Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 24
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Promens, sem áður kallaðist
Sæplast, hefur keypt Bonar
Plastics, dótturfélag Low and
Bonar fyrir rúma 2,9 milljarða
króna. Eftir kaupin verður fyrir-
tækið eitt stærsta iðnaðarfyrir-
tæki í eigu Íslendinga en það
þrefaldast að stærð við kaupin.
Promens er dótturfélag Atorku
Group.
„Við erum að stofna til mjög
stórs iðnfyrirtækis sem er með
starfsemi í átta löndum bæði
austan hafs og vestan. Áhætt-
unni verður því dreift á marga
staði. Með þessum kaupum er
verið að fara inn á ný svið. Við
erum að kaupa iðnfyrirtæki en
fyrirtækjakaup Íslendinga er-
lendis hafa hingað til miðast við
fjármála- eða verslunarfyrir-
tæki,“ segir Geir A. Gunnlaugs-
son, forstjóri Promens.
Bonar Plastics er ein af þrem-
ur einingum Low & Bonar sem
skráð er í Kauphöllinni í London.
Low & Bonar og er að fimmt-
ungs hluta í eigu Atorku. Bonar
Plastics sérhæfir sig í hverfis-
steyptum vörum úr plasti. Um
65 prósent af sölu félagsins eru
vörur sem framleiddar eru fyrir
aðra framleiðendur.
Gert er ráð fyrir því að velta
sameinaðs félags verði um 140
milljónir evra eða hátt í ellefu
milljarðar króna. Rekstrarhagn-
aður félagsins fyrir afskriftir og
skatta er áætlaður á bilinu tólf
og þrettán milljónir evra eða í
kringum milljarð. Starfsmenn
samstæðunnar verða um 1.250
og fer starfsemin fram í nítján
verksmiðjum í tólf löndum auk
söluskrifstofa í Hong Kong,
Kína og Víetnam.
Kaupin eru fjármögnuð með
hlutafé frá Atorku Group og lán-
tökum í bönkum.
Búist er við töluverðum sam-
legðaráhrifum í hinu sameinaða
fyrirtæki sem ásamt sterkri
markaðsstöðu félaganna og öfl-
ugum tæknigrunni gefur mögu-
leika áÝvexti meðal annars bæði
í Austur-Evrópu og Asíu. Geir
sér fyrir sér mikla möguleika á
innri vexti Promens. „Við
skoðum líka möguleika á ytri
vexti með frekari fyrirtækja-
kaupum.“
Gengi Atorku hækkaði um
meira en sjö prósent í Kauphöll-
inni í gær en Low & Bonar um
tæp þrjú prósent.
Vika Frá áramótum
Actavis Group -1% 6%
Bakkavör Group -1% 58%
Burðarás 1% 34%
Flaga Group 0% -22%
FL Group -4% 47%
Grandi -2% 2%
Íslandsbanki -1% 21%
Jarðboranir 0% 7%
Kaupþing Bank -1% 24%
Kögun 1% 26%
Landsbankinn 0% 43%
Marel -1% 18%
SÍF -1% -1%
Straumur 0% 27%
Össur 0% 3%
*Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2005 MARKAÐURINN2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Promens þrefaldast
Til verður eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins með starfsemi í tólf lönd-
um. Starfsmenn verða 1.250 talsins. Kaupverð um þrír milljarðar.
410 4000 | www.landsbanki.is
Við færum þér fjármálaheiminn
Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum
netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á
mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Kynntu þér málið á www.landsbanki.is
Ekki er enn komin niðurstaða í
athugun Fjármálaeftirlitsins á
meintum upplýsingaleka frá Act-
avis sam-
kvæmt upp-
l ý s i n g u m
M a r k a ð a r -
ins.
Viðskipti
með bréf fé-
lagsins voru
stöðvuð í Kauphöllinni 13. maí
síðastliðinn vegna gruns um að
jafnræðis gætti ekki meðal fjár-
festa. Páll Gunnar Pálsson, fyrr-
verandi forstjóri Fjármálaeftir-
litsins, sagði í kjölfarið að málið
væri í athugun hjá stofnuninni.
Grunur lék
á að upplýs-
ingar um
v æ n t a n l e g
kaup Actavis á
b a n d a r í s k u
samheitalyfja-
f y r i r t æ k i
hefðu lekið út. Stuttu síðar stað-
festi félagið að það væri langt
komið í viðræðum um kaup á fyr-
iræki, sem síðar varð raunin. – bg
„Sala SÍF hf. á Iceland Seafood
Corporation, dótturfélagi sínu í
Bandaríkjunum, til Sjóvíkur var í
samræmi við stefnumörkun fé-
lagsins þess efnis að leggja aðal-
áherslu á Evrópumarkað og
kældar afurðir,“ segir Jakob Sig-
urðsson, forstjóri SÍF-samstæð-
unnar. SÍF taldi sig fá verulega
gott verð við það að selja Iceland
Seafood Corporation, dótturfélag
í Bandaríkjunum, til Sjóvíkur og
voru eingöngu viðskiptaleg sjón-
armið í þágu hluthafa félagsins
sem réðu sölunni að sögn Jakobs.
Hann segir ennfremur að
koma Ólafs Ólafssonar, stjórnar-
formanns SÍF að sölunni, hafi
þar engu breytt um en Ólafur
kynnti hugmyndina að sölunni
fyrir stjórn fyrirtækisins og
hafði ekki frekari afskipti af
málinu.
Söluhagnaður SÍF af viðskipt-
unum við Sjóvík nam um átján
milljónum evra og fjárfesti við
sama tilefni um þrettán prósent í
Sjóvík. Fyrir stuttu leysti SÍF út
mikinn söluhagnað af bréfum í
Icelandic Group (SH) sem það
fékk í skiptum fyrir Sjóvíkur-
hlutinn þegar félögin sameinuð-
ust í maí síðastliðnum. Söluhagn-
aðurinn nam 5,5 milljónum evra
af 6,5 milljóna evra fjárfestingu.
- eþa
Stjórn SPH sendi nýtt bréf til
stofnfjáreigenda 7. júlí og hvatti
þá að svara bréfi Fjármálaeftir-
litsins (FME), sem dagsett var
24. júní, hið fyrsta. Áður hafði
stjórnin ákveðið að svara FME
fyrir hönd stofnfjáreigenda og
taldi að „FME [væri] komið út
fyrir valdheimildir þær sem
stofnunin hefur lögum sam-
kvæmt“. Tekið var fram í fyrra
bréfinu að hverjum og einum
stofnfjáreigenda væri í frjálst
vald sett að svara því. Hafði FME
samband við stjórn SPH og bað
hana um að senda nýtt bréf til
stofnfjáreigenda þar sem þeir
yrðu beðnir um að senda inn svör
til eftirlitsins þótt fresturinn
væri runninn út.
FME vildi kanna hjá stofnfjár-
eigendum hvort þeir hefðu fram-
selt stofnfjárhluti sína og áttu
þeir að svara í síðasta lagi 29.
júní.
Stofnfjáreigendafundur fer
fram á morgun þar sem meðal
annars verður rætt um nýtt
stjórnskipurit, starfslokasamn-
inga fyrrverandi stjórnenda,
hugmyndir um útrás sjóðsins og
viðskipti með stofnfjárbréf. - eþa
Sendi annað bréf til stofnfjáreigenda
Vildu kanna hvort stofnfjárhlutir hefðu verið seldir.
Actavis og Fjármálaeftirlitið:
Athugun ólokið
Salan var á viðskipta-
legum forsendum
SÍF leysti út mikinn gengishagnað við söluna á
Iceland Seafood og fjárfesting í Sjóvík var góð.
„Eitt skal yfir alla ganga“
Aldrei meira magn af kjúklingi hefur verið selt inn-
anlands júní og á þessu ári. Samkvæmt mánað-
aryfirliti Bændasamtakanna seldust rúm 555
tonn af alifuglakjöti í þessum
eina mánuði. Er það tæp 30 pró-
sent aukning miðað við sama
mánuð í fyrra. Frá apríl og
fram í júní seldust 1.587 tonn
og jókst salan þessa þrjá mán-
uði um 25 prósent.
Samkvæmt mælingum Hag-
stofunnar hefur verð á fuglakjöti
lækkað um 1,36 prósent frá ára-
mótum. Á meðan hefur verið á
svína- og lambakjöt hækkað um 16
til 18 prósent. – bg
Bergur Elías Ágústsson bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum segir
umræðu um auðlindargjald og
svokallaða firningarleið í sjáv-
arútvegi vera með hreinum ólík-
indum: „Umræðan er marklaus
ef menn ræða ekki um nýtingu
annarra náttúruauðlinda á sama
tíma svo sem jarðvarma, vatns-
orku og hálendið. Eitt skal yfir
alla ganga.“ Kemur þetta fram í
fréttabréfi LÍÚ, Útvegnum.
Hann segir Íslendinga hafa
borið gæfu til að stjórna fisk-
veiðum á arðbæran hátt en
segist þó hafa ástæðu til þess að
óttast að stjórnvöld grípi til að-
gerða sem geri það að verkum
að samkeppnishæfni fyrirtækja
fái ekki að njóta sín. Framtíð ís-
lensks sjávarútvegs sé hins
vegar björt fái hann að dafna á
viðskiptalegum forsendum. -jsk
ANNAÐ BRÉF Stjórn SPH sendi út annað
bréf til stofnfjáreigenda og hvatti þá til að
svara bréfi FME. Frestur eftirlitsins var þá
runninn út.
KAUPIR PLASTFYRIRTÆKI Promens, dótturfélag Atorku Group, hefur keypt Bonar Plast-
ics fyrir þrjá milljarða króna. Promens þrefaldast að stærð og verður eitt stærsta iðnfyrirtæki
landsins.
Kjúklingaæði
GÓÐUR HAGNAÐUR Hluthafar í SÍF fengu mjög gott verð fyrir Iceland Seafood Cor-
poration og voru einungis viðskiptaleg sjónarmið sem réðu sölunni.
BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON BÆJAR-
STJÓRI Í VESTMANNAEYJUM Bergur
telur Íslendinga hafa borið gæfu til að
stjórna fiskveiðum á arðbæran hátt en ótt-
ast að stjórnvöld grípi til aðgerða sem
hamli samkeppnishæfni fyrirtækja.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/H
ei
ða
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/S
te
fá
n
02_03_Markadur lesið 19.7.2005 17:04 Page 2