Fréttablaðið - 30.06.2005, Side 80

Fréttablaðið - 30.06.2005, Side 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR TRAUST ELDHÚSTÆKI SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 BT stórútsölubæklingur fylgir blaðinu í dag ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 85 20 06 /2 00 5 Komdu í verslun Og Vodafone, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is fyrir nánari upplýsingar og skráningu í Og1. Ég hringi heim til allra, ég næ Kalla í gemsanum og hringi til Binnu í Köben. Allt þetta á 0 kr. HEIMASÍMI Og1 lækkar verulega kostnað heimila sem eru með GSM áskrift, Heimasíma og Internet hjá Og Vodafone. Kynntu þér einnig ávinninginn fyrir GSM og Internet. Mánaðargjald í Heimasíma er 1.340 kr. 0 kr. 0 kr. 0 kr. 500 mínútur á mánuði í alla heimasíma innanlands. 120 mínútur á mánuði úr heimasíma á Íslandi í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Þú heldur áfram að að tala við GSM vin fyrir 0 kr. í 60 mínútur á dag. innanlands vinur í útlöndum í GSM vin Slúður hefur verið mér ofar-lega í huga, í ljósi atburða, síðustu daga. Ég á það nefnilega til að baktala fólk og slúðra. Ég get stundum verið eins og versta kjaftakelling. Ég missi mig og eft- ir á skammast ég mín. Mér líður eins og ég hafi étið fimm kókos- bollur. Ég þarf virkilega að beita mig hörðu og vanda mig til að halda aftur af mér. Í BANDARÍKJUNUM við- gengst andstyggileg slúðurblaða- mennska af verstu hugsanlegu gerð. Þar er frægt fólk miskunnar- laust hundelt af siðlausum blaða- ljósmyndurum sem reyna að ná eins lágkúrulegum og tvíræðum myndum og hægt er. Þar eru líka teknar myndir af fólki úr leyni. „Eins gott fyrir þig að sofa hjá mér því annars nauðga ég þér bara.“ Íslensk blöð og tímarit hafa í mörg ár fengið þessar myndir lánaðar og birt þær samviskulaust. Og enginn hefur kvartað. Við höfum smjattað lengi á holdafari og persónulegu lífi ríka og fræga fólksins í útlönd- um undir því yfirskini að við séum að lesa fréttir. En munurinn á frétt og slúðri er eins og munurinn á erótík og klámi. Slúðurblaða- mennska er ofbeldi. SLÚÐURBLAÐAMENNSKA er engin nýlunda á Íslandi. Þetta gengur bara lengra og lengra og er að verða eins og í útlöndum. Slúðurblöð seljast því þau höfða til okkar lægstu hvata; hnýsni, öf- undar, meinfýsi, ótta, mannfyrir- litningar og reiði. Það er mann- fyrirlitning í fjölmiðlum á Íslandi. Mér dettur í hug fréttaflutningur af Michael Jackson, sem yfirleitt er uppnefndur og hæddur. Af hverju má níðast á útlendingum en ekki Íslendingum? VIÐ ÞURFUM EKKI að vera hissa. Við höfum samþykkt þetta og tekið þátt í þessu. Við erum hluti af vandamálinu. Við þurfum að sýna öllu fólki virðingu, ekki bara sumu fólki. Það er svo auð- velt að þvo hendur sínar og hneykslast á öðrum. En við erum öll sek. Það erum við sjálf sem þurfum að taka ábyrgð á okkar eigin skítlega eðli. Baráttan gegn slúðri fer ekki fram í fjölmiðlum heldur inni á heimilunum og í hjarta hvers manns. Ég get ekki breytt öðru fólki. Ég get bara breytt sjálfum mér. Og það langar mig til að gera. Ég ætla að hætta að taka þátt í slúðri og baktali. Slúður er ekkert sniðugt. JÓNS GNARR BAKÞANKAR Slú›ur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.