Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 10
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Félagsmála- nefnd Alþingis hefur verið boð- uð til fundar á morgun, en eina málið á dagskrá er 80 milljarða króna útlán Íbúðalánasjóðs til sparisjóða og banka. Fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, Fjármálaeft- irlitinu, Seðlabankanum, við- skiptabönkunum og fleiri verða kallaðir fyrir nefndina. „Margir telja að Íbúðalána- sjóður hafi tekið á sig ábyrgðir með þessum lánum til banka og sparisjóða sem enginn laga- grundvöllur er fyrir. Ég mun krefja forsvarsmenn Íbúðalána- sjóðs um aðgang að samningum sem sjóðurinn hefur gert við sparisjóði og banka. Hér er ver- ið að tala um gríðarlega fjár- muni og af þeim sökum æ t l a ég að fara fram á stjórnsýsluút- tekt Ríkisendurskoðunar á Íbúðalánasjóði,“ segir Jóhanna. Uppgreiðslur á lánum frá Íbúðalánasjóði nema nú vel á annað hundrað milljörðum króna. Þar af hefur sjóðurinn lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða króna. Jón Sigurðsson seðlabanka- stjóri segir að hægt hefði verið að veita Íbúðalánasjóði mikið öryggi og mun hærri vexti en fyrir liðlega ári – eða allt að 9,1 prósent – ef sjóðurinn hefði lagt milljarðana inn í Seðlabankann í stað þess að setja fjármagnið strax út á lánamarkaðinn. Það hefði auðveldað glímuna við verðbólguna. Árni Páll Árnason lögmaður hefur unnið álitsgerð fyrir Íbúðalánasjóð um lögmæti lán- anna til sparisjóða og banka. Hann segir að sjóðurinn geti ekki fórn- að hagsmunum sín- um fyrir efna- hagsstefnu stjórn- valda. „Það verður að tryggja langtímaávöxtun á svo miklu fé og ekki hægt að láta það liggja á bók í Seðlabankanum. Staða Íbúðalánasjóðs er sterk þrátt fyrir erfiðleikana.“ Jóhanna Sigurðardóttir seg- ist vilja vita hvaða áhættu Íbúðalánasjóður sé að taka. „Eitt atriði þessa máls er að bankar og sparisjóðir hafa rýmri reglur en Íbúðalánasjóð- ur sem má að hámarki lána 16 milljónir króna. Við vitum að bankar og sparisjóðir lána allt að 25 milljónir króna. Ég vil vita hvort sjóðurinn ábyrgist eitt- hvað í þessum efnum. Ber hann einhverja ábyrgð ef lántakandi stendur ekki í skilum og spari- sjóður hans verður fyrir skakkaföllum?“ spyr Jóhanna. johannh@frettabladid.is BÁÐIR MEÐ FISK Félagarnir Elvar Árni Að- alsteinsson og Hlynur Kristjánsson frá Húsavík fengu um 30 fiska í Langavatni í Aðaldal á dögunum. Flestir fiskarnir voru smáir og slepptu félagarnir helmingnum en fóru heim með fallegustu bleikjurnar. 10 20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR HÁLENDI Sjónum verður sérstaklega beint að akstri utan vega í auknu eftirliti lögreglu á hálendi. Lögregl- an á Hvolsvelli í samvinnu við Landhelgisgæsluna fór í hálendis- eftirlit á þyrlunni TF-SIF á mánu- dag en samvinnuverkefnið heldur áfram það sem eftir lifir sumars. Lögregluliðin á Suðurlandi hafa einnig gert með sér samstarfssamn- ing um reglulegar ferðir á hálendið í lögreglubifreiðum. Embættin skipta með sér fjölförnustu ferða- mannastöðunum á hálendinu. - ht Hvalveiðar: Sjö hrefnur hafa vei›st HVALVEIÐAR Vestfirski hrefnu- veiðibáturinn Halldór Sigurðs- son hefur veitt meira en helm- ing þeirra hrefna sem veiðst hafa í sumar eða fjórar en alls hafa sjö hrefnur veiðst. Ástæðan kann að vera sú að sögn Davíðs T. Davíðssonar starfsmanns Hafrannsóknar- stofnunar að bræla hefur gert sunnlensku bátunum erfitt fyrir við veiðarnar. Davíð segir að engu síður gangi veiðar samkvæmt áætlun og fóru bátarnir þrír allir til veiða í gær enda veður gott á miðum. -jse Íbú›alánasjó›ur í stjórns‡sluúttekt Lán Íbú›alánasjó›s til sparisjó›a og banka ver›a undir smásjá á fundi félags- málanefndar Alflingis á morgun. Jóhanna Sigur›ardóttir, flingma›ur Samfylk- ingarinnar, ætlar a› krefjast úttektar Ríkisendursko›unar á sjó›num. Umferð á hálendinu: Eftirlit úr flyrlu RÆTT VIÐ FERÐAMENN Á HÁLENDINU Ferðamenn og skálaverðir voru teknir tali í ferð lögreglunnar á Hvolsvelli og Landhelg- isgæslunnar á þyrlunni TF-SIF. ÞRÍBURAFÆÐINGAR Frá því að tæknifrjóvganir hófust árið 1990 hefur fjöldi þríburafæðinga þre- faldast eða jafnvel fjórfaldast að sögn Reynis Tómasar Geirsson- ar sviðsstjóra lækninga á kvennasviði Landspítala – há- skólasjúkrahúss. „Það sem er hins vegar merkilegt við þrí- burafæðinguna á föstudaginn var er að þeir fæddust á náttúru- legan hátt en það hefur ekki gerst síðan 1977.“ Fjöldi þríburafæðinga náði hámarki árið 1994 en þá fæddust átján þríburabörn. Reynir segir að þrátt fyrir að það sé mikil hamingja fyrir foreldra að fæða mörg börn í einu fylgi slíkum fæðingum mikil áhætta þar sem fleirburar fæðist venjulega fyrr en einburar og því er mikil hætta á fyrirburasjúkdómum sem jafn- vel geta valdið því að börnin fæðist andvana eða deyi fljótlega eftir fæðingu. „Því hefur verið reynt að draga úr fleirburafæð- ingum þegar gerðar eru tækni- frjóvganir og nú er fer slíkum fæðingum aftur fækkandi en þó erum við hér á landi enn eftirbát- ar Svía og Finna í þessum efnum en þar fæðast hlutfallslega færri tvíburar eftir tæknifrjóvgun en við náttúrulegan getnað,“ segir Reynir. - jse Tvær til fjórar þríburafæðingar flest ár undanfarinn áratug: firíburafæ›ingum fer aftur fækkandi FJÖLDI ÞRÍBURAFÆÐINGA JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Jó- hanna situr í félagsmála- nefnd og ætlar að fara fram á stjórnsýsluút- tekt á Íbúðalána- sjóði. JÓN SIGURÐSSON SEÐLABANKASTJÓRI Seðlabankinn gat boðið Íbúðalánasjóði góða ávöxt- un. 10-11 19.7.2005 22:14 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.