Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 23

Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 23
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.06.2005–30.06.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is 410 4000 | landsbanki.is 8,0%* Peningabréf Landsbankans ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 88 74 07 /2 00 5 66° Norður: Einn leikur í einu Húsin í bænum: Hægir á hækkunum Beckham ríkastur: Milljarðamæringar í boltaleik Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 20. júlí 2005 – 16. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Íslenskir risabankar | Íslensku bankarnir þrír eru meðal þeirra banka sem hækka hvað mest á lista breska tímaritsins The Banker yfir 1.000 stærstu banka heims. Landsbankinn hækkar mest, KB banki kemur næst á eftir og svo Íslandsbanki. Íbúðalánasjóður í klemmu | Undanfarið hafa staðið deilur um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til banka og sparisjóða og félagslegt markmið sjóðsins. Forstjóri Íbúðalánasjóðs er ekki á móti því að sjóðnum verði heimilt að veita lán til endurfjármögnunar. Komið að skuldadögum | Fyrr- um stjórnarformaður fjarskipta- fyrirtækisins Worldcom, Bernard Ebbers, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik og skjalafals. Ebbers var jafnframt gert að láta af hendi stærstan hluta auðæfa sinna, sem talin eru nema tæpum þremur milljörðum króna, og rennur féð til hluthafa í Worldcom sem töldu á sér brotið. Baugur selur | Baugur Group seldi 5,55 prósenta hlut sinn í bresku verslunarkeðjunni Somer- field eins og áður hafði verið boðað og er áætlaður söluhagnað- ur hlutarins þrír milljarðar króna. Ný stjórn Sjóvá | Hluthafa- fundur kaus nýja stjórn Sjóvá í síðustu viku en hana skipa Bjarni Ármannsson, Benedikt Jóhannes- son, Karl Wernersson, Guðmund- ur Ólason og Jón Scheving Thor- steinsson. Erlendar fjárfestingar | Íslend- ingar fjárfestu sem aldrei fyrr í sögunni í útlöndum í fyrra og jókst íslensk fjárfesting í útlönd- um þá um rúm 580 prósent miðað við árið áður. Þetta kom fram í tölum frá Seðlabanka Íslands. Fimm ár frá skráningu deCODE vestanhafs: Kári opnar Nasdaq í dag Fimm ár eru liðin frá skráningu deCODE á bandaríska hluta- bréfamarkaðinn og gengi félags- ins er nú tæpir 10 Bandaríkja- dalir á hlut. Gengi félagsins hefur hækkað mikið að undan- förnu en það sveiflast mjög hratt, bæði upp og niður. Í tilefni þess að fimm ár eru frá skráningu fé- lagins á Nas- daq opnar Kári S t e f á n s s o n , forstjóri fyrir- tækisins fyrir viðskipti á Nasdaq. Að at- höfninni lokinni verður mynd- skeið um fyrirtækið sýnt nokkrum sinnum á risaskjá á turni Nasdaq við Times Square í hjarta borgarinnar, það sem eftir lifir dags. Sjá nánar bls. 8 Björgvin Guðmundsson skrifar Útlit er fyrir að erlendir fjárfestar, sem hafa verið að undirbúa tilboð í Símann, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við íslenska aðila, skili ekki inn bindandi tilboðum áður en frestur rennur út. Fari svo senda einungis þrír hópar, sem eingöngu eru skipaðir íslenskum fjárfestum, inn tilboð í fyrir- tækið. Stefnt er að því að opna kauptilboðin í viður- vist fjölmiðla og bjóðenda á fimmtudaginn í næstu viku. Gengið verður til samninga við hæstbjóðanda og eru drög að kaupsamningi tilbúin. Á miðvikudag í síðustu viku þurftu bjóðendur að gera einkavæðingarnefnd grein fyrir samsetningu hópanna. Áður þurftu þessir aðilar að stofna sér- stök rekstarfélög um samstarfið. Félögin þrjú, sem vitað er að sendu inn tilboð, heita Nýja Símafélag- ið, Símstöðin og Skipti. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru Íslandsbanki og Straumur fjár- festingabanki ekki að aðilar að slíkum félögum, en þeir hafa undirbúið tilboð í samvinnu við erlenda aðila. Óvíst er hvort hópur, sem Dagný Halldórs- dóttir hjá Neyðarlínunni veitir forystu undir nafn- inu D8, sendi inn tilboð. Upphaflega sendu fjórtán aðilar inn óbindandi tilboð í Símann og fengu tólf þeirra að halda áfram í söluferlinu. Sex hópar voru eingöngu skipaðir er- lendum fjárfestum, þrír voru blandaðir og þrír hópar eingöngu skipaðir íslenskum fjárfestum. Ekki liggur fyrir af hverju erlendu aðilarnir hættu við þátttöku. Samkvæmt upplýsingum Markað- arins er hátt verð á Símanum í samanburði við sam- bærileg fyrirtæki í Evrópu líklegasta skýringin. Því er ljóst að minni samkeppni verði um kaup á Símanum en í stefndi. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefnd- ar, vildi ekki staðfesta að erlendu aðilarnir hefðu heltst úr lestinni. „Það verður bara að koma í ljós þegar tilboðin eru opnuð,“ sagði hann. Nú væri búið að skoða eignartengsl innan hópanna og ekki að sjá neina annmarka á því. Nokkrar breytingar hefðu verið gerðar á skiptingu eignarhluta þeirra félaga sem ætli sér að senda inn tilboð í Símann. F R É T T I R V I K U N N A R 16 10-11 7 Dögg Hjaltalín skrifar Verð á fasteignum á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað mikið síðustu 12 mánuði en nú virðist rólegt yfir markaðinum. Sam- kvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins hefur þinglýstum kaup- samingum fækkað milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Aftur á móti hefur meðalverð hvers kaup- samnings hækkað á milli tíma- bila. Greiningardeildir bankanna hafa spáð því að hægja fari á hækkunum á fasteignaverði en hafa þó ekki spáð verðhjöðnun. Eftir jafn miklar hækkanir og hafa verið að undanförnu er alltaf ákveðin hætta á verðbólu, en verðbólur geta sprungið og fast- eignaverð lækkað hratt í kjölfar- ið. Ástæður þess að ekki er um verðbólu að ræða er að hækkanir á fasteignaverði má rekja til aukins lánaframboðs og lægri vaxta á fasteignalánum. Einnig má benda á aukið fram- boð af nýju húsnæði á höfuðborg- arsvæðinu dregur úr hækkunum á fasteignaverði til lengri tíma. Framboð á nýju húsnæði hefur aukist mikið, ekki síst vegna hækkunar fasteignaverðs. Sjá nánar bls 10-11 Útrásarvísitalan hækkar: Cherryföretag og French Connection hækka mest Útrásarvísitalan hækkaði um tæpt eitt prósent milli vikna en nokkrar breytingar hafa orðið á útrásarvísitölunni frá því í síð- ustu viku. Tvö ný félög, Cherry- företag, sem Burðarás keypti stóran hlut í í síðustu viku og Sampo, sem KB banki á í hafa komið inn. Singer & Friedlander og Somerfield hafa dottið út en KB banki hefur keypt Singer & Friedlander og Baugur hefur selt hlut sinn í Somerfield. Cherryföretag hefur hækkað mest fyrirtækjanna og einnig hefur French Connection hækkað tæp sjö prósent. De- CODE er það félag sem lækkar mest en var hástökkvari síðustu viku. Sjá síðu 6. -dh Erlendir fjárfestar bjóða ekki í Símann Allt stefnir í að einungis þrír hópar af tólf berjist um Símann þegar tilboð verða opnuð í næstu viku. Hóparnir eiga það sameiginlegt að vera samansettir af íslenskum aðilum. Ró færist yfir fasteignamarkaðinn Kaupsamningum fasteigna fækkar en meðalverð þeirra hækkar. S Í M S T Ö Ð I N ■ Burðarás hf. ■ Kaupfélag Eyfirðinga svf. ■ Ólafur Jóhann Ólafsson LLC ■ Talsímafélagið ehf. ■ Tryggingamiðstöðin hf. (Íslandi) N Ý J A S Í M A F É L A G I Ð ■ Atorka Group hf. ■ Frosti Bergsson ■ Jón Helgi Guðmundsson ■ Jón Snorrason ■ Sturla Snorrason (Íslandi) S K I P T I ■ Exista ehf. ■ Kaupþing Banki hf. ■ Lífeyrissjóður verslunarmanna ■ Gildi-lífeyrissjóður ■ Sameinaði lífeyrissjóðurinn ■ Samvinnulífeyrissjóðurinn ■ MP fjárfestingarbanki ■ Skúli Þorvaldsson (Íslandi) 01_20_Markadur lesið 19.7.2005 16:32 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.