Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 20. júlí, 201. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.56 13.34 23.10 AKUREYRI 3.16 13.19 23.19 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þorsteinn Guðmundsson er búinn að vera með kajakbakteríuna í yfir aldarfjórðung. Þegar Fréttablaðið náði á Þorstein var hann nýkominn úr einni kajakferð og á leiðinni í aðra. „Það er alltaf jafn gaman að komast í vatn,“ segir hann þótt ferðin hafi að hans sögn ekki verið neitt sérstaklega merkileg. „Ég fór bara í Hvítána í hálfgerða fjöl- skylduferð og með tvo nýliða með mér.“ Í gær voru 25 ár síðan Þorsteinn og fé- lagar héldu sitt fyrsta námskeið í kajak- ferðum sem var svo aðdragandi að stofnun kajakklúbbsins sem hann veitir nú forstöðu fyrir. 27 ár eru síðan hann fór í sína fyrstu ferð. „Það byrjaði á því að ég keypti mér kaf- arabúning og fór að kafa. Svo fannst mér al- veg upplagt að kaupa kajak sem ég sá í búð í bænum því ég gæti notað kafaragallann til að vera á kajaknum.“ Til að gera langa sögu stutta hefur Þorsteinn verið á kajak síðan en kafaragallinn er búinn að vera í bíl- skúrnum í aldarfjórðung. Þennan fyrsta kajak á Þorsteinn ekki lengur, „því miður, en alla hina á ég sem ég hef eignast síðan,“ segir hann. Blaðamaður þorir að spyrja hvað þeir eru margir. „Bíddu nú við,“ segir hann hugsar sig að- eins um en telur síðan saman að hann eigi sjö báta, fimm straumvatnskajaka og tvo spánýja sjóbáta sem hann keypti í vetur „til að draga konuna á flot“. Þorsteinn fer aðallega í dagsferðir með straumvatnskajakana en stundum í lengri ferðir um landið. „Svo erum við með helg- arferðir og lengri ferðir í sjókajaknum. Ég er til dæmis að fara í helgarferð á Breiða- fjörðinn í ágúst.“ Hann fer sjálfur ekki oft til útlanda í kajakferðir en hefur þó heim- sótt Noreg og Skotland. Elsti sonur hans er aftur á móti duglegri við lengri ferðirnar og ætlar til Tíbets í haust. Að lokum kemur hin klassíska spurning um hvort kajakróður sé ekki hættulegur. Þorsteinn hefur svör á reiðum höndum enda oft verið spurður þessarar sömu spurningar. „Allt er hættulegt. Það er hættulegt að keyra. En ef maður gerir þetta rétt þá er þetta ekkert mál.“ annat@frettabladid.is Dregur konuna á flot ferdir@frettabladid.is Ferðafélagið Útivist ætlar að ganga Laugaveginn dagana 20. til 24. júlí en Laugavegurinn er gönguleiðin milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur. Í ferðinni gefst ferðafólki kostur á að kynnast ótrúlega fjölbreyttu og fögru landslagi. Má þar nefna heitar laugar, hveri og jökla. Gist er í tjöldum og skálum. Lagt af stað frá BSÍ kl. 8.30, fararstjóri er Þorbjörg Kolbeinsdóttir. Franskir dagar verða haldnir á Fáskrúðsfirði um helgina. Um árlegan viðburð er að ræða þar sem heimamenn og gestir halda á lofti minningunni um veru Frakka á Fáskrúðsfirði. Að venju verður mikið um dýrðir og gestir bæjarins ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skemmti- dagskráin er fjölbreytt og má þar nefna listasýningar, kender- ísgöngu, singstar-keppni, kassa- bílarallý og dorgveiðikeppni. Icelandair býður börnum 40 prósenta afslátt af netsmellum. Tilboðið gildir á eftirfarandi áfangastaði: London, Glasgow, Osló, Kaup- mannahöfn, Stokkhólm, Helsinki, Frankfurt, Berlín, Munchen, Amsterdam, París, Barcelona, Madríd og Mílanó. Tilboðið gildir til 15. ágúst, síðasta brottför er 31. ágúst. Söguganga um Innbæinn og Fjöruna á Akureyri verður farin laugardaginn 24. júlí. Lagt verður af stað kl. 14 frá Laxdals- húsi við Hafnarstræti 11 sem er elsta húsið á Akureyri. Innbær- inn og Fjaran er elsti bæjar- hlutinn á Akureyri en verslun hófst þar um 1600. Leiðsögu- maður er Jón Hjaltason. Þorsteinn á sjókajak við Geldinganes. LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Ég bað guð að kenna mér stafrófið og það gerði hann, en hann var rosa- lega lengi að því. Hringarnir með stóru h-i BLS. 4 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 17 (01) Allt-Forsiða 19.7.2005 20:34 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.