Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 19
3MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2005
Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is
OPIÐ Í SUMAR:
laugardaga 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19
Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000
Útsölustaðir Loop vörunnar
fyrir utan Útivist og veiði er
Sjóbúðin á Akureyri og
Veiðiflugan á Reyðarfirði
Vegna mikillar eftirspurnar og
sölu á Gray-line stöngunum hefur
Loop ákveðið í samvinnu við
Útivist og veiði að lækka verð á
stöngunum um 20%
Sértilboð
Útivist og veiði býður í þessu
sambandi Gray-line stöng fyrir
línu 6 á sérstöku tilboði með 30%
afslætti ef keypt er Loop-hjól og
Loop-Opti skotlína með.
Eitt helsta töfraorð í íslenskri
veiðimenningu er orðið MOK.
Það á nú við í að minnsta kosti
tveimur laxveiðiám á Íslandi
þessa dagana: Norðurá og
Þverá/Kjarrá þar sem nú þegar er
ljóst að sumarið 2005 verður
metár. Norðurá er komin vel yfir
2000 laxa þegar öll svæði eru tal-
in og ekkert lát á. Hún og
Þverá/Kjarrá skera sig mjög úr
með þessa ótrúlegu magnveiði,
en svo má þess geta að Leir-
vogsá (45 laxar á einum degi á
tvær stangir!) og Elliðaárnar gefa
mjög vel, en batamerkin á Elliða-
ánum eru sérlega jákvæð. Stóra
Laxá og fleiri fara hægar af stað,
Langá fer tæpast í mokveiðiflokk
þessu sumri, ekki frekar en Kjós-
in og er merkilegur þessi mikli
munur á ám á sama landssvæði.
Sjóbleikjan er farin að gefa sig
fyrir norðan og austan. Menn
hafa glímt við „kusur“ eins og
þær kallast risableikjunar – svo
sem í Eyjafjarðará sem er komin á fulla ferð. Tveir fé-
lagar settu í um það bil 20 fiska og náðu 13 á einum
degi. Þar af var einn sex punda og þeir misstu eina
algjöra „kusu“. Sú tók á lítt áberandi veiðistað og
urðu þeir að hlaupa á eftir henni langt niður með á.
Þeir sáu fiskinn greinilega og sögðu að hann hefði
ekki verið undir 5 kg eða 10 pundum. Pheasant Tail
var sem áður flugan sem virkaði og fer að verða þrá-
látur gestur á þessum síðum! Lónsá í Þistilfirði gaf
fína fiska í vikunni og Hofsá er komin inn fyrir austan
með bleikju á báðum svæðum.
Heldur er daprara af silungsvötnum hér syðra. Mönn-
um þykir Hlíðarvatn hafa misst flugið, og heldur vera
VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein
VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS
MOK! smátt á Þingvöllum. Á urriðasvæðinu íLaxá er ,,millibilsástand“ eins og náttúru-
lögmálin gera ráð fyrir, þegar fyrsta
mýflugnagangan er búin hefur fiskurinn
ekkert að éta og hefur hægt um sig þar til
lirfan hefur þroskast nægilega til að kom-
ast á veisluborðið á ný. Á meðan eru það
helst stórar straumflugur sem gefa, menn
hafa náð að æsa urriðann upp með því að
sökkva Rektor, Black Ghost og Nobbler vel
með sökklínum og draga hratt inn. Þessi
aðferð er reyndar alveg sígild í urriðaveið-
um hvar sem er í heiminum! Aldrei þessu
vant voru það ekki litlu púpurnar sem
gáfu þegar við félagar voru þar fyrir
nokkrum dögum, þýddi ekki að bjóða
þær. Það helgast af því að ekkert svipað
æti er í ánni þessa dagana og því er at-
hygli urriðans hreint ekki við sambærilegar
flugur.
Heilræði vikunnar kemur beint af bakka
Hlíðarvatns þar sem náungi var að veiðum
í vikunni og setti í stóra bleikju. Hann var
langt úti í vatni og háflaus, svo hann varð
að þreyta hana vandlega og feta sig var-
lega til lands. Allt gekk vel, þar til hann fór
á taugum og ætlaði að vippa fiskinum á
land með því að kippa í tauminn með
handafli! Eins og vænta mátti slitnaði úr
fiskinum og hann synti frelsinu feginn burt. Við silungsveiðar er
gott að hafa lítinn háf hangandi á sér og þreyta fiskinn þar til
maður getur smeygt honum varlega undir fiskinn og lyft upp.
Best hefur mér reynst að landa stórum fiskum, laxi og urriða,
með því að „stranda“ þeim. Þreyta fiskinn upp að lágum malar-
bakka eða sandrifi og láta hann sjálfan um að leggjast þar á
hliðina með því að halda línu vel strekktri án þess að toga mik-
ið á móti.
Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á
www.flugur.is; Flugufréttir koma alla föstudaga í
tölvupósti til áskrifenda á flugur.is með ítarlega
umfjöllun um allt sem varðar veiðiskap í sumar.
Einar Sigurðsson tók 5 punda urriða á
Nobbler í Laxá í Mývatnssveit.
„Við eldum úr því sem er nýjast
og ferskast og upp úr matarkistu
Skagafjarðar. Það er fuglinn úr
Málmey og Drangey, svartfugl og
oft lundi, og svo auðvitað sjávar-
fangið að ógleymdu fjallalamb-
inu. Þar að auki eru ýmis landsins
gæði eftir árstíðum eins og til
dæmis bláberin þegar fer að halla
að hausti,“ segir Ólafur Jónsson,
sem rekur ferðaþjónustu og veit-
ingahús í Lónkoti í Skagafirði.
Kúltúr og krásir eru einkennis-
orð Lónkots þar sem leitast er við
að bjóða upp á veitingar í hæsta
gæðaflokki innan um menningu
svæðisins. Veitingahúsið heitir
Sölvabar eftir Sölva Helgasyni
myndlistarmanni sem er fæddur í
sveitinni en myndir eftir hann
hanga í veitingahúsinu. Maturinn
er síðan bæði fyrir augað og
bragðlaukana þar sem hver disk-
ur er vandlega skreyttur. „Við
segjum að þetta sé matargerðar-
list sem stendur undir nafni,“ seg-
ir Ólafur. Bæði list og lyst.
Um þessar mundir heldur Lón-
kot upp á þrefalt afmæli. Tuttugu
ár er síðan fjölskylda Ólafs keypti
jörðina að Lónkoti, fimmtán ár
síðan ferðaþjónustan þar var
stofnuð og tíu ár síðan veitinga-
þjónustan var opnuð en það ár var
einnig afhjúpaður minnisvarði
um Sölva Helgason. ■
Lónkot heldur upp á þrefalt afmæli í ár.
Bæði list og lyst
Lónkot í Skagafirði heldur upp á þrefalt afmæli á þessu ári.
Þar er ferðaþjónusta og frábær veitingastaður.
18-19 (02-03) Allt-Ferðir 19.7.2005 19:38 Page 3