Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 28
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Jón skaftason skrifar Nýjasta Harry Potter bókin, Harry Potter and the Half Blood Prince, fór á sölu víðs vegar um heiminn eina mínútu yfir mið- nætti síðasta laugardag. Alls seldust rúmlega tíu milljónir ein- taka fyrsta daginn. Fyrsta bókin um galdramann- inn unga kom út árið 1997 og er óhætt að segja að Harry og fé- lagar hafi ekki litið um öxl síðan. Nýja bókin er sú sjötta í röðinni og hafa þær samtals selst í 265 eintökum í 200 löndum og verið gefnar út á 62 tungumálum. Höfundur bókanna J.K. Rowl- ing, er nú ríkasta kona Bretlands og metur bandaríska viðskipta- tímaritið Forbes auðæfi hennar á rúma 65 milljarða króna. Mikil leynd hvíldi yfir sögu- þræði bókarinnar og gerðu útgef- endurnir, Bloomsbury, allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að fólk kæmist yfir eintök af bókinni áður en hún kæmi í búðir. Einhverjum tókst þó að nýta sér gloppur í öryggisnetinu; til að mynda seldi bókabúð í Kanada óvart fjórtán eintök af bókinni eftir að hafa misskilið fyrirmæli um hvenær setja mætti bókina í hillur. Harry Potter er þó ekki bara söguhetja í barnabók heldur al- þjóðlegt vörumerki sem höfðar til fólks af öllum aldurshópum. Þrjár kvikmyndir hafa verið gerðar eftir bókunum og kemur sú fjórða út síðar á þessu ári. Þá eru til Harry Potter leikföng, fatalína og raunar allt sem mönnum kynni að detta í hug. Óttarr Proppé, verslunarstjóri Máls og menningar, telur lykilinn að velgengni bókanna liggja í góðri sögu: ,,Þetta eru náttúrlega fyrst og fremst skemmtilegar bækur. Síðan hefur útgefand- anum tekist ótrúlega vel upp að halda eftirvæntingunni í kringum bókina. Þeir hafa spilað úr þeirri dulúð sem umlykur Harry Potter.“ Óttarr segir nýju bókina hafa selst vel hér á landi: ,,Það voru um tvö þúsund bækur í fyrstu sendingunni og þær eru flestar seldar, svo er von á þúsund ein- tökum í viðbót í vikunni. Ég held það hafi selst um tvö þúsund ein- tök af síðustu bók, þannig áhuginn eykst ef eitthvað er.“ Saga Harry Potter vörumerkisins er sannkallað ævintýri. Tíu milljónir eintaka seldust af nýju bókinni á útgáfudaginn og er J.K. Rowling ríkasta kona Bretlandseyja. J.K. ROWLING MEÐ EINTAK AF NÝJU HARRY POTTER BÓKINNI Bókin er sú sjötta í röðinni og hafa þær selst í 265 milljónum eintaka í 200 löndum og verið þýddar á 62 tungumál. Óttarr Proppé segir galdurinn fyrst og fremst felast í góðri sögu. Gróðinn liggur í galdrinumFyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría Lev 11,75 40,1377 1,22% Carnegie Svíþjóð SEK 90 8,389 1,49% Cherryföretag Svíþjóð SEK 30,4 8,389 9,30% deCode Bandaríkin USD 9,65 65,26 -4,54% EasyJet Bretland Pund 2,635 114,02 1,20% Finnair Finnland EUR 7,16 78,69 -1,92% French Connection Bretland Pund 2,55 114,02 6,89% Intrum Justitia Svíþjóð SEK 55,25 8,389 4,13% Low & Bonar Bretland Pund 1,07 114,02 0,36% NWF Bretland Pund 4,605 114,02 -1,94% Sampo Finnland EUR 12,35 78,69 -0,64% Scribona Svíþjóð SEK 14,1 8,389 0,34% Skandia Svíþjóð SEK 43,2 8,389 2,24% Miðað við gengi bréfa og gjaldmiða 18. júlí 2005 Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 0 , 4 6 0 , 7 0 % Hagnaður banda- ríska tölvurisans IBM var ellefu pró- sentum minni á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta. Hagnaður fyrirtæk- isins var á fjórð- ungnum um 115 mill- jarðar króna. Sala hjá IBM minnkaði um rúm fimm pró- sent og er það í fyrs- ta skipti í þrjú ár sem sala minnkar milli fjórðunga. IBM seldi nýlega t ö l v u f r a m l e i ð s l u sína til kínverska f r a m l e i ð a n d a n s Lenovo og einbeitir fyrirtækið sér nú að ráðgjafastörfum og þróun hugbúnaðar. Þrettán þúsund manns var sagt upp störfum hjá IBM í kjölfarið. „Breytingar taka tíma hjá svona stór- fyrirtækjum. Þetta verður til góðs þegar litið er til lengri tíma,“ sagði Sunil Reddy einn hluthafa í IBM. Hlutabréf í IBM hafa fallið í verði um sextán prósent það sem af er ári. -jsk HÖFUÐSTÖÐVAR IBM Í CHICAGO Hagnaður IBM minnkaði milli ársfjórðunga í fyrs- ta skipti í þrjú ár. Fyrirtækið hefur selt tölvuframleiðslu sína til Kína. Fr ét ta bl að ið /A FP Hagnaður IBM minnkar Miklar breytingar standa yfir hjá IBM sem hefur selt tölvuframleiðslu sína.                                       !"  #  $%&'        (   )     * " + ,, #     )     $%&'  *      )    )"     #       $%&'  (-.,      /   + 0      !    1+ + #   +*           !    #  #   ( # ,   $%&'   *( #,     #*    + ,,   #  (      # 2  (       "     +     3+  ,,   4 3+    3   5)6%  7)%     5)6% "    7)%    *       ( 7   ,(  #   " (8  *  (  (    .      +  * 9  #   * ( $%&'      "    ,,  ( : "   (   $%&' 2   $%&' ;( (  +    #   2,       *+        $%&' ;(  < =   < > #8   , "   *?  # <  , + ,,  $%&' @A@.' @A@$%&'B5@A@$%-'B5@A@-'@A@)C' @A@)D' @A@)E'                 !                                                                                                 ! "    ##    $#     %       06_07_Markadur lesið 19.7.2005 16:05 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.