geðsjúkrahús,“
segir Antony afar hress með
dýpri rödd en ég átti von á. „Þetta
var hryllilegt. Það voru svo marg-
ar flugur í nótt að ég þorði varla
að fara að sofa. Ég var svo hrædd-
ur um að þær myndu fljúga upp í
munninn á mér,“ segir hann og
hlær roknahlátri. „Það var skilti
þarna fyrir utan þar sem stóð
„ræningjar eru oft á ferli á þessu
svæði“. Síðan voru vændiskonur
að lemja á hurðir og glugga hót-
elsins að reyna að komast inn.“
Þetta hljómar eins og í hryllings-
mynd?
„Þannig var þetta einmitt,“
segir hann og hlær aftur.
Eruð þið ekki í Bretlandi um þess-
ar mundir?
„Jú, við höfum verið á tónleika-
ferð í sex til sjö vikur. Það hefur
gengið mjög vel og við höfum
skemmt okkur vel.“
Þið voruð nýlega að spila í Queen
Elizabeth’s Hall. Hvernig var sú
upplifun?
„Já, við vorum þar og á tónleik-
um til heiðurs Patti Smith. Það var
mjög gaman.“
Ertu aðdándi Patti Smith?
„Ó, já. Við fórum að sjá hana
um daginn og hún tók alla Horses-
plötuna. Það var frábært.“
Hún er víst á leiðinni til Íslands og
ætlar líka að spila á Nasa.
„Er það virkilega? Það er
flott.“
Allir eiga fjölskyldu innra með sér
Um hvað ertu að syngja á nýju
plötunni?
„Um hvað er ég að syngja?
Bara um mismunandi hluti, hluti
sem hafa áhrif á mig, aðdáendur
mína, sögur, goðsagnir og ýmis-
legt sem vekur áhuga minn.“
Hefurðu áhuga á goðsögnum?
„Já, undanfarið hef ég hugsað
mikið um hvernig allir eiga fjöl-
skyldu innra með sér, móður, föð-
ur, strák, stelpu, barn og um mis-
munandi erkitýpur. Ég hef verið
að hugsa um hvernig samræðurn-
ar eru mismunandi á milli þessa
fólks og hluti af plötunni fjallar
um þetta. Hún fjallar mikið um
umskipti og hvernig við tökum að
okkur mismunandi hlutverk í líf-
inu.“
Lærifaðirinn Lou Reed
Þú vinnur með virtum listamönn-
um á borð við Lou Reed, Boy Geor-
ge, Devendra Banhart og Rufus
Wainwright á nýju plötunni. Áttu
þér einhverja óskasamstarfsmenn
í framtíðinni?
„Ég hef hugsað dálítið um það.
Mig langar að taka upp plötur fyr-
ir aðra listamenn. Það er nokkuð
sem ég gæti hugsað mér í framtíð-
inni. Annars hjálpuðu mér margir
á plötunni og það gerði verkefnið
enn mikilvægara fyrir mig.“
Hefurðu ekki spilað mikið með
Lou Reed?
„Ég fór í heimsreisu með hon-
um árið 2003 og við tókum upp
plötur saman (The Raven og
Animal Serenade). Hann er mjög
góður vinur minn og hálfgerður
lærifaðir. Hann er mjög vitur og á
hverjum degi lærir maður eitt-
hvað nýtt af honum. Hann kemur
fram með mjög áhugaverðar hug-
myndir.“
Ég hef heyrt að fólk úr goth-heim-
inum fíli tónlistina þína. Hvað
finnst þér um það?
„Ég hef ekki tekið eftir miklu
af goth-liði á tónleikum hjá mér
en samt kemur fólk af öllum toga
á tónleikana mína; eldra fólk,
yngra fólk og bara allur skalinn,
sem er mjög gott mál. Ég hef séð
eitthvað af goth-liði og þá aðallega
í Þýskalandi. Það virðist vera
meira um það þar. En þaðan sem
ég kem er ekkert um goth.“
Hverjir eru áhrifavaldar þínir í
tónlistinni?
„Otis Redding, Marc Almond,
Kate Bush, ég bara veit það ekki.
Hver sem er eiginlega. Jimmy
Scott líka.“
Spenntur fyrir Íslandi
Hversu lengi ætlið þið að dvelja
hér á landi?
„Við verðum hérna í nokkra
daga. Ég er svo spenntur að ég get
ekki beðið,“ segir hann og nánast
skríkir af spenningi. „Á fólk ekki
hesta þarna? Hvað gera hestarnir
þegar það er myrkur?“ Blaðamað-
ur stendur á gati og vindur sér
fljótlega í næstu spurningu.
Ég hef heyrt að þið séuð frábær á
tónleikum. Lofarðu gæsahúð fyrir
íslenska áheyrendur á Nasa?
„Lofa ég gæsahúð,“ segir Ant-
ony og hlær dátt. „Ég skal sér-
staklega lofa þér gæsahúð. Ég
skal koma með hana í litlum kassa
fyrir þig.“
Nýturðu þess að spila á tónleikum?
„Það er það skemmtilegasta
sem ég geri. Ætlar þú ekki á tón-
leikana?“ Þegar blaðamaður svar-
ar því neitandi spyr Antony ákveð-
inn og nánast mógaður hvers
vegna ekki. „Ja, ég er að fara að
spila fótbolta í Aserbaídsjan,“
svara ég. „Í Evrópukeppninni.“
„Það er svooo sexý,“ segir Ant-
ony þá með sinni flauelsmjúku
rödd og blaðamaður veit varla
hvaðan á sig stendur veðrið. „Ég
trúi þessu ekki. Rútubílstjórinn
okkar er frá Aserbaídsjan,“ bætir
hann við.
„Já, er það?“ svara ég.
„Hann bjó þar,“ ansar Antony.
„Skilaðu kveðju til hans frá
mér,“ segi ég þá.
„Það skal ég gera. Heyrðu, ég
held við þurfum að hætta. Gangi
þér vel í boltanum.“
„Takk og gangi þér vel á Ís-
landi.“ ■
Með gæsahúð í litlum kassa
Bandaríski tónlistarma›urinn Antony
heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni,
The Johnsons, 11. júlí á Nasa. Tónleikarnir
eru li›ur í Evróputúr Antony og mun
honum ljúka hér á landi. Freyr Bjarna-
son sló á flrá›inn til kappans.
GORILLAZ Nýjasta plata Gorillaz, Demon
Days, hefur fengið mjög góðar viðtökur.
N‡tt smáskífu-
lag frá Gorillaz
Nýtt smáskífulag af annarri plötu
Gorillaz, Demon Days, er komið
út. Lagið heitir „Dare“ þar sem
ólátabelgurinn Shaun Ryder úr
hljómsveitinni Happy Mondays er
sérlegur gestur.
Demon Days hefur selst í 1.800
eintökum síðan hún kom út hér á
landi 23. maí, sem verður að telj-
ast mjög góður árangur. Fyrsta
plata Gorillaz hefur selst í 3.000
eintökum en hún kom út í júní
2001. ■