Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN16 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Hafdís Jónsdóttir, eigandi World Class lík- amsræktarstöðvana, segir mikilvægast af öllu að standa við orð sín: „Heiðarleiki er mikilvægur, ekki síst í viðskiptum. Það verða allir að ganga sáttir frá borði.“ Ráðið er upphaflega komið frá föður Haf- dísar sem sjálfur stundaði viðskipti: „Pabbi rak matvöruverslun í mörg ár og sagði mér einhverju sinni að heiðarleiki væri mikil- vægastur af öllu í samskiptum fólks.“ Hafdís og maður hennar Björn Leifs- son,hafa rekið World Class frá árinu 1985. Fyrirtækið hefur síðan vaxið og dafnað og er nú með þrjár líkamsræktarstöðvar á sínum snærum, meðal annars þá stærstu á landinu, Laugar við Sundlaugaveg. Hafdís segir ráð föður síns hafa nýst sér vel: „Ég held að áherslan á heiðarleika hafi verið gott veganesti út í lífið.“ -jsk B E S T A R Á Ð I Ð Sjóklæðagerðin, eða 66˚ Norður, er stofnuð árið 1926 og framleiddi upphaflega hlífðarfatnað fyrir sjómenn og fiskvinnslufólk. 66˚ Norður er í dag stærsti framleiðandi lands- ins er kemur að vinnu- og sjófatnaði en líklega er fyrir- tækið enn þekktara fyrir útivistarvörur sínar. Hjá 66˚ Norður starfa 280 manns; hundrað á Íslandi, 170 í verk- smiðjum fyrirtækisins í Lettlandi auk þess sem tíu manns starfa við markaðssetningu og sölustörf erlendis. Á Íslandi eru sjö 66˚ Norður búðir auk þess sem tvær eru starf- ræktar í Lettlandi. Við þetta bætast þrjár búðir Rammagerðarinnar, sem 66˚ Norður festi nýlega kaup á. Sigurjón Sighvatsson á um tvo þriðju hlutafjár í 66˚ Norður, en auk hans á trygg- ingafélagið Sjóvá stóran hlut. Þá á Marínó Guðmundsson forstjóri einnig í fyrirtækinu. TÍSKA OG ÚTIVIST Marínó Guðmundsson segir starfsemi 66˚ Norður skiptast í tvennt, annars vegar heild- sölu með vinnu og sjófatnað og hins vegar úti- vistarhluta. Hann telur Rammagerðina góða viðbót við reksturinn: „Rammagerðin fellur vel að okkar starfsemi og samlegðaráhrifin eru talsverð. Við getum samnýtt alla yfir- stjórn og bókhald ásamt því að ná hagræði í sameiginlegum innkaupum.“ Hann segir á dagskránni að fara í gegnum reksturinn: „Það verða einhverjar nýjungar í Rammagerðinni með haustinu. Við þurfum að sjá hverju við getum breytt og bætt.“ Fatnaður 66 ˚ Norður hefur breyst talsvert með árunum. Í stað gömlu pollagallana býður fyrirtækið nú upp á tísku og útivistarfatn- að í bland: „Við leggjum áherslu á framúrskar- andi hönnun og að vinna úr bestu fáanlegu hráefnum. Við erum til að mynda með einka- leyfi á Polartec á Íslandi sem er stærsti og að flestra mati besti framleiðandi flísefnis í heiminum.“ HANNAÐ Í SAMVINNU VIÐ FAGFÓLK Við hönnun á fatnaði 66˚ Norður er leitast við að sameina notagildi og útlit. Undanfarið hefur meira verið framleitt af tískufatnaði en áður og má vænta fleiri nýjunga frá fyrir- tækinu. Nú í sumar var farið af stað með golflínu, þá er verið að vinna að hönnun keppnisbún- inga fyrir skíðalandsliðið sem notaðir verða á Vetrarólympíuleikunum 2006 í Tórínó auk þess sem sífellt er verið að þróa útivi- starfatnað 66˚ Norður. Marínó segir fatnaðinn hannaðan í sam- vinnu við það fólk sem setji fram mestar kröfur. Skíðafatnaðurinn sé hannaður í sam- vinnu við Skíðasambandið og útivistarfatnað- urinn með hjálp þrautreyndra fjallgöngu- garpa og björgunarsveitarmanna: „Golflínan okkar var gerð með íslenskum atvinnumönn- um, Birgi Leifi Hafþórssyni, Ólafi Má Sigurð- arsyni og Ólöfu Maríu Jónsdóttur. Þetta verk- efni hefur farið vel af stað og við stefnum að því að gera enn betur næsta sumar.“ EITT SKREF Í EINU Fatnaður frá 66˚ Norður er seldur í sport- vöru- og útivistarverslanir í Bandaríkjunum og Skandinavíu: „Það hefur gengið ágætlega að selja erlendis. Við vinnum nú að samning- um við fleiri fyrirtæki og erum með augun opin fyrir þeim tækifærum sem gefast. Við- brögðin hafa verið mjög jákvæð og við höfum fengið fjölda fyrirspurna,“ segir Marínó. Hann segir ekkert vinnast með því að fara sér of hratt. Heillavænlegast sé að taka eitt skref í einu og gæta verði þess að innviðir fyr- irtækisins þoli álagið: „Þetta er langt og strangt ferli. Það verða til að mynda að vera tilbúin sýnishorn af haustlínunni 2006 í októ- ber árið 2005.“ Marínó bætir við að verslanir sýni enga miskunn sé ekki staðið við afhend- ingar á pöntunum: „Menn mega teljast heppn- ir fái þeir einn sjens. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að við ráðum við það sem við erum að gera“. Nýju eigendurnir tóku við rekstrinum í jan- úar á þessu ári. Veltan í ár er áætluð um einn og hálfur milljarður króna sem er umtalsverð aukning frá fyrra ári. Marínó segir stefnt að því að halda áfram að vera í fararbroddi hönnunar á útivistar- og tískufatnaði. Hann segir ekki á stefnuskránni að fjölga búðum á Íslandi en þó séu stjórn- endur fyrirtækisins alltaf með augun opin fyrir nýjum tækifærum: „Stefnan er sett á stöðugan vöxt, engin heljarstökk. Það gildir sama lögmál í þessu og fótboltanum; maður tekur einn leik fyrir í einu.“ 66 Norður Forstjóri: Marínó Guðmundsson Búðir: Sjö 66 Norður á Íslandi, tvær í Lettlandi. Þrjár búðir Rammagerðarinnar. Starfsmenn: 280, þar af 170 í Lettlandi Áætluð ársvelta: Einn og hálfur milljarður króna Tökum einn leik fyrir í einu Marínó Guðmundsson er forstjóri 66˚ Norður. Hann tjáði Jóni Skaftasyni að þrátt fyrir að vel gengi yrði að sníða sér stakk eftir vexti. Rekstur fyrirtækis sé eins og knattspyrna; taka eigi einn leik fyrir í einu. JÓNAS FR. JÓNSSON hefur verið ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Jónas er fæddur árið 1966. Hann hefur embætt- ispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, LLM próf frá háskól- anum í Cambridge í Englandi og MBA- próf frá Vlerick Leu- ven Gent Management School í Belgíu. Þá hefur hann lokið verðbréfamiðlara- prófi. Jónas hefur mikla reynslu af al- þjóðlegu samstarfi og fimm ára reynslu sem framkvæmdastjóri innra markaðs- sviðs Eftirlitsstofnunar EFTA í Brüssel. Í því starfi öðlaðist hann víðtæka stjórn- unarreynslu auk yfirgripsmikillar þekk- ingar meðal annars á Evrópulöggjöf um fjármagnsmarkaði. Nýja stjórn Sjóvá skipa BJARNI ÁR- MANNSSON, BENEDIKT JÓHANNESSON, KARL WERNERSSON, GUÐMUNDUR ÓLA- SON og JÓN SCHEVING THORSTEINSSON. Þar sem Sjóvá er ekki lengur dótturfé- lag Íslandsbanka heldur hlutdeildarfé- lag situr forstjóri Sjóvá Þorgils Óttar Mathiesen ekki lengur í framkvæmda- stjórn Íslandsbanka. MARÍNÓ GUÐMUNDSSON FORSTJÓRI 66 NORÐUR Fatnaður 66 Norður er hannaður í samvinnu við fagfólk. Útivistarlínan með þrautreyndum fjallgöngugörpum og björg- unarsveitarmönnum og nýja golflínan með þremur íslenskum atvinnumönnum í íþróttinni, Birgi Leifi Hafþórssyni, Ólöfu Maríu Jónsdóttur og Ólafi Má Sigurðarsyni. HAFDÍS JÓNSDÓTTIR Í WORLD CLASS Hafdís segir mikilvægt að standa við orð sín. Hvort sem er í viðskiptum eða öðru. Heiðarleiki FRIENDS VIRKA DAGA KL. 20:30 FYLGSTU MEÐ! Fr ét ta bl að ið /E .Ó l. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » 16-17 Markadur lesið 19.7.2005 16:45 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.