Fréttablaðið - 20.07.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 20.07.2005, Síða 42
„Vinir“ Búða Líklegt er að svokallaðir „vinir“ Hótel Búða séu ekki miklir vinir hótelsins lengur. Fyrir síðustu helgi sendi forsvarsmaður hót- elsins, Úlfar Ingi Þórðarson, til- kynningu á póstlista, sem „vin- irnir“ eru skráðir á, um væntan- legt golfmót í nágrenni Búða. Einn viðtakenda var Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri hjá Vaði og frumkvöðull í íslensku viðskiptalífi. Páll svarar tölvu- póstinum og biður Úlfar um að láta sig hafa listann yfir netföng „vinanna“. Í staðinn býður hann Úlfari póstlista Sæferða, sem geymi 2.500 netföng. Í svari sínu er Úlfar tregur að verða við beiðni Páls því að viðskiptavinir Búða vilji ekki óumbeðinn póst. Páll ítrekar beiðni sína og segir „fullt af fínum nöfnum“ á sínum lista. Greinilegt er að Úlfar gefur eftir og ætlar að afhenda Páli listann yfir „vinina“. Í svari sínu gerir hann hins vegar þau mistök að senda póstinn á sjálfa „vinina“ sem um leið sjá hvað fé- lögunum fór áður á milli. „Vin- irnir“, sem margir hverjir eru áberandi í viðskiptalífinu, vita hins vegar ekki hvort Úlfar fékk listann yfir 2.500 viðskiptavini Sæferða. Hvar er KB? Bandaríska verslunarkeðjan Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heimi samkvæmt lista Forbes yfir þau fimm hundruð stærstu. Tekjur Wal Mart námu á síðasta ári tæpum nítján þúsund mill- jörðum króna. British Petroleum varð í öðru sæti með litlu minni tekjur og bandaríska fjarskipta- fyrirtækið Exxon Mobil í því þriðja. Langstærsta fyrirtæki á Norðurlöndum er norski ríkis- olíurisinn Statoil sem lenti í 95. sæti. Ekkert íslenskt fyrirtæki komst á listann, KB banki var hvergi nálægur enda bara átt- undi stærsti banki í Skandinavíu. Ríkisrisinn vaknar Póst- og fjarskiptastofnun leggur drögin að því að setja sérstakar kvaðir á Símann og Og Vodafone þar sem bæði fyrirtækin eru sögð hafa umtalsverðan mark- aðsstyrk í gegnum rekstur eigin farsímanets. Og Vodafone horfir nú framan í þá staðreynd að Síminn verður einkavæddur í sumar. Búast má við því að það leysi verulegan drifkraft úr læð- ingi, sem býr í góðu starfsfólki og tæknibúnaði. Reynslan af einkavæðingu ríkisbankanna ætti að klingja einhverjum bjöll- um í hugum stjórnenda Og Voda- fone á meðan þeir undirbúa sig undir harðnandi samkeppni. Í árslok 2004 var fjöldi viðskipta- vina Símans, mælt í fjölda GSM- farsímanúmera, 173 þúsund. Sambærileg tala fyrir Og Voda- fone er 95 þúsund notendur. 0,3 211 253Verðbólga á Íslandi reyndist aðeins 0,3 pró-sent í júní samkvæmt samræmdri vísitöluneysluverðs Hagstofunnar. KB banki er 211. stærsti banki heims. Landsbankinn færðist upp um 253. sæti álista stærstu banka heims. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki B A N K A H Ó L F I Ð 01_20_Markadur lesið 19.7.2005 16:38 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.