Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 42
„Vinir“ Búða Líklegt er að svokallaðir „vinir“ Hótel Búða séu ekki miklir vinir hótelsins lengur. Fyrir síðustu helgi sendi forsvarsmaður hót- elsins, Úlfar Ingi Þórðarson, til- kynningu á póstlista, sem „vin- irnir“ eru skráðir á, um væntan- legt golfmót í nágrenni Búða. Einn viðtakenda var Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri hjá Vaði og frumkvöðull í íslensku viðskiptalífi. Páll svarar tölvu- póstinum og biður Úlfar um að láta sig hafa listann yfir netföng „vinanna“. Í staðinn býður hann Úlfari póstlista Sæferða, sem geymi 2.500 netföng. Í svari sínu er Úlfar tregur að verða við beiðni Páls því að viðskiptavinir Búða vilji ekki óumbeðinn póst. Páll ítrekar beiðni sína og segir „fullt af fínum nöfnum“ á sínum lista. Greinilegt er að Úlfar gefur eftir og ætlar að afhenda Páli listann yfir „vinina“. Í svari sínu gerir hann hins vegar þau mistök að senda póstinn á sjálfa „vinina“ sem um leið sjá hvað fé- lögunum fór áður á milli. „Vin- irnir“, sem margir hverjir eru áberandi í viðskiptalífinu, vita hins vegar ekki hvort Úlfar fékk listann yfir 2.500 viðskiptavini Sæferða. Hvar er KB? Bandaríska verslunarkeðjan Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heimi samkvæmt lista Forbes yfir þau fimm hundruð stærstu. Tekjur Wal Mart námu á síðasta ári tæpum nítján þúsund mill- jörðum króna. British Petroleum varð í öðru sæti með litlu minni tekjur og bandaríska fjarskipta- fyrirtækið Exxon Mobil í því þriðja. Langstærsta fyrirtæki á Norðurlöndum er norski ríkis- olíurisinn Statoil sem lenti í 95. sæti. Ekkert íslenskt fyrirtæki komst á listann, KB banki var hvergi nálægur enda bara átt- undi stærsti banki í Skandinavíu. Ríkisrisinn vaknar Póst- og fjarskiptastofnun leggur drögin að því að setja sérstakar kvaðir á Símann og Og Vodafone þar sem bæði fyrirtækin eru sögð hafa umtalsverðan mark- aðsstyrk í gegnum rekstur eigin farsímanets. Og Vodafone horfir nú framan í þá staðreynd að Síminn verður einkavæddur í sumar. Búast má við því að það leysi verulegan drifkraft úr læð- ingi, sem býr í góðu starfsfólki og tæknibúnaði. Reynslan af einkavæðingu ríkisbankanna ætti að klingja einhverjum bjöll- um í hugum stjórnenda Og Voda- fone á meðan þeir undirbúa sig undir harðnandi samkeppni. Í árslok 2004 var fjöldi viðskipta- vina Símans, mælt í fjölda GSM- farsímanúmera, 173 þúsund. Sambærileg tala fyrir Og Voda- fone er 95 þúsund notendur. 0,3 211 253Verðbólga á Íslandi reyndist aðeins 0,3 pró-sent í júní samkvæmt samræmdri vísitöluneysluverðs Hagstofunnar. KB banki er 211. stærsti banki heims. Landsbankinn færðist upp um 253. sæti álista stærstu banka heims. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki B A N K A H Ó L F I Ð 01_20_Markadur lesið 19.7.2005 16:38 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.