Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 36

Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 36
Það að lenda í eða verða vitni að húsleit stjórnvalda kann að vera óskemmtileg reynsla. Þá er kom- ið í húsnæði fyrirtækis eða starfsstöð í fylgd lögreglu án nokkurs fyrirvara eða tilkynn- ingar, leitað í hirslum og tölvum og hald lagt á upplýsingar vegna tiltekins máls eða mála. Húsleit er gerð vegna rannsóknar á ætl- uðu lagabroti, s.s. broti á sam- keppnislögum, skattalögum eða lögum um persónuvernd. Þegar húsleit er gerð verður starfsfólk fyrirtækis oftar en ekki óöruggt og spurningar koma upp um hvaða brot hefur verið framið af fyrirtækinu sem er atvinnurek- andi og hvort heimilt sé að leggja hald á gögn sem telja má per- sónuleg, s.s. tölvupóst starfs- manna. RÖKSTUDDUR GRUNUR UM BROT En er stjórnvöldum frjálst að leita í fyrirtækjum og jafnvel á heimilum einstaklinga ef ástæða er til að ætla að lög hafi verið brotin? Hversu miklar kröfur eru gerðar til þess að ætla megi að brot hafi verið framið áður en húsleit er gerð? Í þessu sambandi er einnig rétt að hugleiða hvort stjórnvöld geti sjálf tekið ákvörðun um húsleit eða hvort heimildarúrskurð dómstóla þurfi til. Ýmsar spurningar vakna í tengslum við húsleitarheimildir. Almennt er viðurkennt af lög- gjafanum að tilteknum stjórn- völdum sé heimilt að leita í fyrir- tækjum ef rökstuddur grunur er um brot á tilteknum lögum og rannsóknarhagsmunir mæla gegn því að senda bréflega beiðni um upplýsingar og gögn. Meginreglan er sú að úrskurð dómara þurfi er heimilar húsleit, s.s. á grundvelli samkeppnislaga. Mikilvægt er að dómstólar leggi sjálfstætt mat á hvort ástæða er til að heimila húsleit, þótt oft virðist sem litlar kröfur séu gerðar af dómstólum og lítið um sjálfstætt mat dómstóla á nauð- syn húsleitar. Það er þó ekki einhlít regla að dómsúrskurð þurfi til. Þannig hefur Persónuvernd heimild til að gera húsleit án dómsúrskurð- ar. Verður þar að gera enn ríkari kröfur til stjórnvalda um að beita þessari vandmeðförnu heimild af varkárni. Heimilt er að leggja hald á pappírsgögn jafnt sem tölvu- gögn. Tölvupóstur starfsmanna er þar ekki undanskilinn og næg- ir þar ekki að vísa til þess að þar leynist eitt og annað persónulegt, jafnvel sýna fram á persónuleg skeyti. Reglur fyrirtækja um meðferð tölvupósts ættu að taka á þessum möguleika með einum eða öðrum hætti. HÚSLEIT Á HEIMILUM STARFS- MANNA Heimildir Eftirlitsstofnunar EFTA eru enn víðtækari en stofn- unin hefur heimild til að leita hérlendis á heimilum stjórnar- manna og starfsmanna fyrir- tækja vegna rökstudds gruns um brot á samkeppnisákvæðum EES-samningsins. Ástæður þess- arar heimildar eru meðal annars þær að talið er að brot á ákvæð- um samkeppnislaga, einkum ólögmætt samráð, verði sífellt víðtækara og flóknara og nauð- syn sé á víðtækum rannsóknar- heimildum svo brot verði upp- lýst. Augljóst er að beiting þess- arar heimildar heyrir til undan- tekninga enda er hér komið mjög nálægt friðhelgi einkalífs, heim- ilis og fjölskyldu. VANDMEÐFARIN HEIMILD Þótt almennt sé viðurkennd nauðsyn á húsleitarheimild vegna rannsóknar brota er ljóst að beita verður þessum heimild- um með mikilli varúð. Fyrir það fyrsta ber stjórnvöldum að beita vægari úrræðum sé þess nokkur kostur, sem sagt með bréflegum fyrirspurnum. Í annan stað verður að gera þá kröfu til dóm- stóla að þeir taki til sjálfstæðrar skoðunar hvort verulegar líkur séu á að brot hafi verið framið og að nauðsyn sé á húsleit svo rann- sóknarhagsmunir fari ekki for- görðum. Þá er löggjafinn hvattur til þess að lögbinda ekki almenna heimild til húsleitar á heimilum starfsmanna fyrirtækja sem við- riðin eru meint brot. Trúnaður starfsmanna sam- keppnisyfirvalda, skattayfir- valda, Persónuverndar og ann- arra þeirra stjórnvalda sem hafa heimildir til að óska húsleitar er mjög mikilvægur, ekki síst þegar horft er til þess að nú hefur verið opnað fyrir þann möguleika Eftirlitsstofnunar EFTA að leita á heimilum starfsmanna, heimild sem er mjög vandmeðfarin og verður aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum. Að þessu sögðu er ekki hægt að reikna með því að gögn sem lögð hafa verið til hliðar innan fyrirtækis komi þar með ekki fyrir augu stjórnvalda er rann- saka meint brot á lögum. Fyrir- tæki eru hvött til að vera ávallt viðbúin óviðbúnum og ef til vill óvelkomnum heimsóknum sem þessum, fræða starfsfólk og setja sér reglur og viðbúnaðar- áætlun til að forðast neikvæðar hliðar leitarinnar. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN14 S K O Ð U N Stærsta einkavæðing ríkisstjórnarinnar á lokastigi: Trúverðugt söluferli Símans Björgvin Guðmundsson Eftir alþingiskosningar 1999 stóð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafinn skyldi undirbún- ingur að sölu Landssíma Íslands. Í maí 2001 fékk samgönguráðherra samþykkt frumvarp til laga um sölu ríkissjóðs á öllu hlutafé ríkisfyr- irtækisins. Stefnt var að sölu þess í þremur áföngum; fyrst með dreifðri sölu til almennings, svo til kjölfestufjárfesta og síðar til er- lendra fjárfesta. Samkvæmt mati PricewaterhouseCoopers á þess- um tíma var verðmæti eigin fjár Landssímans um 45 milljarðar króna. Fljótlega komu upp raddir um að verðið væri of hátt og áhugi almennings á fyrirtækinu var lítill. Ytri aðstæðum, eins og fallandi hlutabréfaverði, var kennt um og salan var sett á bið. Í byrjun apríl á þessu ári var blásið lífi á nýjan leik í áform ríkis- stjórnarinnar um einkavæðingu Símans. Tími til kominn, sögðu margir, enda fátt sem mælir með því að svo stórt þjónustufyrirtæki sé enn þá í ríkiseigu. Í næstu viku verða bindandi tilboð í Símann opnuð. Drög að kaupsamningi liggur þegar fyrir og samningavið- ræður við hæstbjóðendur eiga ekki að taka langan tíma. Gangi þetta eftir verður stærstu einkavæðingu Íslandssögunnar lokið fyrir lok sumars. Eins og umræða um sölu ríkisbankanna fyrr á þessu ári leiddi í ljós er ekki hlaupið að því að selja fyrirtæki án þess að nokkur hafi neitt við það að athuga. Í mörg horn er að líta, bæði hvað varðar pólitíska hags- muni og viðskiptalega. Einkavæðingar- nefnd fékk það hlutverk að leysa þetta vandamál og réði breska fjármálafyrir- tækið Morgan Stanley sér til fulltingis. Jón Sveinsson, formaður einkavæð- ingarnefndar, gerði svo ítarlega grein fyrir söluferli Símans í grein í Markaðn- um 18. maí síðastliðinn. Þar sagði hann meðal annars: „Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur lagt sig fram um að haga öllum söluundirbúningi með fag- legum, trúverðugum og málefnalegum hætti, svo að sala á eignarhlut ríkisins í Símanum geti farið fram með opnum, gagnsæjum og sanngjörnum hætti.“ Óhætt er að segja að fulltrúum og starfsmönnum einkavæðingarnefndar hefur tekist að uppfylla þessi áform og náð að eyða tortryggni sem upp hefur komið. Aldrei eru allir sáttir við allt í svo viðamiklu verkefni, en í það heila hefur tek- ist vel til. Ber að benda á nokkur atriði í því sambandi. Upplýsinga- gjöf varðandi flest sem snýr að ferlinu hefur verið góð. Fyrirkomu- lag sölunnar er einfalt. Þar ræður mestu að selja á Símann í heilu lagi. Betra hefði verið að fara að ráðgjöf Morgan Stanley og setja ekki takmarkanir á eignarhald einstakra bjóðenda. Þá hefði einka- væðingarnefnd heldur ekki þurft að taka til skoðunar innbyrðis tengsl fjárfestahópanna. Það sem skiptir mestu máli fyrir trúverðug- leika sölunnar er að ganga á til viðræðna við þann bjóðanda sem hæst býður fyrir Símann. Mælikvarðinn sem mark er á takandi. Þeir sem hugsa um hagmuni ríkisins kunna að hafa áhyggjur af því að ekki fáist nógu hátt verð fyrir Símann. Það verð sem boðið verður í Símann er rétt verð. Einkavæðing ríkisfyrirtækja er ekki fjáröflunarleið fyrir ríkissjóð. Hún stuðlar að kerfisbreytingu í hag- kerfinu og eykur svigrúm borgaranna til athafna. Drifkraftur ein- staklingsfrelsisins leysir úr læðingi kraft sem hvetur frekar til sam- keppni, lægra verðs og betri þjónustu fyrir almenning. Rekstur einkafyrirtækja miðast af þörfum viðskiptavina en ekki stjórnmála- manna. Frelsi og fjölbreytni markaðarins eykst með sölu Símans. Trúverðugt söluferli er til þess fallið að auðvelda næstu skref í einkavæðingu á Íslandi. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jón Skaftason, Þórlindur Kjartansson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ekki lengur smábarn The Economist | Margir hafa viljað kenna Seðlabanka Evrópu um hvernig komið sé fyrir hagkerfum gömlu Evrópu. The Economist kemur bankanum til varnar og segir hann gagnrýndann að ósekju. Economist bendir á að raunvextir hafi ekki verið lægri í Evrópu í 25 ár og að gengi evrunnar sé örlítið lægra en þegar hún var sett á laggirnar. Þeir vilja því ekki meina að hægt sé að kenna hagstjórn Seðlabankans um lítinn hagvöxt. Raunar beri að hrósa bankanum fyrir það hvernig staðið var að sameiningu Seðlabanka ríkja myntbandalagsins og fyrir að koma á sameiginlegum gjaldmiðli. Economist segir raunverulegan vanda Seðla- bankans liggja í almannatengslum; það sé staðreynd að seðlabankar Evrópu og Bandaríkjanna bregðist á svip- aðan hátt við breytingum á verðbólgu og framleiðni, hins vegar njóti bandaríski seðlabankastjórinn Green- span mun meiri virðingar en hinn evrópski Jean-Claude Trichet: „Seðlabanki Evrópu er ekki lengur smákrakki. Bankinn hefur öðlast trúverðugleika, nú er bara að færa sér hann í nyt,“ segir í The Economist. Hvað gera Kínverjar? The Times | Gary Duncan fjallar í The Times um gengi gjaldmiðilsins í Kína, júansins. Bandaríkjamenn hafa löngum kvartað sáran undan því að Kínverjar tengi gengi júansins beint við dalinn. Með því sé júanið alltaf vanmetið miðað við dalinn og því óeðlilega hagstætt fyrir Bandaríkjamenn að flytja inn vörur frá Kína. Bandaríkjamenn hafa því lengi þrýst á Kínverja að endurmeta júanið. Duncan segir að nú sé hávær orðrómur uppi um að Kínverjar hyggist verða við þessari ósk Bandaríkjamanna. Duncan varar þó við því að anað verði að slíku; í fyrsta lagi séu þeir innviðir sem þarf fyrir fljótandi gjaldmiðil ekki til staðar í Kína auk þess sem líklegt sé að stjórnmálaástand í landinu yrði óstöðugt hægðist á hagvexti. Hann telur jafnframt að ekki sé víst að hærra júan hefði þau áhrif á banda- ríska hagkerfið sem þarlendir vilji meina. Ef hægðist á eftirspurn Kínverja eftir bandarískum ríkisskulda- bréfum, leiddi það til vaxtahækkunar í Bandaríkjunum, og hægði á hagvexti. Í kjölfarið myndi dalurinn veikjast og bandarísk hlutabréf hríðfalla í verði. U M V Í Ð A V E R Ö L D Einkavæðing ríkisfyrirtækja er ekki fjáröflunarleið fyrir ríkissjóð. Hún stuðlar að kerfis- breytingu í hagkerf- inu og eykur svigrúm borgaranna til at- hafna. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l thkjart@markadurinn.is Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl. og meðeig- andi LOGOS lög- mannsþjónustu O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Er hægt að leyna upplýsingum og gögnum? Mikilvægt er að dómstólar leggi sjálfstætt mat á hvort ástæða er til að heimila húsleit, þótt oft virðist sem litlar kröfur séu gerðar af dómstólum og lítið um sjálfstætt mat dómstóla á nauðsyn húsleitar. 14-15 Markadur lesið 19.7.2005 16:13 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.