Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2005 MARKAÐURINN8
F R É T T A S K Ý R I N G
Um þessar mundir fagnar deCODE genetics
fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq-
markaðnum. Félagið varð þar með fyrsta ís-
lenska fyrirtækið sem fékk skráningu á erlend-
an hlutabréfamarkað. Saga fyrirtækisins und-
anfarin ár hefur verið þyrnum stráð. DeCODE
lenti strax í mikilli niðursveiflu sem náði til alls
fjármálamarkaðarins á Vesturlöndum en bitn-
aði hvað harðast á líftækni- og hátæknifyrir-
tækjum sem enn voru að þróa sínar afurðir og
hugmyndir. Því hefur þó tekist að sigla í gegn-
um öldusjó, landað mörgum samningum og
virðist vera á góðu flugi þessa dagana.
Fyrirtækið var skráð 19. júlí árið 2000 að
loknu tæplega 200 milljón dala útboði sem þá
jafngilti sautján milljörðum króna. Daginn
fyrir útboðið hafði Morgan Stanley Dean
Witter, fjárfestingarbankinn sem sá um út-
boðið, stækkað það um fimmtung. Útboðs-
gengið var 18 dalir á hvern hlut og nam mark-
aðsvirði deCODE þá um 61 milljarði króna á þá-
verandi gengi. Útboðið tókst glimrandi vel og
var eftirspurn 23-falt meiri en það sem í boði
var. Góðu tímarnir dugðu heldur skammt.
MIKLAR SVEIFLUR
Á fyrstu dögunum eftir að viðskipti hófust
hækkaði gengi félagsins hratt og fór hæst yfir
30 dali á hlut. Þá var markaðsvirði félagsins
orðið 90 milljarðar króna. Gengið hélst lengi vel
á bilinu 25- 28 dalir á hlut eða fram á haust.
Skellurinn kom seinni part árs en á tveggja
mánaða tímabili, frá nóvember til loka árs,
lækkaði gengi deCODE um helming, úr 20 döl-
um á hlut í tíu.
Á árinu 2001 sveiflaðist verðið frá sjö dölum
til tíu en árið eftir tók það stóra dýfu. Þegar líða
tók á árið fór verðið jafnt og þétt lækkandi.
Lægsta lokagengi deCODE var 1,66 dalir á hlut
20. september árið 2002. Hafði þá verðmæti
þess lækkað um 90 prósent frá skráningunni á
Nasdaq í júlí árið 2000.
Árið 2003 var sérlega hagstætt fyrir hlut-
hafa fyrirtækisins. Félagið hækkaði um 350
prósent frá byrjun árs til ársloka. Síðasta eina
og hálfa árið hefur verðið verið sveiflast eins
og oft áður frá genginu fimm til tíu. Frá ára-
mótum er hækkunin 22 prósent en sá sem
keypti hlut í deCODE í byrjun apríl hefur náð
um 70 prósent ávöxtun. Markaðsvirði deCODE
stendur nú í 34 milljörðum króna sem er svipað
og verðmæti FL Group þar sem Hannes Smára-
son, fyrrum aðstoðarforstjóri deCODE, ræður
ríkjum. Fjárfestar þurfa því að vera kjarkaðir
til þess að ráðast í fjárfestingu í deCODE, enda
um áhættufjárfestinu að ræða. Bréfin hækka
og lækka hratt.
AFMÆLINU FAGNAÐ
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða-
greiningar, opnar Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn
í New York á miðvikudaginn. Tilefnið er að
fimm ár eru liðin frá því að deCODE genetics
var skráð á hlutabréfamarkað þar vestra. Ekki
ber Kári í bjöllu eins og margir hafa séð þegar
viðskipti hefjast með félag í kauphöllinni í New
York heldur ýtir hann á takka. Er það viðeig-
andi þar sem um er að ræða tæknifyrirtæki á
Nasdaq. Að því loknu skrifar hann nafn sitt á
rafrænt eyðublað. Áður en þetta gerist heldur
Kári stutta tölu og að athöfninni lokinni verður
myndskeið um fyrirtækið sýnt nokkrum sinn-
um á risaskjá á turni Nasdaq við Time Square
það sem eftir lifir dagsins. Skógafoss verður
þar í aðalhlutverki og lögð áhersla á yfirvegaða
framrás fyrirtækisins, sem er nokkuð úr takti
við öll blikkandi auglýsingaspjöldin í kring.
Verður athöfnin send um allan heim í gegnum
gervihnött og á vefsvæðinu nasdaq.com.
BREYTT ÁSÝND
Starfsemi deCODE hefur tekið miklum stakka-
skiptum og má segja að í dag sé félagið að
miklum hluta í lyfjaprófunum á ýmsum svið-
um. Lítið hefur farið fyrir hinum víðfræga
gagnagrunni og þeim rannsóknum sem honum
áttu að fylgja.
Í stuttu máli felst starfsemi deCODE í að
nota niðurstöður erfðarannsókna til að þróa og
koma á markað nýjum lyfjum við algengum
sjúkdómum. Vísindamenn fyrirtækisins hafa
einangrað fjölda erfðavísa sem eiga þátt í
mörgum stærstu heilbrigðisvandamálum hins
iðnvædda heims, allt frá hjarta- og æðasjúk-
dómum að krabbameini. Þekking á þessum
erfðavísum hefur leitt af sér skilgreiningu
lyfjamarka sem tengjast líffræðilegum orsök-
um fjölmargra algengra sjúkdóma. Vísinda-
menn fyrirtækisins vinna nú að lyfjaþróun í sjö
verkefnum og erfðarannsóknum á um fimmtíu
sjúkdómum.
DECODE HÆKKAR MIKIÐ
DeCODE hefur hækkað um hátt í 40 prósent frá
áramótum en þá var gengið rúmlega sjö. Á und-
anförnum þremur mánuðum hefur þó gengið
hækkað um rúmlega 70 prósent og eru nokkrar
ástæður fyrir því. Bæði sagði fyrirtækið frá já-
kvæðum fréttum í lyfjarannsóknum en einnig
kom jákvætt verðmat út á fyrirtækinu.
Fjármálafyrirtækið Piper Jaffray gaf út nýtt
verðmat á deCODE genetics í lok júní og segir
félagið vera 764 milljóna Bandaríkjadala virði.
Miða greiningaraðilar þá við að gengi félagsins
eigi að vera 14 dalir.
Gengi deCODE er tæpir 10 Bandaríkjadalir
á hlut. Það jafngildir að markaðsvirði deCODE
sé um 542 milljónir Bandaríkjadala eða 35
milljarðar íslenskra króna. Er það verð um 40
prósentum lægra en verðmiðinn sem starfs-
menn Piper Jaffrey setja á deCODE. Hefur fé-
lagið hækkað verulega frá byrjun apríl síðast-
liðins þegar gengi þess var 5,5 dalir á hlut.
Í verðmatinu segir að deCODE haldi áfram
að vera einn af bestu fjárfestingarkostunum að
mati fyrirtækisins. Sagt er frá helstu verkefn-
unum sem eru framundan en tekið fram að fjár-
festing í lyfjafyrirtæki feli alltaf í sér áhættu
og fyrirætlanir geti brugðist.
Eins og áður var getið hefur sagan undan-
farin fimm ár ekki verið dans á rósum. Mikill
taprekstur hefur einkennt öll rekstrarár
deCODE og hefur – ef eitthvað er – aukist síð-
ustu misserin. Stjórnendur félagsins hafa þó
oftast verið bjartsýnir og stæra sig ávallt af
áföngum, sem og áfangagreiðslum með reglu-
legu millibili.
Á síðasta ári nam tapið 57,3 milljónum
Bandaríkjadala eða um 3,5 milljörðum króna
samanborið við 35 milljarða dala tap árið áður.
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam tapið
tæpum einum milljarði króna sem var umfram
áætlanir stjórnenda. Tekjur voru einnig undir
markmiðum.
Gengi félagsins ræðst þó líklega meira af
sveiflum á gengi líftæknifyrirtækja almennt en
eigin rekstraráföngum. Einnig hafa jákvæðar
fréttir borist frá fyrirtækinu af ýmiss konar
byltingum á sviði læknisrannsókna sem vega
upp á móti sífelldum taprekstri.
deCODE fimm ára
Fimm ár eru liðin frá skráningu deCODE, fyrsta og til þessa eina íslenska fyrirtækisins sem hefur
verið skráð á bandarískan hlutabréfamarkað. Gengi félagsins hefur langt í frá staðið undir vænting-
um íslenskra fjárfesta en mikið æði og óbilandi bjartsýni ríkti áður en félagið var skráð. Eggert Þór
Aðalsteinsson og Dögg Hjaltalín skoða sögu félagsins og hvar það er statt í dag.
HÖFUÐSTÖÐVAR DECODE Þrátt fyr-
ir að félagið sé skráð í Bandaríkjunum
hafa höfuðstöðvar þess verið hér á
landi.
Stærstu hluthafar
í deCODE
Price Associates 12,0%
Kári Stefánsson 5,1%
Barclays Bank Plc. 4,1%
Eagle Asset Management, Inc. 1,8%
Citadel Limited Partnership 1,6%
Hambrecht & Puist Capital
Management, Inc. 1,5%
H&Q Healthcare Investors 1,5%
Price Internation Discovery Fund 1,4%
U.S. Bancorp 1,3%
Price Small-Cap Value Fund 1,3%
Munder 1,3%
Merrill Lynch Global Smallcap Fund 1,3%
First American Small Cap 1,3%
Ishares Nasdaq Biotechnology
Index Fund 1,2%
Axa 1,1%
*Heimild:Yahoo
▲
0
5
10
15
20
25
30
jú
lí.
2
00
0
ág
ús
t.
20
00
se
pt
em
be
r.
20
00
ok
tó
be
r.
20
00
nó
ve
m
be
r.
20
00
de
se
m
be
r.
20
00
ja
nú
ar
. 2
00
1
fe
br
úa
r.
20
01
m
ar
s.
2
00
1
ap
ríl
. 2
00
1
m
aí
. 2
00
1
jú
ní
. 2
00
1
jú
lí.
2
00
1
ág
ús
t.
20
01
se
pt
em
be
r.
20
01
ok
tó
be
r.
20
01
nó
ve
m
be
r.
20
01
de
se
m
be
r.
20
01
ja
nú
ar
. 2
00
2
fe
br
úa
r.
20
02
m
ar
s.
2
00
2
ap
ríl
. 2
00
2
m
aí
. 2
00
2
jú
ní
. 2
00
2
jú
lí.
2
00
2
ág
ús
t.
20
02
se
pt
em
be
r.
20
02
ok
tó
be
r.
20
02
nó
ve
m
be
r.
20
02
de
se
m
be
r.
20
02
ja
nú
ar
. 2
00
3
fe
br
úa
r.
20
03
m
ar
s.
2
00
3
ap
ríl
. 2
00
3
m
aí
. 2
00
3
jú
ní
. 2
00
3
jú
lí.
2
00
3
ág
ús
t.
20
03
se
pt
em
be
r.
20
03
ok
tó
be
r.
20
03
nó
ve
m
be
r.
20
03
de
se
m
be
r.
20
03
ja
nú
ar
. 2
00
4
fe
br
úa
r.
20
04
m
ar
s.
2
00
4
ap
ríl
. 2
00
4
m
aí
. 2
00
4
jú
ní
. 2
00
4
jú
lí.
2
00
4
ág
ús
t.
20
04
se
pt
em
be
r.
20
04
ok
tó
be
r.
20
04
nó
ve
m
be
r.
20
04
de
se
m
be
r.
20
04
ja
nú
ar
. 2
00
5
fe
br
úa
r.
20
05
m
ar
s.
2
00
5
ap
ríl
. 2
00
5
m
aí
. 2
00
5
jú
ní
. 2
00
5
jú
lí.
2
00
5
G E N G I S Þ R Ó U N D E C O D E
08-09 Markadur lesið 19.7.2005 16:07 Page 2