Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 52
FÓTBOLTI Guðmundur Steinarsson,
fyrirliði Keflavíkur í Landsbanka-
deild karla, meiddist á hné í leik
gegn ÍBV á dögunum og er óttast
um að hann verði ekki meira með
á þessu tímabili. Ingvi Rafn Guð-
mundsson, framherji Keflvíkinga,
fótbrotnaði illa í leik fyrr í sumar
og verður ekki meira með liðinu.
Tveir af fjórum framherjum
Keflvíkinga hafa því meiðst í
sumar.
Þjálfari Keflvíkinga, Kristján
Guðmundsson, sagði þetta mikið
áfall. „Það hefur ekki gengið
áfallalaust hjá okkur á þessu Ís-
landsmóti. Nokkrir hafa meiðst,
og einn þar á meðal alvarlega.
Vonandi reynast þessi meiðsli
Guðmundar ekki alvarleg en því
miður er útlitið ekki gott.“
Mistök í útgáfu Fréttablaðsins
í gær urðu til þess að einkunnir
leikmanna Keflavíkur og ÍBV á
mánudagskvöldið birtust ekki.
Beðist er velvirðingar á
mistökunum og eru einkunnirnar
birtar hér. - mh
20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR
> Við hvetjum ...
... alla knattspyrnuáhugamenn að flykkjast
í Hafnarfjörðinn í kvöld og hvetja lið FH til
dáða í síðari leiknum gegn Neftchi Baku í
forkeppni Meistaradeildar-
innar í kvöld. Lið Neftchi er
firnasterkt og eru um 60
manns úr innsta
stuðningsmannakjarna
félagsins með í för sem
munu án efa láta vel í
sér heyra. FH þarf á
öllum mögulegum
stuðningi að halda í kvöld.
Svíi til Keflavíkur
Lið Keflavíkur í Landsbankadeild karla
hefur samið við sænska leikmanninn
Kennet Gustavsson og verður hann hjá
liðinu út sumarið. Þá er einn efnilegasti
leikmaður Færeyja, Simon Samúelsson,
einnig mættur í Bítlabæinn þar sem hann
mun vera við æfingar hjá Keflavík í tvær
vikur.
sport@frettabladid.is
20
> Við hrósum ...
.... Skagamönnum, sem tóku enska 1.
deildarliðið Derby County í
kennslustund í fótbolta á
Skipaskaga í gærkvöld. Liðið
vann sanngjarnan 2-1 sigur
gegn liði sem var á
mörkunum að komast í
ensku úrvalsdeildina í vor.
FH tekur á móti Neftchi Baku í sí›ari leik li›anna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. fijálfari aserska
li›sins segir FH vera me› sterkt li› en a› sínir menn séu sta›rá›nir í a› komast áfram í keppninni.
Erum ekki lið sem hangir í vörn
FÓTBOLTI Neftchi hefur gott forskot
á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar
sem heimamenn sigruðu 2-0 og
tapið var það fyrsta og eina hjá
Hafnfirðingum í sumar. Þjálfari
Neftchi, Agasalim Misjavadov,
segir ekki margt hafa komið sér á
óvart í leik FH-inganna ytra en við-
urkennir að þeir séu með fram-
bærilegt lið sem ekki beri að van-
meta.
„Ég sá myndbandsupptöku úr 3-
1 sigurleik FH áður en við mættum
þeim og þar mátti glöggt sjá að
þeir eru með gott lið. Þeir eru með
líkamlega sterka leikmenn og
leikstíll FH er ekki ósvipaður því
sem gengur og gerist í enska bolt-
anum. Það virðist henta þeim vel
að spila svona knattspyrnu og þó
að mér sýnist FH-ingar helst vilja
sækja, er varnarleikur þeirra
mjög góður líka,“ sagði Mis-
javadov sem sagði sína menn ekki
komna hingað til að verja forskot
sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði
hættunni heim.
„Við erum ekki lið sem hangir í
vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég
geri mér hins vegar grein fyrir því
að við erum að spila við gott lið á
erfiðum útivelli og því gæti vel
brugðið til beggja vona fyrir okkur.
Ég við erum ilbúnir og ætlum að ná
góðum úrslitum,“ sagði þjálfarinn.
Blaðamaður spurði Misjavadov
hvort það væru einhverjir leik-
menn sem hann legði meiri áherslu
á að stöðva en aðra í FH-liðinu.
„Framherjar þeirra eru skæðir,
bæði Tryggvi Guðmundsson og All-
an Borgvardt. Ég veit að þeir eru
báðir markahæstir í heimalandinu
og miklir markaskorarar þannig að
við verðum að reyna að halda aftur
af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en
svo hef ég hrifist af leik Davíðs
Þórs Viðarssonar og Daða Lárus-
sonar í markinu.“
baldur@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
17 18 19 20 21 22 23
Miðvikudagur
JÚLÍ
■ ■ LEIKIR
19.15 FH tekur á móti Neftchi í
forkeppni Meistaradeildar Evrópu á
Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.
■ ■ SJÓNVARP
17.30 Sterkasti maður heims á Sýn.
18.00 Meistaradeildin-Gullleikur á
Sýn.
19.40 Meistaradeildin FH-Neftchi á
Sýn.
22.00 Stjörnukylfingur Íslands á Sýn.
22.20 Formúlukvöld á RÚV.
22.40 Beyond the Glory á Sýn.
22.40 Bikarkvöld á RÚV.
23.20 Meistaradeildin FH-Neftchi á
Sýn.
Knattspyrnusamband Íslands hefur
samið um að leika tvo vináttulandsleiki
í sumar og haust, gegn Venesúela hér
heima þann 17. ágúst og gegn Pólverj-
um ytra í október. Framundan eru loka-
leikirnir í undankeppni fyrir HM 2006
og þó svo að Ísland eigi enga mögu-
leika á sæti þar verður engu að síður
kappkostað við að ná góðum úrslitum
og eru vináttulandsleikirnir hugsaðir
sem undirbúningur fyrir þá leiki.
Leikur Íslands og Venesúela
verður sjöundi landsleikur Ís-
lands gegn liði frá Mið- og
Suður-Ameríku. Í þeim leikj-
um hefur Ísland einu sinni
borið sigur úr býtum, gegn
Bólivíu árið 1994 þar sem Þor-
valdur Örlygsson skoraði sigur-
mark Íslands. Venesúela verður seint
talið stórveldi í suður-amerískri knatt-
spyrnu en liðið er í 9. og næstneðsta
sæti undankeppni Suður-Ameríku
fyrir heimsmeistarakeppnina.
Liðið hefur þó náð athyglisverð-
um úrslitum, til dæmis unnið
Úrúgvæ og Kólumbíu á útivelli
og tapað naumlega fyrir Argent-
ínu, 3–2, einnig á útivelli. Ísland
leikur svo gegn Pólverjum
ytra 7. október en Pólland
trónir á toppi síns riðils
sem stendur og mun
væntanlega leika þýð-
ingarmikinn leik
gegn Englandi í
lokaumferð riðla-
keppninnar á sama
tíma og Svíar taka á
móti Íslendingum.
„Við kappkostum að fá landsleik hér
heima í ágúst,“ segir Geir Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri KSÍ. „Við leituðum
fyrir okkur í Evrópu en þá voru nærri
allir uppteknir á þessum degi. En það
verður gaman að geta boðið íslenskum
áhorfendum upp á knattspyrnulandslið
frá annarri heimsálfu.“ Geir segir að þó
svo að staða Íslands í undankeppninni
sé slæm skiptir hvert stig máli upp á
framtíðina að gera og að vináttuleikirnir
séu ekki síður mikilvægir. „Við erum að
þróa okkar lið og reyna að bæta okkar
leik. Þessir leikir eru líka hluti af því að
vera í alþjóðlegu samstarfi. Knattspyrn-
an í Suður-Ameríku er sterk og Venesú-
ela er sannarlega verðugur andstæðing-
ur.“
ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í KNATTSPYRNU: VINÁTTULEIKIR GEGN VENESÚELA OG PÓLLANDI FRAMUNDAN
Gaman a› fá li› frá annari heimsálfu
*MAÐUR LEIKSINS
KEFLAVÍK 4–4–2
Ómar 5
Gestur 6
Guðmundur Mete 7
(83. Ásgrímur –)
M. Johanson 5
Guðjón Árni 5
Gunnar Hilmar 5
(84. Bjarni –)
Baldur 5
*Jónas 7
Hólmar Örn 6
Hörður 6
Guðmundur S. 5
(62. Ólafur Jón 6)
ÍBV 4–4–2
Birkir 5
Bjarni Geir 5
Bjarni Hólm 5
Páll Hjarðar 6
Pétur 6
Atli 6
Jeffs 6
Heimir Snær 5
Andri 5
Pétur Óskar 7
(87. Sam –)
Steingrímur 5
(21. Platt 5)
Keflvíkingar verða fyrir enn einni blóðtökunni:
Gu›mundur frá út sumari›?
r
s
ÆTLA SÉR SIGUR
Varaforsetinn Ramin
Musayev og
fyrirliðinn Rashad
Sadigov segja að
Neftchi muni sækja
til sigurs í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
TVEGGJA MARKA MAÐURINN Sóknar-
maðurinn Andri Júlíusson fór illa með
varnarmenn enska 1. deildarliðsins Derby
County í æfingaleik liðanna uppi á
Skipaskaga í gær. Andri, sem hér sést í
baráttunni við einn leikmanna Derby,
skoraði bæði mörk Skagamann í 2-1 sigri
þeirra. Bæði lið stilltu upp sínu sterkasta
byrjunarliði en í síðari hálfleik fengu ungir
leikmenn ÍA tækifæri og stóðu sig með
stakri prýði. Eftir leikinn stukku leikmenn
Derby út í sjó til að kæla sig niður eftir
átökin í hitanum í gærkvöldi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
IR
ÍK
U
R
Meistaradeild Evrópu:
Öruggur sigur
hjá Liverpool
FÓTBOLTI Steven Gerrard undir-
strikaði enn og aftur mikilvægi
sitt fyrir Liverpool í síðari leik
liðsins gegn Total Network
Soulutions frá Wales í gærkvöld.
Liverpool sigraði örugglega 0-3,
en þegar Gerrard kom inn á þegar
rúmur hálftími lifði leiks hafði
Liverpool aðeins 1-0 forystu eftir
mark Djibril Cisse á upphafsmín-
útunum. En Gerrard, sem skoraði
þrennu í fyrri leiknum, bætti við
tveimur glæsilegum mörkum
þann tíma sem eftir var og
tryggði Liverpool samanlagðan 6-
0 sigur.
Rafael Benitez tefldi ekki fram
sínu sterkasta liði í leiknum í gær
og fengu nokkrir yngri leikmenn
liðsins að spreyta sig. Milan Baros
var ekki í leikmannahópnum og
eftir að félagið festi kaup á Peter
Crouch frá Southampton í gær má
leiða líkur að því að dagar Baros
hjá Liverpool séu taldir. - vig
52-53 (20-21) SPORT 19.7.2005 21:34 Page 2