Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 50
Brian Pilkington er löngu orðinn
einn helsti tröllasérfræðingur
landsins enda hefur hann teiknað
margar forljótar en broshýrar
skessur í gegnum tíðina. Brian er
ekki mikið fyrir afmæli og ætlar
því ekki að gera neitt sérstakt í
tilefni dagsins. „Kannski opna ég
rauðvínsflösku,“ segir Brian,
sem fékk kíki í afmælisgjöf frá
konu sinni en hann er mikill
fuglaáhugamaður.
Brian er fæddur í Bretlandi
og kom til Íslands í sumarfrí
fyrir 28 árum. „Ég skemmti mér
svo rosalega vel að ég fór ekki
heim,“ segir Brian léttur í lund
og telur sig ennþá vera í þessu
sumarfríi.
Tröllin komu inn í líf Brians
þremur árum síðar þegar hann
myndskreytti bók Guðrúnar
Helgadóttur, Ástarsögu úr fjöll-
unum. „Tröllin passa vel við
minn stíl. Mér finnst gaman að
teikna tröll enda getur maður
ekki gert nein mistök við að
teikna þau,“ segir Brian en hann
hefur lagt mikinn tíma í að
byggja upp heilan tröllaheim.
„Mig dauðlangar að búa til heila
bíómynd um tröll með Steven
Spielberg,“ segir Brian hlæjandi
en hann vinnur nú að bók um
huldufólk sem er af allt öðrum
toga.
„Það er mjög erfitt, ég er van-
ur að teikna ljótar verur og þarf
núna að teikna eitthvað rosalega
fallegt,“ segir Brian. Hann von-
ast til að bókin komi út fyrir jól-
in en textann skrifar vinur hans
Terry Gunnell þjóðfræðingur.
Brian er mikill stuðnings-
maður knattspyrnuliðsins Liver-
pool enda fæddist hann í bænum
og stundaði nám við Anfield
junior skóla. „Þetta er í æðunum
og ég bara get ekki sleppt því að
fylgjast með,“ segir Brian sem
er ennþá að reyna að ná röddinni
eftir sigur liðsins í meistaradeild
Evrópu. ■
18 20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR
BRUCE LEE (1940-1973)
lést þennan dag.
Í fylgd með tröllum
BRIAN PILKINGTON TEIKNARI OG TRÖLLASÉRFRÆÐINGUR ER 55 ÁRA
„Ég er ekki í þessum heimi til að standa
undir væntingum þínum og þú ert ekki hér
til að standa undir mínum.“
Bruce Lee er af mörgum talinn besti leikari í bardagamyndum tutt-
ugustu aldar. Hann lést aðeins 33 ára og hefur dauði hans ávallt
þótt dulúðlegur.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Björn Friðbjörnsso, frá Vík í Fáskrúðs-
firði, lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð
laugardaginn 16. júlí.
Halldór Jónsson, frá Sunnutúni, Eyrar-
bakka, Baugstjörn 6, Selfossi, lést á
Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 16.
júlí.
JAR‹ARFARIR
13.00 Jón Kristinn Ágústsson Skipholti,
Vatnsleysuströnd, verður jarð-
sunginn í Fossvogskirkju.
PILKINGTON Brian kom til Íslands fyrir 28 árum í sumarfrí og fór aldrei heim.
Þennan dag árið 1960 varð
Sirimavo Bandaranaike fyrsta
konan í heiminum til að gegna
forsætisráðherraembætti. Hún
var ekkja hins myrta forsætis-
ráðherra Ceylons, Solomon
Bandaranaike. Sirimavo hóf
þátttöku í stjórnmálum aðeins
ári áður þegar eiginmaður
hennar var skotinn af róttæk-
um búddista.
Sirimavo gerði Sinhalese mál-
lýskuna að ríkistungumáli sem
vakti reiði Tamíla í landinu.
Einnig gerði hún skólana ríkis-
rekna.
Hún tapaði kosningum árið
1965 en komst aftur til valda
fimm árum síðar. Ceylon varð
lýðveldi árið 1972 og var nafni
þess þá breytt í Srí Lanka.
Flokkur Bandaranaike tapaði í
kosningum árið 1977 og árið
1980 var hún sjálf fundin sek
um misnotkun valds og neydd
úr ríkisstjórninni. Dóttir hennar,
Chandrika Kumaratunge, var
kosin forseti árið 1994 og gerði
móður sína að forsætisráðherra
sem þá var orðið varla meira
en táknrænt embætti.
Eftir fjörutíu ára valdaferil sagði
Sirimavo af sér í ágúst árið
2000 og lést aðeins tveimur
mánuðum síðar úr hjartaáfalli,
þá 84 ára gömul. 20. JÚLÍ 1960
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1433 Jóni Gerrekssyni Skálholts-
biskupi er drekkt í Brúará.
1783 Eldmessan er haldin á
Kirkjubæjarklaustri. Meðan
séra Jón Steingrímsson
messaði stöðvaðist framrás
hraunsins úr Skaftáreldum
stutt frá kirkjunni.
1944 Adolf Hitler sleppur naum-
lega þegar reynt er að ráða
hann af dögum með
sprengingu í höfuðstöðv-
um hans í Rastenberg.
1969 Neil Armstrong stígur sín
fyrstu skref á tunglinu.
1974 Tyrkland ræðst inn í Kýpur.
1976 Bandaríska geimfarið Vík-
ing 1 lendir á Mars.
1989 Síðasti hvalurinn sem
veiddur var samkvæmt vís-
indaáætlun kemur í land í
hvalstöðinni í Hvalfirði.
Fyrsti kvenforsætisrá›herra heims
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir,
Hlynur Sigtryggsson
fyrrverandi veðurstofustjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
22 Júlí kl. 11 f.h.
Ragnheiður Hlynsdóttir
Georg A. Bjarnason
Hlynur Georgsson
Sóley Soffía Georgsdóttir
Þröstur Sigtryggsson
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, samúðar-
kveðjur og vináttu við andlát og útför
Halldórs Sturlu Friðrikssonar
stórkaupmanns.
Erna Sveinbjörnsdóttir
Friðrik Halldórsson Bergljót Friðriksdóttir
Elínborg Halldórsdóttir
Sveinbjörn Halldórsson Ingibjörg Erna Sigurðardóttir
Margrét Halldórsdóttir Jóhann Steimann
Erna Gunnþórsdóttir og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Sigríður G. Antonsdóttir
Sogavegi 20, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 22. júlí kl. 13.
Birgir Guðmundsson Ásdís Guðnadóttir
Bragi Guðmundsson Margrét Gísladóttir
Anton Örn Guðmundsson Guðný Björgvinsdóttir
Sigurjón Guðmundsson Kristín Gunnarsdóttir
Stefán Guðmundsson Stefanía Muller
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengadafaðir,
afi, tengdasonur og bróðir,
Eyjólfur Sig. Bjarnason
Víðivangi 8, Hafnarfirði.
Verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju Hafnarfirði
fimmtudaginn 21. júlí kl. 13.00.
Guðfinna Vigfúsdóttir
Ásta Eyjólfsdóttir Hermann Jónsson
Sigurborg Eyjólfsdóttir Sverrir Kristinsson
Vigfús Eyjólfsson Rakel Þórðardóttir
Atli, Tryggvi, Ísak, Ingimar Bjarni, Eyjólfur Árni, Vigfús Sigurðsson
og systkini hins látna.
www.steinsmidjan.is
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auð-
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegs sonar okkar, bróður, mágs og frænda,
Hjálmars Vagns Hafsteinssonar
Túngötu 18, Sandgerði.
Sigrún Ásgeirsdóttir Hafsteinn Oddsson
Sonja Hafsteinsdóttir Halldór Þorvaldsson
Ásgerður Hafsteinsdóttir
Díana Hafsteinsdóttir Aleksandrs Mavlopulo
og frændsystkini.
Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og systir,
Helga Guðrún Þorsteinsdóttir
Hraunbæ 80, Reykjavík,
lést 12 júlí.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 22. júlí kl.13.00.
Helga Margrét Söebech Gunnar Örn Guðmundsson
Þórður Freyr Söebech
Guðmundur Örn Gunnarsson
Helgi Valur Gunnarsson
Jódís Þorsteinsdóttir.
50-51 (18-19) Tímamót 19.7.2005 19:00 Page 2