Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 17
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 5
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er miðvikudagur 20. júlí,
201. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 3.56 13.34 23.10
AKUREYRI 3.16 13.19 23.19
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Þorsteinn Guðmundsson er búinn að
vera með kajakbakteríuna í yfir
aldarfjórðung.
Þegar Fréttablaðið náði á Þorstein var hann
nýkominn úr einni kajakferð og á leiðinni í
aðra. „Það er alltaf jafn gaman að komast í
vatn,“ segir hann þótt ferðin hafi að hans
sögn ekki verið neitt sérstaklega merkileg.
„Ég fór bara í Hvítána í hálfgerða fjöl-
skylduferð og með tvo nýliða með mér.“
Í gær voru 25 ár síðan Þorsteinn og fé-
lagar héldu sitt fyrsta námskeið í kajak-
ferðum sem var svo aðdragandi að stofnun
kajakklúbbsins sem hann veitir nú forstöðu
fyrir. 27 ár eru síðan hann fór í sína fyrstu
ferð.
„Það byrjaði á því að ég keypti mér kaf-
arabúning og fór að kafa. Svo fannst mér al-
veg upplagt að kaupa kajak sem ég sá í búð
í bænum því ég gæti notað kafaragallann til
að vera á kajaknum.“ Til að gera langa sögu
stutta hefur Þorsteinn verið á kajak síðan
en kafaragallinn er búinn að vera í bíl-
skúrnum í aldarfjórðung.
Þennan fyrsta kajak á Þorsteinn ekki
lengur, „því miður, en alla hina á ég sem ég
hef eignast síðan,“ segir hann. Blaðamaður
þorir að spyrja hvað þeir eru margir.
„Bíddu nú við,“ segir hann hugsar sig að-
eins um en telur síðan saman að hann eigi
sjö báta, fimm straumvatnskajaka og tvo
spánýja sjóbáta sem hann keypti í vetur „til
að draga konuna á flot“.
Þorsteinn fer aðallega í dagsferðir með
straumvatnskajakana en stundum í lengri
ferðir um landið. „Svo erum við með helg-
arferðir og lengri ferðir í sjókajaknum. Ég
er til dæmis að fara í helgarferð á Breiða-
fjörðinn í ágúst.“ Hann fer sjálfur ekki oft
til útlanda í kajakferðir en hefur þó heim-
sótt Noreg og Skotland. Elsti sonur hans er
aftur á móti duglegri við lengri ferðirnar
og ætlar til Tíbets í haust.
Að lokum kemur hin klassíska spurning
um hvort kajakróður sé ekki hættulegur.
Þorsteinn hefur svör á reiðum höndum
enda oft verið spurður þessarar sömu
spurningar. „Allt er hættulegt. Það er
hættulegt að keyra. En ef maður gerir þetta
rétt þá er þetta ekkert mál.“
annat@frettabladid.is
Dregur konuna á flot
ferdir@frettabladid.is
Ferðafélagið Útivist ætlar að
ganga Laugaveginn dagana 20.
til 24. júlí en Laugavegurinn er
gönguleiðin milli Landmanna-
lauga og Þórsmerkur. Í ferðinni
gefst ferðafólki kostur á
að kynnast ótrúlega
fjölbreyttu og fögru
landslagi. Má þar nefna
heitar laugar, hveri og jökla. Gist
er í tjöldum og skálum. Lagt af
stað frá BSÍ kl. 8.30, fararstjóri
er Þorbjörg Kolbeinsdóttir.
Franskir dagar verða haldnir á
Fáskrúðsfirði um helgina. Um
árlegan viðburð er að ræða þar
sem heimamenn og gestir halda
á lofti minningunni um veru
Frakka á Fáskrúðsfirði. Að venju
verður mikið um dýrðir og gestir
bæjarins ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. Skemmti-
dagskráin er fjölbreytt og má
þar nefna listasýningar, kender-
ísgöngu, singstar-keppni, kassa-
bílarallý og dorgveiðikeppni.
Icelandair býður börnum 40
prósenta afslátt af netsmellum.
Tilboðið gildir á eftirfarandi
áfangastaði: London, Glasgow,
Osló, Kaup-
mannahöfn,
Stokkhólm,
Helsinki, Frankfurt,
Berlín, Munchen, Amsterdam,
París, Barcelona, Madríd og
Mílanó. Tilboðið gildir til 15.
ágúst, síðasta brottför er 31.
ágúst.
Söguganga um Innbæinn og
Fjöruna á Akureyri verður farin
laugardaginn 24. júlí. Lagt
verður af stað kl. 14 frá Laxdals-
húsi við Hafnarstræti 11 sem er
elsta húsið á Akureyri. Innbær-
inn og Fjaran er elsti bæjar-
hlutinn á Akureyri en verslun
hófst þar um 1600. Leiðsögu-
maður er Jón Hjaltason.
Þorsteinn á sjókajak við Geldinganes.
LIGGUR Í LOFTINU
í ferðum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
KRÍLIN
Ég bað guð að
kenna mér stafrófið
og það gerði hann,
en hann var rosa-
lega lengi að því.
Hringarnir með stóru h-i
BLS. 4
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
17 (01) Allt-Forsiða 19.7.2005 20:34 Page 1