Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 35
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2005 13 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 89 38 07 /2 00 5 Er einhver í þínu fyrirtæki sem heldur að skást sé best? Metsölutölvuleikurinn Grand Theft Auto: San Andreas er sagður innihalda leyniklámborð. Hollenskur tölvunjörður full- yrðir að hægt sé að hala niður viðbót við leikinn á netinu sem geri notandanum kleift að láta persónur í leiknum hafa kynmök. Leikurinn gengur út á að setja sig í spor meðlima of- beldisklíka í Los Angeles og er markmiðið að vinna sig upp innan undirheima borgarinnar. Grand Theft Auto er bann- aður innan sautján ára í Banda- ríkjunum, en yfirvöld hyggjast rannsaka málið og er ekki ólík- legt að aldurstakmarkið verði hækkað að lokinni rannsókn. Gæti það komið niður á sölu á leiknum en hann hefur nú þegar selst í milljónum eintaka um allan heim. Leikurinn er framleiddur af Rockstar-tölvuleikjaframleið- andanum og segjast yfirmenn fyrirtækisins ekkert af kynlífs- senunum vita, en hyggjast þó sýna yfirvöldum samstarfsvilja. Hollenski tölvunjörðurinn Patrick Wildenborg fann klám- borðið fyrstur manna en segir þó að líklega sé um mistök að ræða: „Þetta er eitthvað sem hefur verið í tilraunaútgáfu af leiknum en síðan átt að taka út.“ Málið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum og lá öldungardeildarþingmaðurinn Hillary Clinton ekki á sinni skoðun: „Það leikur enginn vafi á því að tölvuleikir sem snúast um ofbeldi og kynlíf gera for- eldrum erfiðara um vik að ala upp börn sín.“ -jsk Skynfærin senda okkur misvísandi skilaboð þeg- ar kemur að makavali, samkvæmt nýrri rann- sókn. Áður hafði verið sýnt fram á að lyktar- skynið laðar okkur að fólki sem hefur ólíka genasamsetningu. Nú hefur komið í ljós að kvenfólk laðast frekar að andlitsfalli karlmanna með svipaða genasam- setningu. Ríkjandi kenning segir fólk reyna með öllum ráðum að forðast úr- kynjun og velji því maka með sem allra ólíkasta gena- samsetningu, með því móti verði afkvæmin heil- brigð og hraust. Claus Wedekind sem fór fyrir rannsókninni segir þó niðurstöðurnar ekki kollvarpa þeirri kenningu: ,,Makaval verð- ur líklega í tveimur fösum, fyrstu kynni byggja á út- liti en síðan er það lyktin sem ræður.“ Wedekind telur að þannig megi útskýra til- hneigingu Bandaríkja- manna til að giftast fólki af sama kynþætti. -jsk Skemmtanafíklar þurfa ekki lengur að örvænta er kemur að vali á skemmtistöðum því nú er hægt að fá upplýsingar um þá tónlist sem spiluð er á hverjum stað fyrir sig í gegnum farsíma. Tæknin er hönnuð af nem- endum við háskólann í Sheffield og kallast, geMuse. GeMuse- tæknin er ætluð notendum þriðju kynslóðar farsíma og lenti í öðru sæti í hönnunarkeppni Microsoft sem haldin var í Bretlandi á dög- unum. ,,Þetta er alger bylting fyrir stuðbolta. Nú þarf fólk ekki vappa á milli klúbba heldur er hægt að hala niður sýnishorni af þeirri tónlist sem í boði er og velja þann stað sem spilar tónlist við manns hæfi“, sagði Nicola Walton einn hönn- uðana. -jsk Kynlífssenur í GTA Metsölutölvuleikur er sagður innihalda leyniklámborð. Málið hefur valdið fjaðrafoki í Bandaríkjunum og hefur ólíklegasta fólk tjáð sig um leikinn. FRÁ SAN ANDREAS Fundist hafa leyniklámborð í Grand Theft Auto. Yfirvöld hafa hafið rannsókn og til greina kemur að hækka aldurstakmark notenda. Pöbbarölt úrelt ALLT Í GEMSANN Skyldi Vilhjálmur prins vita að hægt er að velja sér skemmtistað í gegnum gemsann? MARILYN MON- ROE Líklega myndu fæstir karlmenn fúlsa við Marilyn, hvað sem genasam- setningu líður. Misvísandi skilaboð Ný rannsókn segir makaval verða í tveimur fösum. Fyrst ráði útlitið en síðan lyktarskynið. 12-13 Markadur lesið 19.7.2005 16:13 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.