Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 56

Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 56
24 20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Föstudagur 22. júlí laus sæti Laugardagur 6. ágúst “Hér er húmorinn hafður í hávegum og nær allir ættu að geta haft gaman af“ Sveinn Haraldsson, Mbl „Bítl er þrælgóð skemmtun fyrir alla aldurshópa“ Valgeir Skagfjörð, Fréttabl. Sigur Rós hélt tónleika í Kaupmannahöfn. Kristján Sigurjónsson var á sta›num og tók púls- inn á hljómsveitarme›- limum og áhorfendum. Laugardagskvöld í Kaupmanna- höfn og 1450 manns hafa fyllt Store Vega tónleikasalinn. Stutt í að Sigur Rós stigi á svið og spenna í salnum. Fyrstu tónar kvöldsins heyrast og bak við hálf gegnsætt tjald má sjá skugga drengjanna. Langflestir tónleikagesta eru að heyra upphafslagið í fyrsta skipti og eru einbeittir á svip. Vilja með- taka hvern einasta hljóm. Svona var stemmningin þegar nýtt efni var spilað. Gömlu lögin fengu mun afslappaðri viðtökur enda lét fólk vel í sér heyra á meðan þau voru flutt. Stemmningin var því nokkuð kaflaskipt eins og gera mátti ráð fyrir en samt alltaf góð. Þegar kom að uppklappi var enginn vafi á öðru en að tónleikarnir hefðu verið vel heppnaðir. Fólk stappaði niður fótum af svo miklum krafti að svalirnar nötruðu. Hljómsveit- in var líka fljót á svið aftur og tók tvö lög í viðbót og endaði tónleik- ana eins og þeir byrjuðu, á bak við tjald. Magnaður endir á tveggja tíma löngum tónleikum. „ Við ætlum að halda risatón- leika á Íslandi á næsta ári,“ sagði Georg Hólm eftir tónleikana. „Og spilum líka heima í ár,“ bætir hann við. „Ég er mjög ánægður með tónleikana í kvöld og sérstaklega stemmninguna í salnum. Þetta voru sennilega bestu undirtektirn- ar á tónleikaferðalaginu til þessa. Það skiptir miklu máli fyrir mig að fá viðbrögð úr salnum,“ sagði Georg. „Stundum veit maður ekk- ert hvernig til hefur tekist. Heldur kannski að þetta hafi verið hræði- legt en fær svo jákvæð viðbrögð úr salnum og þá líður manni betur.“ Georg viðurkennir að það sé svolítið sérstakt að spila í Kaup- mannahöfn. „Þetta er hálfpartinn eins og að spila heima enda fullt af Íslendingum sem mætir.“ Georg segist ánægður með lagalistann eins og hann var í kvöld en reikn- ar með að fleiri nýjum lögum verði bætt við þegar nær dragi út- gáfu nýju plötunnar. Tími hafi ein- faldlega ekki gefist til að æfa öll nýju lögin áður en lagt var af stað í tónleikaferðalagið. Úr því verði bætt áður en haldið verði til Bandaríkjanna. „Enda er nýja platan geðveik. Ég hef hlustað á hana og er að fíla hana,“ segir Georg brosandi. - ks Brad Pitt fór á sjúkrahús á dögun- um vegna flensueinkenna en nú hefur komið í ljós að um heila- himnubólgu var að ræða. Leikar- inn fór af sjúkrahúsinu á miðviku- daginn og þá tilkynnti sjúkrahúsið að hann hafi verið með vægt til- felli af heilahimnubólgu. Sjúk- dómurinn getur verið banvænn og greinilegt er að Brad Pitt hefur sloppið vel enda var hann ekki lengi á sjúkrahúsinu. Talið er að hann hafi smitast af sjúkdómnum í Eþíópíu í síðustu viku þar sem hann var á ferð með Angelinu Jolie sem var að ættleiða stúlku- barn. ■ BRAD PITT Pitt var hress á Live 8 tónleik- unum „Þetta er hálfgert uppistand fyrir túrista og fjallar á gamansaman hátt um Ísland og Íslendinga,“ segir leikkonan Kolbrún Anna Björns- dóttir en í dag verður frumsýnt nýtt leikrit eftir Benóný Ægisson sem nefnist How Do You Like Iceland? Verkið er flutt á ensku og ekki síður stílað inn á erlenda áhorfend- ur. „Ég lærði leiklist í Wales og leik- stjórinn, Darren Foreman, hringdi í mig og bað mig um að lesa verkið með sér til að athuga hvort ég hent- aði í hlutverkið,“ segir Kolbrún Anna en ásamt því að leikstýra leik- ur Darren Foreman einnig í verk- inu. „Við hoppum á milli hlutverka og tökum að okkur ýmis gervi,“ segir Kolbrún sem fer meðal annars í gervi Þjóðverjans Dithmar Blefkin. „Hann kom til landsins árið 1562 og skrifaði ferðabók. Þar auglýsir hann Ísland á sama hátt og Flugleið- ir,“ segir Kolbrún sposk og útskýrir. „Hann lætur í það skína að hér séu íslenskar stelpur í boði fyrir hvern sem er. Það er svolítið skondið að sjá hvernig landkynningin endur- tekur sig í gegnum söguna.“ Kolbrún segir mikla kaldhæðni að finna í verki Benónýs Ægissonar. „Það er óspart gert grín að íslensku þjóðarsálinni og þessu viðhorfi okk- ar um að við séum best á öllum svið- um, eigum fallegustu konurnar, sterkustu mennina og séum bæði hamingjusamasta og trúaðasta þjóð í heimi.“ Í How Do You Like Iceland?, sem er tæpur klukkutími að lengd, gefst áhorfendum tækifæri á að ferðast um Íslandssöguna og kynnast meðal annars Ingólfi Arnarsyni, Björk og Íslandsvininum John Travolta. Leikritið verður sýnt á efri hæð Kaffi Sólon á mánudögum og mið- vikudögum klukkan 17.00 í sumar. ■ Gera grín a› Íslendingum UPPISTAND Á SÓLON Leikararnir bregða upp spaugilegri mynd af Íslendingum í verki Benónýs Ægissonar á efri hæð Kaffi Sólon í sumar. Brad me› heilahimnubólgu SIGUR RÓS Spennan í salnum var áþreifanleg áður en hljómsveitin steig á stokk í Kaupmannahöfn en rúmlega 1400 manns mættu til að heyra og sjá þessa angurværu drengi. D‡r› sé drengjunum FILIP NILENIUS Rosalegir tónleikar. Fannst flott hvernig þeir notuðu tjöldin í byrjun og undir lok- in. Er spenntur að heyra nýju plötuna. Nýju lögin sem þeir tóku í kvöld lofa allavega góðu. THOMAR SKOV Þetta voru bestu tónleikar sem ég hef farið á lengi. Meiri söngur í nýju lögun- um og ég er ánægð- ur með það. Þessi salur passar fullkom- lega fyrir Sigur Rósar tónleika. SUSAN STORM Mér finnst ég fara inn í annan heim þegar ég er á Sigur Rósar tónleikum. Tónleikarnir í kvöld voru frábærir og greinilegt að fólkið í salnum var að fíla nýja efnið. Virkilega góð stemmning. FEARGHUS MCCORMAIC OG WARREN FRENCH Þetta eru þriðju tónleikarnir sem við sjáum með Sigur Rós. Meiri kraftur í þeim í kvöld en í hin skiptin. Nýja efnið virkilega gott. Skiptir engu þó að maður skilji ekki textana. Höfum hvort eð er samið texta sjálfir við lögin og sungum þá bara á tónleik- unum. Viss um að svo sé með flesta aðdáend- ur Sigur Rósar, nema kannski þá íslensku auðvitað. HVAÐ FANNST ÞEIM UM TÓNLEIKANA? 56-57 (24-25) Ung Folk 19.7.2005 19:05 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.