Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 39

Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 17 H É Ð A N O G Þ A Ð A N 533 4300 564 6655 GJAFAVÖRUVERSLUN á laugarveginum. Mikið úrval af vönduðum vörum, gott hús- næði, góð leiga. RÆSTINGARFYRIRTÆKI, föst verkefni með góða afkomu. ÍS – GRILL – VIDEO – 100 MlLLJÓNA ÁRSVELT, Staður á suðurlandi ÍSBÚÐ í miðbænum, í búðinni eru seldur ís og einnig pylsur og gos. HOLLUR SKYNDIBITI, góð hugmynd sem á eftir að útfæra enn frekar. MYNDBANDALEIGA OG GRILL, staðsett í góðu hverfi nálægt skóla. DEKKJA -og VIÐGERÐAVERKSTÆÐI, góð staðsetning, möguleiki á að selja helmingshlut. FATAVERSLUN, á laugarveginum, góð staðsetning. BRETTI & FATNAÐUR FYRIR BRETTAFÓLK, góð staðsetning, lág leiga gott fyrir þá sem eru að starta rekstri. BLÓMABÚÐ, góð staðsetning, flottir gluggar, næg bílastæði, snyrtilegt hús- næði og gott tækifæri fyrir samhent hjón eða tvo einstaklinga. GISTIHEIMILI, öll herbergin í útleigu en þó ekki rekið sem gistiheimili í dag, 9 herbergi + innréttaður bílskúr, selst með öllum búnaði. ATH. Minni á þjónustu okkar við að leita eftir fyrirtækjum sem henta hvort heldur til sameiningar eða uppkaups. Við sjáum um vinnuna sem þú hefur ekki tíma til að sinna. Salómon Jónsson lögg. fasteignasali Meðlimum víetnamska kommún- istaflokksins verður nú leyft að standa í einkarekstri, samkvæmt fréttum ríkisfjölmiðla. Flokks- menn mega nú eiga og reka fyrir- tæki af öllum stærðum og gerð- um, en það hefur hingað til verð bannað með lögum. Er vonast til þess að þetta hvetji til frekari erlendra fjár- festinga í landinu: „Erlendir fjár- festar hljóta nú að sjá hversu opið kerfi okkar er og hika þess vegna ekki við að fjárfesta í Víet- nam,“ sagði Ta Huu Thanh for- maður viðskiptanefndar flokks- ins í viðtali við Ho Chi Minh dag- blaðið. Er þetta liður í miklum breyt- ingum í átt til frjálsræðis í land- inu en stór hluti í einum fjögurra ríkisbanka Víetnam, Viet- combank, verður á næstunni seldur í hendur einkaaðila. Ríkis- stjórn landsins vill þó ekki meina að um einkavæðingaferli sé að ræða, og kjósa að tala um „dreifða eignaraðild“. Bankastjórinn, Vu Viet Ngoan, telur þó að einkavæðing sé hið eina rétta í stöðunni: „Við þurfum bæði nýjar vinnu- og stjórnunar- aðferðir. Einkavæðing bankans er fyrsta skrefið í þá átt.“ -jsk Kommúnistar mega versla Viðskiptafrelsi eykst skref fyrir skref í Víetnam. Meðlimir kommúnistaflokks- ins mega nú eiga fyrirtæki og til stendur að einkavæða stærsta banka landsins. Í HEIMSÓKN Í BANDARÍKJUNUM Phan Van Khai forsætisráðherra Víetnam var á dög- unum í Bandaríkjunum og fékk þann heiður að hringja bjöllunni á hlutabréfamarkaðnum í New York til merkis um að viðskipti væru hafin. Miklar breytingar standa nú yfir í átt til frjáls- ræðis í Víetnam. Bandaríska fyrirmyndarhúsmóð- irin, Martha Stewart, hyggst skrifa kennslubók í því hvernig eigi að komast yfir fé. Stewart situr nú í stofufangelsi á heimili sínu eftir að hafa setið í fimm mánaða í fangelsi í Vestur-Virgin- íu-fylki. Stewart hlaut dóm fyrir að logið til um verðbréfaviðskipti. Bókin heitir „Reglur Mörtu“, og kemur út í október á þessu ári. Hún á að kenna fólki hvernig eigi að byggja upp viðskiptaveldi þrátt fyrir að byrja með tvær hendur tómar. Samhliða bókinni hyggst Stewart hefja framleiðslu á raun- veruleikasjónvarpsþætti í anda The Apprentice, sem Donald Trump stýrir. Fjöldi keppenda hefur skráð sig til leiks í þáttinn og stendur sá eftir sem besta við- skipta- k u n n - á t t u sýnir. - jsk FYRIRMYNDARHÚSMÓÐIR- IN MARTHA STEWART Martha skrifar nú kennslubók í ríkidæmi og framleiðir raun- veruleikasjónvarpsþátt. Húsmóðir gefur út bók Martha Stewart situr nú við skriftir í stofufangelsi og hyggst sýna fólki hvernig það geti orðið ríkt. Áætlað er að bókin komi út í október. Spænsk fyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að leyfa starfsmönnum sín- um að taka hina hefðbundnu sí- estu að loknum hádegisverði. Þetta er gert til þess að örva framleiðni. Rannsóknir sýna nefnilega að spænskir laun- þegar sofa að meðaltali 40 mín- útum skemur en starfsbræður þeirra annars staðar í Evrópu og verða því dauð- þreyttir þegar líður á daginn. Fyrirtæki í stórborgunum Madríd og Barcelona eru því farin að skipta út skrifborðsstólunum fyrir hæg- indastóla. - eþa ÚRELTUR STÓLL Spænskir launþegar taka síestu í vaxandi mæli að ósk at- vinnurekenda. Hægindastóllinn leysir því skrifborðsstólinn af hólmi. Aftur í síðdegislúrinnTilkynnt var í gær að dr. Daniel L. Hartman hefði verið ráðinn í stöðu framkvæmda- stjóra lyfjarannsókna hjá deCODE. Hann stýrir prófunum fyrirtækisins á nýjum lyfjum við algengum sjúkdómum. Tveir aðrir sérfræðingar á sviði lyfjarannsókna hófu einnig störf hjá fyrirtækinu á sviði lyfjarannsókna; dr. David Her- mann og dr. Peter Van Ess sem starfað hafa við stjórnun á al- þjóðlegum lyfjarannsóknum hjá Pfizer eins og Daniel. Dr. Hartman er 43 ára og hefur undanfarin ár stýrt al- þjóðlegum klínískum rannsókn- um Pfizer á ofnæmi og öndunar- færasjúkdómum. Áður starfaði hann í tvö ár við klínískar lyfja- rannsóknir á sviði hjarta- og æðasjúkdóma og efnaskipta- sjúkdóma hjá Pfizer. -bg Tekjur á hótelherbergi í Reykja- vík lækkuðu um sex prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar og Deloitte. Tekjur fjögurra stjörnu hótela lækka um 13 prósent í júní frá því á sama tíma í fyrra. Ann- að er uppi á teningnum hjá þrigg- ja stjörnu hótelunum því þar hækka tekjur um þrjú prósent. Á landsbyggðinni er hins vegar veruleg hækkun á verði sem leiðir til þess að meðalverð á herbergi í boði hækka um 16 pró- sent á sama tíma og nýtingin versnar um tvö prósent. -dh Samræmd vísitala neysluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu var í júní 117,9 stig og hækkaði um 0,1 prósent frá því maí, kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Vísitalan var á sama tíma 129,3 stig fyrir Ísland og hækkaði um 0,4 stig. Á tímabilinu júní 2004 til júní 2005 var verðbólga tvö prósent að meðaltali í ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Mest var verðbólgan í Lettlandi 6,6 pró- sent, þá í Ungverjalandi 3,7 prósent. Minnsta verðbólgan var á Íslandi 0,3 prósent. -jsk Minnst verðbólga í Evrópu á Íslandi KRÓNUR OG AURAR Verðbólga var 0,3 prósent á Íslandi síðastliðið ár og var hún hvergi minni innan EES. Efla lyfjarannsóknir ÍSLENSK ERFÐAGREINING Efla á klínískar lyfjaprófanir. Tekjur fjögurra stjörnu hótela lækka í júní Meðalverð hótelherbergja á landsbyggðinni hækkar. GLÆSILEGT HÓTELHERBERGI Tekjur á hvert hótelherbergi á landsbyggðinni hækka verulega. Fr ét ta bl að ið /V ilh el m 16-17 Markadur lesið 19.7.2005 16:33 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.