Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 26

Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R KB banki hækkar enn frekar á lista The Banker yfir eitt hundrað stærstu banka heims þegar listinn verður birtur á næsta ári. Yfir- töku KB banka á Singer & Friedlander (S&F) lýkur að öllum líkind- um að fullu með haustinu. S&F var í 507. sæti listans en KB banki í því 211. Ef bankarnir eru lagðir saman skjótast þeir upp í 169. sæti en vegna mik- ils vaxtar íslensku bankanna á þessu ári má fastlega búast við því að þeir hækki enn frekar. - eþa Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Verð á auglýsingamarkaði hefur farið lækkandi undanfarna mán- uði og er skýringin sögð sú að fjölmiðlum, einkum prent- miðlum, hefur fjölgað mikið. „Ég er að sjá verð sem ég hef ekki séð á þessum markaði,“ segir Jón Viðar Stefánsson, mark- aðsstjóri hjá Húsasmiðjunni. „Heilt yfir verður maður mjög var við alls konar gylliboð.“ Guðmundur Gíslason, mark- aðsstjóri hjá B&L, verður einnig var við að verð á auglýsingum hafi lækkað – sérstaklega á síð- ustu mánuðum. Það hafi þó ekki lækkað markaðskostnað fyrir- tækisins. „Þegar nýir miðlar hafa verið að koma inn hefur auglýs- ingaverð lækkað vegna sam- keppninnar. Þegar ég var að byrja í þessu starfi dugði heil- síðuauglýsing í Morgunblaðinu því öll þjóðin sá þá auglýsingu. Í dag þarf allt aðra taktík. Maður þarf að dreifa sér á mun fleiri miðla.“ Hann býst við að þegar upp- sveiflan í þjóðfélaginu er á enda lækki auglýsingaverð enn þá frekar. Jón Viðar er ekki tilbúinn að nefna tölur í þessu sambandi en sagði að lækkunin væri allnokkur mið- að við síðasta sumar. Hann segir að þetta ástand hljóti að vera mjög gott fyrir marga auglýsendur þótt hann hafi ákveðna skoðun á því að sumir miðlar auglýsi betur en aðrir. „Stærri fyrirtæki birta eftir dekkunar- og tíðnimarkmið- um og horfa í snertiverð en láta ekki ódýrasta heildarverðið ráða því hvar auglýsingin er.“ Barist um auglýsendur Auglýsingaverð hefur farið lækkandi á undanförnum mánuð- um vegna fjölgunar prent- og ljósvakamiðla. Erfiðara er fyrir markaðsstjóra að átta sig á því hvar markhópana er að finna. Citigroup er stærsti banki í heimi samkvæmt lista The Banker yfir eitt þús- und stærstu banka heims í lok síðasta árs. Sam- steypan var einnig verð- mætasti banki heims að markaðsvirði en virði bankans nam um sextán þúsund milljörðum króna. Í eignum talið er bankinn þó í öðru sæti. Svissneski bankinn UBS, sem skipar nítjánda sæti, er stærstur í eignum talið. Eignir hans nema eitt hundrað þúsund milljörðum króna. Annar í röðinni er í JP Morgan Chase sem hoppaði upp um þrjú sæti á milli ára. Kínverski bankinn Bank of China er sá ellefti en hann stökk upp um átján sæti frá fyrra ári. Japanskir bankar eiga erfitt ár að baki samkvæmt niður- stöðu The Banker. Mizuho lækkaði um tvö sæti og Sumitomo Mitsui Financial Group, sem vermdi níunda sætið árið 2003, féll niður í það fimmtánda. KB banki er í 211. sæti á listanum, Íslandsbanki í 441. sæti og Landsbankinn í því 471. eins og áður hefur komið fram. - eþa Citigroup í fyrsta sæti Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. * Nafnávöxtun sl. 12 mánu›i m.v. 30.06.2005 E N N E M M / S IA / N M 16 3 6 0 – kraftur til flín! S K A M M T Í M A S J Ó ‹ U R Skammtímasjó›ur er gó›ur kostur fyrir flá sem vilja áhættulitla fjárfestingu og verja sig gegn ver›bólgu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi eftir 30 daga. Innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. 9, 0 * % AUGLÝSINGAVERÐ LÆKKAR Markaðsstjórar eru sammála að verð á auglýsingum hafi lækkað. Fleiri ljósvaka- og prentmiðlar eru ástæða þessarar þróunar. CITIGROUP Bandaríski stórbankinn Citigroup er stærsti banki heims að mati The Banker. STÓR BANKI Við kaup KB banka á Singer & Friedlander verður bankinn kominn í hóp 170 stærstu banka heims. T Í U S T Æ R S T U B A N K A R H E I M S A Ð M A T I T H E B A N K E R Sæti Banki Land Sæti í fyrra 1. Citigroup BNA 1. 2. JP Morgan Chase BNA 5. 3. HSBC Holdings Bretland 3. 4. Bank of America Corp BNA 4. 5. Crédit Agricole Groupe Frakkland 2. 6. Royal Bank of Scotland Bretland 8. 7. Mitsubishi Tokyo Fin. Gr. Japan 7. 8. Mizuho Financial Group Japan 6. 9. HBOS Bretland 11. 10. BNP Paribas 10. Kjötið snarhækkar Svínakjöt hefur hækkað um 18 prósent á árinu. Kjötframleiðendur á Íslandi hafa dregið úr framleiðslu sinni og er eftirspurnin eftir kjöti, sérstak- lega nautakjöti, meiri en fram- boðið. Það hefur leitt til mikilla verðhækkana frá áramótum. Svínakjöt hefur hækkað um 18 prósent, lambakjöt um tæp 16 prósent og nautakjöt um 7 pró- sent samkvæmt mælingum Hag- stofunnar. Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Síldar og fisks, segir jafnvægi að nást í svínakjötsframleiðslu eftir mikla rússibanareið. Dregið hafi verið úr framleiðslu í júní um fjórtán prósent miðað við sama tíma í fyrra. Sigurður V. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kjötsmiðjunnar, segir að umtalsverð hækkun hafi verið á öllu kjöti frá framleiðend- um. Hún verði enn meiri í haust því skortur sé á kjöti. Þorgils Torfi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sláturhúss Hellu, segir verðið hafa hrapað undan- farin ár og sé að ná sér á strik aftur. Það sé samt hvergi nærri því sem áður var. – bg KJÖTFJALL Fjallið minnkar og verðið hækkar. M ar ka ðu rin n/ Va lli Kaupin á Singer & Friedlander: Fleytir KB banka enn hærra Lækki tengigjöld Farsímanotendur á Íslandi nota símann sinn að jafnaði minna í hverjum mánuði en nágrannar þeirra í Finnlandi, Frakklandi, Írlandi og Bretlandi svo dæmi séu tekin. Póst og fjarskipta- stofnun telur möguleika á að auka töluvert farsímanotkun með því að lækka gjald fyrir símtöl á milli farsímaneta. Það á við þegar viðskiptavinur Símans hringir í síma viðskipta- vinar OgVodafone. Lægra verð fyrir þessi símtöl gæti, að mati Póst- og fjarskiptastofnunar, skilað sér í aukinni notkun án þess að heildartekjur farsíma- fyrirtækja lækkuðu að sama skapi. -bg M Á N A Ð A R L E G F A R S Í M A N O T K U N * Land Mínútur Finnland 247 Frakkland 213 Írland 198 Bretland 144 Ísland 140 Þýskaland 74 *Miðað er við meðalnotkun hvers notanda 04_05_Markadur lesið 19.7.2005 16:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.