Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 15
S K O Ð U N
Hækkanir hlutabréfavísitalna
víðs vegar um heiminn hafa frá
áramótum verið mismiklar að
því er kemur fram í Hálffimm
fréttum KB banka. Af þeim tíu
vísitölum sem mest hafa hækkað
er yfirgnæfandi meirihluti vísi-
tölur á verðbréfamörkuðum
landa sem hafa meginþorra
tekna sinna af olíu. Egypska
Case-30 vísitalan er fremst í flok-
ki með rétt tæplega 127 prósent
hækkun í staðbundinni mynt. Sé
þessi hækkun hins vegar skoðuð
í Bandaríkjadölum talið er hún
lægri eða tæp 96 prósent. Þetta
verður engu síður að teljast
mjög mikil hækkun á rétt rúm-
lega hálfu ári. Hækkun aðalvísi-
tölu kauphallarinnar í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum er ein-
nig töluverð eða rúm 108 prósent.
Í Hálffimm fréttum KB
banka segir að af þeim tíu sem
hafi skilað lægstri ávöxtun eru
kínversku vísitölurnar tvær, Se
Shang og Se Shenz. Se Shang
hefur lækkað um tæp átta pró-
sent og Se Shenz um 12,5 pró-
sent frá áramótum. Þetta ætti þó
ekki að þykja undarlegt þar sem
báðar vísitölurnar hafi verið á
nokkuð stöðugri niðurleið frá ár-
inu 2001. Ef þróun Se Shang í
Bandaríkjadölum sé skoðuð
komi í ljós að lækkunin er enn
meiri eða rúmlega 17 prósent.
„Úrvalsvísitala Kauphallar
Íslands hefur hækkað um tæp
25% frá áramótum og stendur
því nokkuð vel miðað við þær
vísitölur sem hér eru skoðaðar
og hefur hækkað mest af
löndum í Vestur-Evrópu. Þetta er
auðvitað ekki sami árangur og í
tíu efstu löndunum en taka
verður mið af því að hún hækkaði
um tæp 60% á síðasta ári og 25%
hækkun á rúmu hálfu ári telst
þrátt fyrir allt mjög gott,“ segir í
Hálffimm fréttum KB banka.
Miklar hækkanir hlutabréfavísitalna víða um heim
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
28
96
7
0
6/
20
05
Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070
Sumir draumar rætast
Avensis - Upplifun
Verð frá 2.340.000 kr.
Avensis stendur undir miklum væntingum. Bíllinn er ríkulega hlaðinn
staðalbúnaði. Innri hönnun einkennist af miklu rými og þægindum fyrir
ökumann og farþega. Avensis hefur sjálfvirkan regnskynjara á þurrkum,
tölvustýrða loftræstingu í miðstöð, hágæða hljómflutningstæki og afar
fullkominn hemlunar- og öryggisbúnað. Komdu í reynsluakstur og láttu
drauma þína rætast í veruleikanum. Næst ekur þú Avensis.
Spennandi tímar eru að fara í
hönd. Hálfsársuppgjörin líta
dagsins ljós strax í þessari viku.
Fjármálafyrirtækjunum og fjár-
festingarfélögunum er spáð
glimrandi hagnaði – aldrei þessu
vant! Greiningardeildirnar eru
óvenju samdóma í afkomuspám
sínum og er helst að finna mun í
hagnaðarspá hjá Straumi þar sem
Íslandsbanki spáir honum nærri
eins milljarða hærri hagnaði en
hinir bankarnir.
Hagnaður Burðarás á ársfjórð-
ungnum slær öll fyrri viðmið og
einnig má búast við háum tölum
hjá KB banka annan fjórðunginn í
röð. Spáð er yfir 700 prósenta
hagnaðaraukningu hjá Burðarási
og Tryggingamiðstöðinni á milli
ára.
Hlutabréfamarkaðurinn hefur
verið heldur rólegur frá því í
apríl. Fjárfestar horfa mikið til
hvernig til tekst hjá Kauphallar-
félögunum og segja uppgjörin til
um þróun á markaði. Ég er
spenntastur að sjá hvernig til
tekst hjá Actavis og Bakkavör. Fé-
lögin, sem hafa verið í farar-
broddi íslenskra útrásarfélaga,
hafa þróast með æði ólíkum hætti
á undanförnum misserum. Bakka-
vör er það félag sem hefur
hækkað hvað mest á þessu ári og
kom sú hækkun að hluta til eftir
yfirtökuna á Geest og gott upp-
gjör á fyrsta ársfjórðungi. Ár-
ferði á breskum smásölumarkaði
er heldur erfitt um þessar
mundir. Er ekki laust við að
spenningur fari um mann að sjá
hvort Bakkavör takist enn og
aftur að ná meira úr sínum fyrir-
tækjum en helstu samkeppnisað-
ilar. Bakkabræður eru hálfgerðir
galdramenn. Þó verður ekki
annað sagt en að nýjustu verkefni
Bakkavarar reyni mjög á snilld
þeirra bræðra.
Actavis hefur aftur á móti
hækkað lítið frá árinu 2003 þegar
það var hástökkvari þess árs.
Vafalaust bíða margir hluthafar
eftir því að félagið fari aftur á
skrið og hefur það ýmislegt með
sér í farteskinu. Ég er á þeirri
skoðun að kaup þessi á Amide í
Bandaríkjunum eigi eftir að skila
sér ríkulega til baka á næstu árum
– jafnvel strax á þriðja og fjórða
árshluta. Svo mæla tveir bankar
með kaupum á hlutabréfum í Act-
avis. Kaupahéðnar eins og ég líta
á ráðgjöf um kaup á íslenskum
hlutabréfum sem hálfgerða bless-
un á tímum sem þessum. Ég keyp-
ti mér þess vegna slatta á genginu
40 og spái hitabylgju í ágúst.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N
Af þeim tíu vísitölum sem mest hafa hækkað er yfir-
gnæfandi meirihluti vísitölur á verðbréfamörkuðum
landa sem hafa meginþorra tekna sinna af olíu. Eg-
ypska Case-30 vísitalan er fremst í flokki með rétt
tæplega 127 prósent hækkun í staðbundinni mynt.
Spennan magnast
14-15 Markadur lesið 19.7.2005 16:14 Page 3