Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 38

Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN16 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Hafdís Jónsdóttir, eigandi World Class lík- amsræktarstöðvana, segir mikilvægast af öllu að standa við orð sín: „Heiðarleiki er mikilvægur, ekki síst í viðskiptum. Það verða allir að ganga sáttir frá borði.“ Ráðið er upphaflega komið frá föður Haf- dísar sem sjálfur stundaði viðskipti: „Pabbi rak matvöruverslun í mörg ár og sagði mér einhverju sinni að heiðarleiki væri mikil- vægastur af öllu í samskiptum fólks.“ Hafdís og maður hennar Björn Leifs- son,hafa rekið World Class frá árinu 1985. Fyrirtækið hefur síðan vaxið og dafnað og er nú með þrjár líkamsræktarstöðvar á sínum snærum, meðal annars þá stærstu á landinu, Laugar við Sundlaugaveg. Hafdís segir ráð föður síns hafa nýst sér vel: „Ég held að áherslan á heiðarleika hafi verið gott veganesti út í lífið.“ -jsk B E S T A R Á Ð I Ð Sjóklæðagerðin, eða 66˚ Norður, er stofnuð árið 1926 og framleiddi upphaflega hlífðarfatnað fyrir sjómenn og fiskvinnslufólk. 66˚ Norður er í dag stærsti framleiðandi lands- ins er kemur að vinnu- og sjófatnaði en líklega er fyrir- tækið enn þekktara fyrir útivistarvörur sínar. Hjá 66˚ Norður starfa 280 manns; hundrað á Íslandi, 170 í verk- smiðjum fyrirtækisins í Lettlandi auk þess sem tíu manns starfa við markaðssetningu og sölustörf erlendis. Á Íslandi eru sjö 66˚ Norður búðir auk þess sem tvær eru starf- ræktar í Lettlandi. Við þetta bætast þrjár búðir Rammagerðarinnar, sem 66˚ Norður festi nýlega kaup á. Sigurjón Sighvatsson á um tvo þriðju hlutafjár í 66˚ Norður, en auk hans á trygg- ingafélagið Sjóvá stóran hlut. Þá á Marínó Guðmundsson forstjóri einnig í fyrirtækinu. TÍSKA OG ÚTIVIST Marínó Guðmundsson segir starfsemi 66˚ Norður skiptast í tvennt, annars vegar heild- sölu með vinnu og sjófatnað og hins vegar úti- vistarhluta. Hann telur Rammagerðina góða viðbót við reksturinn: „Rammagerðin fellur vel að okkar starfsemi og samlegðaráhrifin eru talsverð. Við getum samnýtt alla yfir- stjórn og bókhald ásamt því að ná hagræði í sameiginlegum innkaupum.“ Hann segir á dagskránni að fara í gegnum reksturinn: „Það verða einhverjar nýjungar í Rammagerðinni með haustinu. Við þurfum að sjá hverju við getum breytt og bætt.“ Fatnaður 66 ˚ Norður hefur breyst talsvert með árunum. Í stað gömlu pollagallana býður fyrirtækið nú upp á tísku og útivistarfatn- að í bland: „Við leggjum áherslu á framúrskar- andi hönnun og að vinna úr bestu fáanlegu hráefnum. Við erum til að mynda með einka- leyfi á Polartec á Íslandi sem er stærsti og að flestra mati besti framleiðandi flísefnis í heiminum.“ HANNAÐ Í SAMVINNU VIÐ FAGFÓLK Við hönnun á fatnaði 66˚ Norður er leitast við að sameina notagildi og útlit. Undanfarið hefur meira verið framleitt af tískufatnaði en áður og má vænta fleiri nýjunga frá fyrir- tækinu. Nú í sumar var farið af stað með golflínu, þá er verið að vinna að hönnun keppnisbún- inga fyrir skíðalandsliðið sem notaðir verða á Vetrarólympíuleikunum 2006 í Tórínó auk þess sem sífellt er verið að þróa útivi- starfatnað 66˚ Norður. Marínó segir fatnaðinn hannaðan í sam- vinnu við það fólk sem setji fram mestar kröfur. Skíðafatnaðurinn sé hannaður í sam- vinnu við Skíðasambandið og útivistarfatnað- urinn með hjálp þrautreyndra fjallgöngu- garpa og björgunarsveitarmanna: „Golflínan okkar var gerð með íslenskum atvinnumönn- um, Birgi Leifi Hafþórssyni, Ólafi Má Sigurð- arsyni og Ólöfu Maríu Jónsdóttur. Þetta verk- efni hefur farið vel af stað og við stefnum að því að gera enn betur næsta sumar.“ EITT SKREF Í EINU Fatnaður frá 66˚ Norður er seldur í sport- vöru- og útivistarverslanir í Bandaríkjunum og Skandinavíu: „Það hefur gengið ágætlega að selja erlendis. Við vinnum nú að samning- um við fleiri fyrirtæki og erum með augun opin fyrir þeim tækifærum sem gefast. Við- brögðin hafa verið mjög jákvæð og við höfum fengið fjölda fyrirspurna,“ segir Marínó. Hann segir ekkert vinnast með því að fara sér of hratt. Heillavænlegast sé að taka eitt skref í einu og gæta verði þess að innviðir fyr- irtækisins þoli álagið: „Þetta er langt og strangt ferli. Það verða til að mynda að vera tilbúin sýnishorn af haustlínunni 2006 í októ- ber árið 2005.“ Marínó bætir við að verslanir sýni enga miskunn sé ekki staðið við afhend- ingar á pöntunum: „Menn mega teljast heppn- ir fái þeir einn sjens. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að við ráðum við það sem við erum að gera“. Nýju eigendurnir tóku við rekstrinum í jan- úar á þessu ári. Veltan í ár er áætluð um einn og hálfur milljarður króna sem er umtalsverð aukning frá fyrra ári. Marínó segir stefnt að því að halda áfram að vera í fararbroddi hönnunar á útivistar- og tískufatnaði. Hann segir ekki á stefnuskránni að fjölga búðum á Íslandi en þó séu stjórn- endur fyrirtækisins alltaf með augun opin fyrir nýjum tækifærum: „Stefnan er sett á stöðugan vöxt, engin heljarstökk. Það gildir sama lögmál í þessu og fótboltanum; maður tekur einn leik fyrir í einu.“ 66 Norður Forstjóri: Marínó Guðmundsson Búðir: Sjö 66 Norður á Íslandi, tvær í Lettlandi. Þrjár búðir Rammagerðarinnar. Starfsmenn: 280, þar af 170 í Lettlandi Áætluð ársvelta: Einn og hálfur milljarður króna Tökum einn leik fyrir í einu Marínó Guðmundsson er forstjóri 66˚ Norður. Hann tjáði Jóni Skaftasyni að þrátt fyrir að vel gengi yrði að sníða sér stakk eftir vexti. Rekstur fyrirtækis sé eins og knattspyrna; taka eigi einn leik fyrir í einu. JÓNAS FR. JÓNSSON hefur verið ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Jónas er fæddur árið 1966. Hann hefur embætt- ispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, LLM próf frá háskól- anum í Cambridge í Englandi og MBA- próf frá Vlerick Leu- ven Gent Management School í Belgíu. Þá hefur hann lokið verðbréfamiðlara- prófi. Jónas hefur mikla reynslu af al- þjóðlegu samstarfi og fimm ára reynslu sem framkvæmdastjóri innra markaðs- sviðs Eftirlitsstofnunar EFTA í Brüssel. Í því starfi öðlaðist hann víðtæka stjórn- unarreynslu auk yfirgripsmikillar þekk- ingar meðal annars á Evrópulöggjöf um fjármagnsmarkaði. Nýja stjórn Sjóvá skipa BJARNI ÁR- MANNSSON, BENEDIKT JÓHANNESSON, KARL WERNERSSON, GUÐMUNDUR ÓLA- SON og JÓN SCHEVING THORSTEINSSON. Þar sem Sjóvá er ekki lengur dótturfé- lag Íslandsbanka heldur hlutdeildarfé- lag situr forstjóri Sjóvá Þorgils Óttar Mathiesen ekki lengur í framkvæmda- stjórn Íslandsbanka. MARÍNÓ GUÐMUNDSSON FORSTJÓRI 66 NORÐUR Fatnaður 66 Norður er hannaður í samvinnu við fagfólk. Útivistarlínan með þrautreyndum fjallgöngugörpum og björg- unarsveitarmönnum og nýja golflínan með þremur íslenskum atvinnumönnum í íþróttinni, Birgi Leifi Hafþórssyni, Ólöfu Maríu Jónsdóttur og Ólafi Má Sigurðarsyni. HAFDÍS JÓNSDÓTTIR Í WORLD CLASS Hafdís segir mikilvægt að standa við orð sín. Hvort sem er í viðskiptum eða öðru. Heiðarleiki FRIENDS VIRKA DAGA KL. 20:30 FYLGSTU MEÐ! Fr ét ta bl að ið /E .Ó l. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » 16-17 Markadur lesið 19.7.2005 16:45 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.