Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 12
12 20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Borgarbúar hafa getað skilið
regnkápur og -hlífar eftir heima
undanfarna daga því vart sést ský á
himni. Telst það til tíðinda eftir það
sem á undan er gengið.
Á sólríkum dögum flykkist fólk
út undir bert loft og eru mannlausar
svalir sjaldséðar. Ekki þykir verra
að geta tyllt sér niður á kaffihúsi og
fengið sér hressingu, hvort heldur
sem er heita eða kalda.
Auður Vilhjálmsdóttir, gengil-
beina á Kaffi Oliver, hefur vart und-
an við að bera veigar út á verönd, en
þar hópast gestir um leið og sést til
sólar. „Veröndin er hitapottur og
fólk er fljótt að drífa sig út og láta
sólina sleikja sig,“ segir Auður.
Flestir halda í hefðina og panta sér
kaffi en sumir fá sér öl eða hvítvín
þó að ekki sé langt liðið á daginn.
„Þeim fjölgar svo sem taka bjórinn
og vínið eftir því sem nær dregur
helginni,“ segir Auður, hress og kát
í amstri dagsins.
Sjálf er hún vitaskuld ánægð
þegar sólin skín og veitt er út á ver-
önd því þá kemst hún sjálf út í góða
veðrið.
- bs
Göngustafir seljast svo vel, að sögn
kaupmanna í útivistarverslunum,
að líkja má við æði. Má heita að
göngustafir séu orðnir almennings-
eign en stutt er síðan aðeins hörðust
fjallageitur áttu slíkan búnað í fór-
um sínum.
„Þetta er mjög vinsælt og flýgur
út,“ segir Bjarki Már Jóhannesson í
Útilífi og starfsbróðir hans í Inter-
sport Atli Þorvaldsson tekur í sama
streng.
Ungir sem aldnir hafa fest sér
göngustafi á undanförnum mánuð-
um og misserum og munda þá sem
mest þeir geta á fjöllum sem jafn-
sléttu.
Tvær gerðir göngustafa eru í
boði annars vegar kraftgöngustafir
eða stafgöngustafir og hins vegar
fjallgöngustafir. Kosta stafirnir frá
rúmum tvö þúsund krónum og upp í
um sex þúsund. -bþs
Við gengum úr súldinni í Mývatnssveit
inn í þokuna handan heiðanna í gær.
Dvöldum við góða stund við Goða-
foss og nutum þess að horfa á fljótið
steypast fram af bjargbrúninni. Þrátt
fyrir þokuna var sjónin tilkomumikil
enda magnað að fylgjast með kröftum
náttúrunnar í svo miklu návígi sem þar
er.
Á ferð okkar í gær gengum við fram
á kind sem lá í vegkantinum. Sáum við
eftir athugun að eitthvað bjátaði á og
kom í ljós að hún var fótbrotin. Létum
við bóndann á næsta bita vita og var
það mat hans að bíl hefði verið ekið á
ána. Er ljótt til þess að vita að öku-
menn slasi dýr en haldi för sinni áfram
án þess að huga að meiðslum eða láta
vita.
Á móti gladdi það okkur þegar
langferðabifreið stöðvaði hjá okk-
ur og út streymdu félagar í Félagi
eldri borgara. Spurðust þeir fyrir
um ganginn hjá okkur og styrktu
okkur svo um álitlega fjárhæð.
Í dag komum við til Akureyrar
og gera áætlanir ráð fyrir að við
verðum þar um fjögur. Fólk úr fé-
lögum fatlaðra og langveikra
barna á Norðurlandi ætlar að
hitta okkur við Leirunesti og
ganga með okkur eftir Drottning-
arbrautinni inn á Ráðhústorg.
Bæjarstjórnin ætlar líka að taka á
móti okkur og svo gistum við á
sjálfu Hótel KEA.
Meira seinna, Bjarki og Guðbrandur.
Akureyri, hér komum vi›!
HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI
nær og fjær
„Bókin var mjög fín en
fletta var samt ekki
besta bókin.“
ÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIR,
HARRY POTTER-AÐDÁANDI,
Í FRÉTTABLAÐINU.
„firátt fyrir mjög gó›a
frammistö›u Snoop
Dogg í fleim lögum sem
hann tók er varla hægt
a› kalla flessa tónleika
gó›a.“
HÖSKULDUR ÓLAFSSON
Í MORGUNBLAÐINU.
OR‹RÉTT„ “
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
GÖNGUSTAFIR Sprening hefur orðið í
sölu göngustafa.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EL
G
A
Íslendingar ganga við stafi:
Göngustafa-æ›i
Sólin skín í höfuðborginni:
Mannlausar svalir
sjaldsé›ar í borginni
VERÖNDIN Á OLIVER Fólk er fljótt út á góðviðrisdögum að láta sólina sleikja sig.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
12-13 Tilvera 19.7.2005 18:50 Page 2