Fréttablaðið - 20.07.2005, Síða 6
6 20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Fellibylurinn Haitang veldur usla í Kína:
Milljón manns leita›i skjóls
KÍNA, AP Meira en ein milljón
manna flúði heimili sín undan
veðurofsanum sem fylgdi felli-
bylnum Haitang inn á land á suð-
austurströnd Kína í gær. Áður
hafði bylurinn valdið usla á
Taívan með mikilli úrkomu og
mannskaðavindhæð. Fjórir fórust
af völdum óveðursins þar.
Vindhæðin var 119 kílómetrar
á klukkustund er fellibylurinn
skall á hafnarbænum Huangqi í
Fujian-héraði síðdegis að staðar-
tíma. Óttast var að flóð hefði eyði-
lagt fjölda þorpa á ströndinni.
Áður höfðu íbúarnir verið fluttir í
neyðarskýli innar í landi. Alls
flúðu þannig yfir ein milljón
manna heimili sín í héruðunum
Fujian og Zhejiang, að því er kín-
verska ríkissjónvarpið greindi
frá.
Vindhraðinn gekk þó hratt nið-
ur er bylurinn færðist inn á land í
norðvesturátt og að sögn Xinhua-
fréttastofunnar gerðu stjórnvöld
ráð fyrir að fellibylurinn hefði
breyst í venjulega hitabeltislægð
innan við sólarhring eftir að hann
kom inn yfir meginlandið. - aa
Hungursneyð blasir við Afríkuríkinu Níger:
Of máttfarin til a› neyta matar
HUNGURSNEYÐ Hungursneyð ríkir í
Afríkuríkinu Níger en þar búa
3,6 milljónir manna við alvarlega
vannæringu. Börn eru talin í sér-
stakri hættu.
Miklir þurrkar hafa verið í
suðurhluta Níger undanfarna
mánuði og til að bæta gráu ofan á
svart hafa engisprettur étið
stærstan hluta uppskeru síðasta
árs.
Hjálparsamtökin World
Vision vara við að tíunda hvert
barn á þurrkasvæðunum geti
dáið af völdum vannæringar.
Sum barnanna í hjálparbúðum
samtakanna eru svo illa haldin
að þau geta ekki komið neinum
mat niður. „Augljóslega eru ekki
allir jafnir fyrir Guði. Sjáið okk-
ur, ekkert okkar á neitt að
borða,“ sagði móðir lítillar,
sársvangrar stúlku við frétta-
mann BBC.
Hjálparsamtök gagnrýna
hversu litla aðstoð Nígermenn
hafa fengið þar sem ljóst var í
hvað stefndi fyrir mörgum mán-
uðum síðan. Þau telja að neyðin
muni aukast á næstu mánuðum
verði ekki gripið inn í.
Níger er víðfeðmt en strjál-
býlt eyðimerkurríki, eitt fátæk-
asta land jarðar. -shg
Stefán Jón segir erfitt
a› flagga ni›ur í Össuri
Össur Skarphé›insson segist ekki vilja útiloka a› gefa kost á sér sem borgar-
stjóraefni en segir a› hugmyndin komi honum á óvart. Steinunn Valdís
Óskarsdóttir segir hugsanlegt frambo› Össurar engin áhrif hafa á sitt frambo›.
SVEITASTJÓRNARMÁL Össur Skarphéð-
insson, þingmaður og fyrrverandi
formaður Samfylkingarinnar, segist
ekki útiloka að hann gefi kost á sér
sem borgarstjóraefni Samfylking-
arinnar í Reykjavík.
„En mér hefur ekki flogið þetta í
hug. Það er skemmtilegt hvað menn
eru hugmyndaríkir. Ég er þingmað-
ur borgarbúa og ég hef mikinn
áhuga á málefnum Reykjavíkurlist-
ans. Ég vil ekki að þau málefni verði
lokuð af í bakherbergjum flokks-
maskínanna. Ég hef sterkar skoðan-
ir á því sem Reykjavíkurlistinn hef-
ur vel gert og líka á því sem mér
finnst þurfa að lagfæra. Ég læt eng-
an þagga niður í mér hvort sem það
varðar málefni gæslukvenna eða
viðhorf mín um að allir stuðnings-
menn listans eigi að fá kost á að
velja frambjóðendur eða borgar-
stjóraefni,“ segir Össur.
Aðspurður um hvort hann myndi
íhuga að gefa kost á sér ef til hans
yrði leitað segir Össur. „Þetta kem-
ur svo algjörlega flatt upp á mig að
ég hef ekkert meira um þetta að
segja í bili.“
Stefán Jón Hafstein, borgarfull-
trúi Samfylkingarinnar, segir að
Össur geti tekið þátt í prófkjöri eins
og aðrir. „Ég hef alltaf verið tals-
maður þess að það verði sem opnast
val og víðtækust þátttaka um það
hvernig Reykjavíkurlistinn verður
til og það hlýtur að fela í sér að
Össur getur verið með eins og allir
aðrir. En eins og öllum er kunnugt
hefur enginn reynt að þagga niður í
honum síðustu daga enda er það
vonlaust,“ segri Stefán Jón.
Steinunn V. Óskarsdóttir, borg-
arstjóri og borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar, segir að mögulegt fram-
boð Össurar hafi engin áhrif á
hennar áform og hún hafi lítið um
það að segja. „Það er algjörlega mál
þeirra sem vilja fara fram. Mér
finnst mestu máli skipta að sá sem
verður borgarstjóraefni R-listans
geti unnið með samstarfsflokkun-
um að því gefnu að af framboði R-
listans verði og það tel ég mig
geta,“ segir Steinunn.
hjalmar@frettabladid.is
Skattframtöl öryrkja:
Ekkert funda›
fyrr en í ágúst
FÉLAGSMÁL Fulltrúar Öryrkja-
bandalags Íslands og Landssam-
taka lífeyrissjóða hafa enn ekki
fundað vegna bréfs sem um
1.300 öryrkjar fengu á dögunum
þar sem þeir voru krafðir um
skattframtöl síðustu þriggja ára
fyrir örorkumat. Öryrkjabanda-
lag Íslands óskaði eftir slíkum
fundi í síðustu viku svo hægt
væri að fara yfir málin.
Ekki er búist við að fundur-
inn verði haldinn í þessum mán-
uði vegna sumarleyfa en sam-
kvæmt heimildum blaðsins hef-
ur verið rætt um halda hann í
ágúst.
- grs
Á Árni Magnússon að fara í
framboð í norðvestur-
kjördæmi?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Getur Samfylking boðið fram
R-lista án hinna flokkanna?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
30,4%
69,6%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
TÓMUR MAGI World Vision samtökin vara við því að allt að tíunda hvert barn á þeim
svæðum þar sem neyðin er stærst geti dáið úr sulti.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „Þetta kemur algjörlega flatt upp á mig.“
STEFÁN JÓN HAFSTEIN Segir vonlaust að
þagga niður í Össuri.
STEINUNN V. ÓSKARSDÓTTIR Hefur lítið
um framboð Össurar að segja.
LEITAÐ SKJÓLS Hermenn hjálpa fólki úr
fjallaþorpi í Wenling í Zhejiang-héraði í
Suðaustur-Kína í skjól undan fellibylnum
Haitang í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
M
YN
D
/P
ÁL
L
B
ER
G
M
AN
N
06-07 19.7.2005 21:01 Page 2