Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 35
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2005 13
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
2
89
38
07
/2
00
5
Er einhver í þínu fyrirtæki
sem heldur að skást sé best?
Metsölutölvuleikurinn Grand
Theft Auto: San Andreas er
sagður innihalda leyniklámborð.
Hollenskur tölvunjörður full-
yrðir að hægt sé að hala niður
viðbót við leikinn á netinu sem
geri notandanum kleift að láta
persónur í leiknum hafa kynmök.
Leikurinn gengur út á að
setja sig í spor meðlima of-
beldisklíka í Los Angeles og er
markmiðið að vinna sig upp
innan undirheima borgarinnar.
Grand Theft Auto er bann-
aður innan sautján ára í Banda-
ríkjunum, en yfirvöld hyggjast
rannsaka málið og er ekki ólík-
legt að aldurstakmarkið verði
hækkað að lokinni rannsókn.
Gæti það komið niður á sölu á
leiknum en hann hefur nú þegar
selst í milljónum eintaka um
allan heim.
Leikurinn er framleiddur af
Rockstar-tölvuleikjaframleið-
andanum og segjast yfirmenn
fyrirtækisins ekkert af kynlífs-
senunum vita, en hyggjast þó
sýna yfirvöldum samstarfsvilja.
Hollenski tölvunjörðurinn
Patrick Wildenborg fann klám-
borðið fyrstur manna en segir
þó að líklega sé um mistök að
ræða: „Þetta er eitthvað sem
hefur verið í tilraunaútgáfu af
leiknum en síðan átt að taka út.“
Málið hefur valdið miklu
fjaðrafoki í Bandaríkjunum og lá
öldungardeildarþingmaðurinn
Hillary Clinton ekki á sinni
skoðun: „Það leikur enginn vafi
á því að tölvuleikir sem snúast
um ofbeldi og kynlíf gera for-
eldrum erfiðara um vik að ala
upp börn sín.“ -jsk
Skynfærin senda okkur
misvísandi skilaboð þeg-
ar kemur að makavali,
samkvæmt nýrri rann-
sókn. Áður hafði verið
sýnt fram á að lyktar-
skynið laðar okkur að
fólki sem hefur ólíka
genasamsetningu. Nú
hefur komið í ljós að
kvenfólk laðast frekar að
andlitsfalli karlmanna
með svipaða genasam-
setningu.
Ríkjandi kenning segir
fólk reyna með öllum
ráðum að forðast úr-
kynjun og velji því maka með
sem allra ólíkasta gena-
samsetningu, með því
móti verði afkvæmin heil-
brigð og hraust.
Claus Wedekind sem
fór fyrir rannsókninni
segir þó niðurstöðurnar
ekki kollvarpa þeirri
kenningu: ,,Makaval verð-
ur líklega í tveimur fösum,
fyrstu kynni byggja á út-
liti en síðan er það lyktin
sem ræður.“
Wedekind telur að
þannig megi útskýra til-
hneigingu Bandaríkja-
manna til að giftast fólki
af sama kynþætti. -jsk
Skemmtanafíklar þurfa ekki
lengur að örvænta er kemur að
vali á skemmtistöðum því nú er
hægt að fá upplýsingar um þá
tónlist sem spiluð er á hverjum
stað fyrir sig í gegnum farsíma.
Tæknin er hönnuð af nem-
endum við háskólann í Sheffield
og kallast, geMuse. GeMuse-
tæknin er ætluð notendum þriðju
kynslóðar farsíma og lenti í öðru
sæti í hönnunarkeppni Microsoft
sem haldin var í Bretlandi á dög-
unum.
,,Þetta er alger bylting fyrir
stuðbolta. Nú þarf fólk ekki
vappa á milli klúbba heldur er
hægt að hala niður sýnishorni af
þeirri tónlist sem í boði er og
velja þann stað sem spilar tónlist
við manns hæfi“, sagði Nicola
Walton einn hönn-
uðana. -jsk
Kynlífssenur í GTA
Metsölutölvuleikur er sagður innihalda leyniklámborð.
Málið hefur valdið fjaðrafoki í Bandaríkjunum og hefur
ólíklegasta fólk tjáð sig um leikinn.
FRÁ SAN ANDREAS Fundist hafa leyniklámborð í Grand Theft Auto. Yfirvöld hafa hafið
rannsókn og til greina kemur að hækka aldurstakmark notenda.
Pöbbarölt úrelt
ALLT Í GEMSANN Skyldi Vilhjálmur
prins vita að hægt er að velja sér
skemmtistað í gegnum gemsann?
MARILYN MON-
ROE Líklega myndu
fæstir karlmenn
fúlsa við Marilyn,
hvað sem genasam-
setningu líður.
Misvísandi skilaboð
Ný rannsókn segir makaval verða í tveimur
fösum. Fyrst ráði útlitið en síðan lyktarskynið.
12-13 Markadur lesið 19.7.2005 16:13 Page 3