Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 4

Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,3 65,62 113,55 114,11 78,16 78,6 10,472 10,534 9,747 9,805 8,291 8,339 0,5788 0,5822 94,27 94,83 GENGI GJALDMIÐLA 19.07.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,7154 4 20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Kópa- vogi hefur yfirheyrt mann sem grunaður er um dreifingu lista með nöfnum vændiskvenna á netinu. Sextán ára stúlka hefur einnig verið yfirheyrð en grunur leikur á því að maðurinn hafi fengið af- not af reikningi hennar til þess að taka við greiðslu fyrir listana. Manninum var sleppt að lokn- um yfirheyrslum í fyrradag og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert framhald málsins verður að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögreglu- þjóns í Kópavogi. „Verið er að skoða málið í ljósi framburða þessara tveggja vitna sem búið er að yfirheyra og verður ákvörðun um framhald málsins tekin í kjölfarið.“ Talið er að maðurinn hafi not- fært sér tvo einkamálavefi til að koma listunum í dreifingu. Ver- ið er að rannsaka vefina en Frið- rik Smári segir ekkert hægt að staðfesta að svo stöddu um þeirra þátt. Maðurinn er grunaður um brot á hegningarlögum sem varða milligöngu vændis en brot á þeim geta varðað allt að fjög- urra ára fangelsi. - ht A›ger›asveitir settar til höfu›s öfgastefnum Tony Blair hitti forystumenn breskra múslima í gær og bo›a›i í kjölfari› til stofnunar a›ger›asveita sem uppræta eiga „illa hugmyndafræ›i“. BRETLAND Eftir fund sinn með for- kólfum breska múslimasamfé- lagsins boðaði Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mann- anna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönn- um, athafnamönnum, mennta- frömuðum og klerkum. Leiðtog- um stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræð- unum loknum sagði Blair að að- gerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslim- ar eru fjölmennir og uppræta „illa hugmyndafræði“ byggða á skrumskælingu íslams með því að „sigra hana með rökum og skynsemi“. Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið „ágætis- æfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóð- félagsstéttum í að hlusta hver á annan“. Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélag- inu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bret- landi og hann tók þátt í blaða- mannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lund- únum og kváðust þeir Blair sam- mála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðju- verkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjár- mögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmann- anna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. „Allt sem þurfti var sprengi- efni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lest- ir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd,“ segir Loretta Napoleoni, höfund- ur bóka um hryðjuverk. sveinng@frettabladid.is FARYADI ZARDAD Rændi og pyntaði: Tuttugu ára fangelsisvist DÓMSMÁL Sakadómur Lundúnaborg- ar dæmdi í gær Faryadi Zardad, 42 ára stríðsherra frá Afganistan, í 20 ára fangelsi. Zardad var fundinn sekur í fyrradag fyrir mannrán og pynting- ar en hann hafi tekið í eigin hendur stjórn stórs svæðis á milli Kabúl og Jalalabad. Mörg fórnarlambanna voru mánuðum saman í gíslingu og þeim hafði verið misþyrmt hrotta- lega meðan á vistinni stóð. Þetta er í fyrsta sinn sem dæmt er fyrir slík brot í öðru landi en því sem þau voru framin og hvorki ger- andinn né fórnarlambið eru ríkis- borgarar í landinu þar sem dóm- stóllinn starfar. ■ NEYÐARLÖG SETT Í SUÐRINU Ríkisstjórnin í Taílandi hefur sett á neyðarlög í þremur héruðum í suðurhluta landsins en sam- kvæmt þeim er yfirvöldum heim- ilt að hneppa mann í varðhald án ákæru og ritskoða fjölmiðla. Átök hafa geisað á svæðinu á milli stjórnarhersins og íslamskra þjóðfrelsishópa undanfarið hálft annað ár og hafa 900 manns fallið í þeim átökum. MJÓLKURSALA EYKST Mjólkursala hefur aukist um tvö prósent síð- asta árið að því er fram kemur á vef Landsambands kúabænda. Mest aukning er í sölu á drykkjar- skyri, rjóma og ostum auk smjörs. Fiskvinnslan Suðurnes: Ræ›a framtí› fyrirtækisins FISKVINNSLA Eigendur fiskvinnslu- fyrirtækisins Suðurness í Reykja- nesbæ komu til landsins frá Hollandi í gærkvöld til að ræða framtíð fyrirtækisins við for- svarsmenn þess hér á landi. Að sögn Stefaníu Valgeirsdótt- ur framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins verður dagurinn í dag tekinn í að ræða við starfsfólk um stöðu mála. Hún segir starfsfólk sitt eiga mikla virðingu skilda. Framtíð fyrirtækisins ræðst væntanlega fyrir vikulok. - oá JÖKULFELL Björgunarþyrla þótti koma seint á vettvang þegar það sökk. Jökulfellsrannsóknin: fiyrla 80 mín- útum of sein FÆREYJAR Þyrla hefði getað komið á vettvang klukkutíma og tuttugu mínútum fyrr en raun bar vitni þegar flutningaskipið Jökulfell sökk út af Færeyjum í febrúar. Þetta er niðurstaða óháðra sér- fræðinga frá Norsk Veritas sem telja að senda hefði átt þyrluna mun fyrr á vettvang. Útvarp Föroya greindi frá þessu. Sex skipverjar fórust þegar Jökulfellinu hvolfdi. Meira en tvær klukkustundir liðu frá því að neyðarkall barst áður en björgun- arþyrla frá Sjóbjörgunarstöðinni í Færeyjum fór af stað. - grs Keppt verður í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf (hámark 24). Glæsileg verðlaun verða fyrir 1. - 3. sæti í höggleik og fyrir 1.-5. sæti í punktakeppni. Þá verða nándarverðlaun á fyrstu og níundu braut, verðlaun fyrir lengsta drive á þriðju og dregið úr skorkortum í mótslok. Ræst verður út á milli kl 8-10 og svo 12-14. Skráning á golf.is eða í síma 858-8837 Kristmann. Skráningu lýkur kl. 21:00 föstudaginn 22. júlí. Minningarmót um fyrrum félaga okkar, Davíð Helgason verður haldið á Ekkjufellsvelli næstkomandi laugardag 23/7 TAÍLAND LANDBÚNAÐUR VEÐRIÐ Í DAG Sjávarútvegsráðuneytið: Minna veitt af kolmunna SJÁVARÚTVEGUR Íslensk skip mega veiða 590.000 lestir af kolmunna á þessu ári að því er sjávarútvegsráð- herra ákvað í gær. Kvóti ársins verður því 123.000 lestum minni en árið 2004 að því er segir í fréttatil- kynningu frá ráðuneytinu. Ákvörðun um heildarkvóta árs- ins er tekin í ljósi ráðlegginga um mikilvægi þess að minnka sókn í kolmunna. Einnig tekur hún mið af veiðistöðvun Norðmanna og við- brögðum Evrópusambandsins og Færeyja við henni. Ekki hefur náðst samkomulag um veiðar og skipt- ingu kolmunnakvóta en vonast er til þess að tilslakanir ríkjanna geti hreyft við samningagerð. - ht M YN D /A P KÓPAVOGUR Lögreglan í Kópavogi yfir- heyrði í fyrradag mann sem grunaður er um dreifingu lista með nöfnum vændiskvenna. Lögregla hefur einnig yfir- heyrt sextán ára gamla stúlku sem talin er tengjast málinu. Lögreglan í Kópavogi yfirheyrði mann og unga stúlku: Gruna›ur um a› selja vændislista VIÐ DOWNINGSTRÆTI 10 Hamid Karzai, forseti Afganistans, hitti Tony Blair í gær. Fundur þeirra snerist þó helst um fíkniefnaframleiðsluna í heimalandi Karzai og baráttuna við uppreisnarmenn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P 04-05 19.7.2005 21:37 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.