Fréttablaðið - 30.06.2005, Side 75

Fréttablaðið - 30.06.2005, Side 75
Reggísveitin Hjálmar verður ein þriggja hljómsveita sem hita upp fyrir bandaríska rapparann Snoop Dogg á tónleikum hans í Egilshöll 17. júlí. Á morgun verður síðan til- kynnt hverjar hinar sveitirnar verða. Hjálmar, sem hefur aðeins verið starfandi í rúmt ár, hefur í nógu að snúast á næstunni. Á morgun spilar sveitin á Live 8- tónleikunum í Hljómskálagarðin- um ásamt fleiri íslenskum lista- mönnum og 21. júlí, eða þremur dögum eftir tónleikana með Snoop Dogg, spila Hjálmar á tónleikahá- tíðinni G-Festival í Færeyjum ásamt öðrum skandinavískum hljómsveitum. Í október spilar sveitin á Iceland Airwaves-hátíð- inni á Nasa, rétt eins og í fyrra. ■ STUÐMENN Stuðmenn eiga lagið Halló, halló, halló á plötunni Sumarpartí. Safnplatan Sumarpartí er komin út. Á plötunni, sem er tvöföld, er að finna fjörutíu vinsæl lög frá sjöunda og áttunda áratugnum, diskó-tímabilinu og þekkta ís- lenska sumarsmelli frá liðnum árum. Á meðal laga á plötunni eru Crazy Little Thing Called Love, Sódóma, You Sexy Thing, The Final Countdown, Farin, Sumarið er tíminn, Nostradamus og Halló, halló, halló. ■ Sumarpartíi› er hafi› Hjálmar hita upp fyrir Snoop HJÁLMAR Hljómsveitin Hjálmar heldur uppi sjóðheitri reggí-stemmningu fyrir tón- leika rapparans Snoop Dogg. Courtney Love, fyrrum söngkona hljómsveitarinnar Hole, er komin aftur í sviðsljósið eftir stormasamt ár. Hún mætti á frumsýningu í Los Angeles nýlega og var algjörlega búin að breyta um ímynd en líklegt þykir að það sé í kjölfar dómsskip- unar þess efnis að hún verði að taka líf sitt í gegn. Hún er í sókn í kvik- myndabransanum og hefur hreppt hlutverk klámmyndastjörnunnar Lindu Lovelace í væntanlegri kvik- mynd um Deep Throat. Á undanförnum mánuðum hefur hún oftsinnis komist í kast við lögin og meðal annars þurft að sitja nám- skeið í reiðistjórnun vegna ítrek- aðra líkamsárása. Hún missti um tíma forræði yfir dóttur sinni Francis Bean en hana átti hún með eiginmanni sínum heitnum, Kurt Cobain. ■ Courtney Love tekur sig í gegn ROKKPÍA Courtney hefur farið mjög illa með sjálfa sig á eiturlyfjum og villtum lífstíl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.