Fréttablaðið - 20.07.2005, Síða 40

Fréttablaðið - 20.07.2005, Síða 40
Kortið er sett í þar til gerðan lesara. Ekki verður lengur not- ast við undirskrift til að stað- festa kaup heldur fá notendur úthlutað sérstöku pin-númeri. Þegar kortinu hefur verið rennt í gegnum lesarann biður hann notanda um pin-númerið. Um leið og númerið hefur verið sleg- ið inn eru kaupin staðfest. Þannig má segja að snjallkort athugi í tvígang hvort alls sé með felldu. Örgjörvinn er vörn gegn kortafölsun og pin-númer- ið tryggir að óprúttnir aðilar geti ekki misnotað kort sem hafa tapast. *Upplýsingar af heimasíðu Fjöl- greiðslumiðlunar www.fgm.is MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN18 F Y R S T O G S Í Ð A S T Greiðslukort framtíðarinnar kallast snjallkort og eiga að auka öryggi korthafa til muna. Hugbúnaðarfyrir- tækið Hugur vinnur að þróun bún- aðar fyrir snjallkortahraðbanka. Sigrún Eva Ármannsdóttir hjá Hug fræddi Jón Skaftason um nýju kort- in og sagði íslenskan hugbúnað í fremstu röð. Fyrirhuguð er mikil breyting á greiðslukortum landsmanna; leggja á gömlu kortunum með segul- röndinni og taka upp nýja tegund korta, svokölluð snjallkort. Snjallkortin verða með sérstakan örgjörva sem er í rauninni lítil tölva, með minni og innra skrá- kerfi. Örgjörvinn er þeim kostum gæddur að nánast ómögulegt er að afrita hann. Snjallkortin eru því mun öruggari en þau gömlu en fullauðvelt þykir að komast yfir persónuupplýsingar á segulrandar- kortunum. Lítið hefur reyndar verið um slíkt svindl hér á landi en erlendis er hægt að nálgast fölsunarbúnað fyr- ir lágar fjárhæðir. ÍSLENSKIR BANKAR FRAMARLEGA Sigrún Eva Ármannsdóttir er forstöðumaður fjármálasviðs hjá Hugi sem meðal annars sér um að þróa hugbúnað fyrir alla hraðbanka á Íslandi. Sigrún segir einstaklega gaman að starfa með íslensku bönkunum enda séu þeir metnaðarfull fyrirtæki: „Íslensku bankarnir hafa mikinn metnað til að hafa allt sem best og nýtískuleg- ast. Þeim er mjög umhugað um að fé viðskipta- vinanna sé í sem öruggustum höndum. Nýju snjall- kortin verða snar þáttur í því.“ Hugur vinnur nú um stundir að þróun hugbúnað- ar í nýja gerð hraðbanka sem sérhannaðir eru fyrir hin nýju snjallkort: „Við höfum skrifað nýja lausn vegna snjallkortana. Nú þegar eru fjórir slíkir bankar í umferð, en með tíð og tíma verður þetta komið í alla 250 hraðbanka á landinu,“ segir Sigrún og bætir við að ekki sé langt í að snjallkort verði komin í veski flestra landsmanna: „Öll ný kredit- kort sem fara í umferð eru með þessa tækni og debetkortin fylgja í kjölfarið. Einnig veit ég til þess að verið er að skipta gömlu posunum út fyrir snjall- kortaposa“. Fólk þarf þó ekki að skammast sín hafi það ekki tekið eftir nýju hraðbönkunum enda erfitt fyrir leikmann að greina þá frá þeim gömlu. MUN ÖRUGGARA Sigrún segir að öryggi korthafa aukist til muna þegar snjallkortin verði komin í umferð: „Þetta felst aðallega í öruggum samskiptum milli korts og kortafyrirtækis. Kortið sendir frá sér boð til korta- fyrirtækis og þannig er hægt að sannreyna hvort kortið sé ósvikið. Síðan slær korthafi inn pin-númer sem sýnir fram á að réttur einstaklingur haldi á kortinu.“ Snjallkortin eru alþjóðlegt samvinnuverkefni kortarisanna Mastercard International og Visa International. Sérstakt fyrirtæki EMVco sér um að samræma staðla um öryggi í kortaviðskiptum. Höfuðáhersla þessa eftirlitsfyrirtækis er að sporna gegn kortasvindli. VINNA MEÐ STÓRFYRIRTÆKI Hugur er rótgróið fyrirtæki og hefur unnið að fjöl- breyttum verkefnum fyrir íslensku bankana frá 1983. Hjá fyrirtækinu vinna um 70 manns og skipt- ist starfsemin í tvö svið; viðskiptalausna- og fjár- málalausnasvið. Árið 1993 hóf Hugur að þróa hugbúnað fyrir hraðbanka og nýtur við þróun snjall- kortahraðbankanna aðstoðar banda- ríska hraðbankaframleiðandans Die- bold. „Diebold er stórfyrirtæki, með 54 prósent markaðshlutdeild á hrað- bankamarkaði í Bandaríkjunum auk þess sem þeir hafa sótt inn á Evrópumarkað,“ segir Sigrún. Hugur notar tölvuforrit Diebold, svokallað þró- unarumhverfi, til þróunar á eigin hraðbankahug- búnaði: „Þetta snýst raunar um að stýra hinum ýmsu hlutum hraðbankans og fá þá til að vinna sam- an, auk þess að framkvæma flókin og örugg sam- skipti milli fjármálastofnana. Þarna fara náttúrlega um verðmætar persónuupplýsingar, svo eins gott að allt gangi vel fyrir sig“. OPNAR DYR ERLENDIS Einn af kostum hugbúnaðaðarins frá Hugi er að hann virkar með öllum tegundum vélbúnaðar, en hér á landi er mest notast við hugbúnað frá NCR. Sigrún segir Diebold-menn hafa verið hissa á hve framarlega Íslendingar eru á þessu sviði og að nú sé mikil vinna í gangi við að kynna hugbúnað fyrir- tækisins erlendis: „Það hafa komið hingað menn frá Diebold í heimsókn og við erum að byrja að vinna í okkar málum erlendis. Svona mál taka þó auðvitað alltaf sinn tíma.“ Næsta skref hjá Hugi er að klára prófanir á nýj- um hugbúnaði og koma honum út í hraðbanka landsins auk þess sem stefnt er að því að styrkja samstarfið við Diebold enn frekar: „Við væntum þess að í náinni framtíð opnist leiðir fyrir íslenskar hugbúnaðarlausnir erlendis,“ segir Sigrún. M Á L I Ð E R Snjallkort Hvað er Fjölgreiðslumiðlun? Fjölgreiðslumiðlun er hlutafé- lag í eigu banka, sparisjóða, greiðslukortafélaga og Seðla- banka Íslands sem sinnir ýms- um verkefnum á sviði greiðslu- miðlunar. Af hverju er verið að gera þessar breytingar á kort- um landsmanna? Ætlunin er að fylgja eftir tæknibreytingu sem alþjóðlegu greiðslukortafé- lögin standa sameiginlega að. Fyrirséð er að í öll greiðslukort í veröldinni verð- ur greyptur ör- gjörvi sem bæði hýsir þau gögn sem nú eru geymd á segul- rönd kortanna auk ýmissa við- bótarlausna. Eru snjallkortin mun öruggari en eldri gerðir greiðslukorta? Í hverju felst þetta aukna öryggi? Afritun segul- randa í sviksamlegum tilgangi er orðið gríðarlega mikið vandamál og sífellt vaxandi. Nýrri tækni sem byggir á notk- un örgjörva er ætlað að sporna við þessari þróun og hefur hún þegar náð að sanna sig í þeim löndum sem lengra eru komin í innleiðingunni en við. Segja má að ógerlegt sé að brjóta upp það öryggi sem örgjörvinn bíð- ur upp á og því ættu bæði kort- hafar og móttakendur greiðslu- korta sem greiðsluformi að fagna breytingunni. Hvert er hlutverk tölvukubbsins sem greyptur er í snjallkortin? Eins og áður sagði geymir hann þau gögn sem segulröndin geymir í dag. Þó er rétt að taka fram að segulröndin verður áfram á kortunum samhliða ör- gjörvanum fyrst um sinn eða á meðan lokið er við uppfærslu móttökubúnaðar kortanna. Til viðbótar verður hægt að geyma ýmiss önnur gögn svo sem punkta- stöður í tengslum við ýmiss konar tryggðarkerfi, raf- ræn skilríki til auðkenningar og svo mætti áfram telja. Komu einhverjar aðrar lausnir en snjallkortið til greina? Raunar ekki – eins og áður sagði erum við hér að fylgja eftir alþjóð- legri tæknibreyt- ingu sem unnin er undir forystu al- þjóðlegu greiðslu- kortafélaganna og ekki miklu við það að bæta. Taka korthafar eftir miklum breytingum er nýju kortin verða tekin í notkun? Í hverju felast þær breytingar? Já og þá aðallega vegna þess að samhliða tæknibreytingunni verður tekin upp notkun leyni- númera (PIN) í stað undirritun- ar í öllum hefðbundnum við- skiptum með greiðslukort. Nýtt verklag felur í sér að korthaf- inn lætur greiðslukortið aldrei af hendi. Hann sér sjálfur um að stinga því í lestækið við búð- arborðið og slá inn sitt leyni- númer. Tímafrekar undirritanir verða því brátt úr sögunni sem vonandi leiðir til þess að það næst að flýta frágangi greiðslu frá því sem nú þekkist. Tímafrekar undir- ritanir úr sögunni T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Loga Ragnarssonar framkvæmdastjóra Fjölgreiðslumiðlunar SNJALLKORT FRÁ MASTERCARD Á myndinni má greinilega sjá örgjörvann sem græddur er í kortið og kemur í veg fyrir að það megi afrita. Stóraukið öryggi korthafa SIGRÚN EVA ÁRMANNSDÓTTIR FORSTÖÐUMAÐUR FJÁRMÁLALAUSNASVIÐS HJÁ HUG Hugur þróar hugbúnað í alla 250 hrað- banka landsins. Búnaðurinn er hannaður í þróunarumhverfi bandaríska hraðbankarisans Diebold og segir Sigrún forsvarsmenn Diebold furðu lostna yfir því hversu framarlega Íslendingar séu í þróun hugbúnaðarlausna. Fr ét ta bl að ið /H ei ða „Íslensku bankarnir hafa mikinn metnað til að hafa allt sem best og nýtískuleg- ast. Þeim er mjög umhugað um að fé viðskiptavinanna sé í sem öruggustum höndum. Nýju snjallkortin verða snar þáttur í því.“ Að greiða með snjallkorti 18-19 Markadur lesið 19.7.2005 16:35 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.