Fréttablaðið - 20.07.2005, Side 28
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2005 MARKAÐURINN6
Ú T L Ö N D
Jón skaftason
skrifar
Nýjasta Harry Potter bókin,
Harry Potter and the Half Blood
Prince, fór á sölu víðs vegar um
heiminn eina mínútu yfir mið-
nætti síðasta laugardag. Alls
seldust rúmlega tíu milljónir ein-
taka fyrsta daginn.
Fyrsta bókin um galdramann-
inn unga kom út árið 1997 og er
óhætt að segja að Harry og fé-
lagar hafi ekki litið um öxl síðan.
Nýja bókin er sú sjötta í röðinni
og hafa þær samtals selst í 265
eintökum í 200 löndum og verið
gefnar út á 62 tungumálum.
Höfundur bókanna J.K. Rowl-
ing, er nú ríkasta kona Bretlands
og metur bandaríska viðskipta-
tímaritið Forbes auðæfi hennar á
rúma 65 milljarða króna.
Mikil leynd hvíldi yfir sögu-
þræði bókarinnar og gerðu útgef-
endurnir, Bloomsbury, allt sem í
þeirra valdi stóð til að koma í veg
fyrir að fólk kæmist yfir eintök
af bókinni áður en hún kæmi í
búðir.
Einhverjum tókst þó að nýta
sér gloppur í öryggisnetinu; til að
mynda seldi bókabúð í Kanada
óvart fjórtán eintök af bókinni
eftir að hafa misskilið fyrirmæli
um hvenær setja mætti bókina í
hillur.
Harry Potter er þó ekki bara
söguhetja í barnabók heldur al-
þjóðlegt vörumerki sem höfðar
til fólks af öllum aldurshópum.
Þrjár kvikmyndir hafa verið
gerðar eftir bókunum og kemur
sú fjórða út síðar á þessu ári. Þá
eru til Harry Potter leikföng,
fatalína og raunar allt sem
mönnum kynni að detta í hug.
Óttarr Proppé, verslunarstjóri
Máls og menningar, telur lykilinn
að velgengni bókanna liggja í
góðri sögu: ,,Þetta eru náttúrlega
fyrst og fremst skemmtilegar
bækur. Síðan hefur útgefand-
anum tekist ótrúlega vel upp að
halda eftirvæntingunni í kringum
bókina. Þeir hafa spilað úr þeirri
dulúð sem umlykur Harry
Potter.“
Óttarr segir nýju bókina hafa
selst vel hér á landi: ,,Það voru
um tvö þúsund bækur í fyrstu
sendingunni og þær eru flestar
seldar, svo er von á þúsund ein-
tökum í viðbót í vikunni. Ég held
það hafi selst um tvö þúsund ein-
tök af síðustu bók, þannig
áhuginn eykst ef eitthvað er.“
Saga Harry Potter vörumerkisins er sannkallað ævintýri.
Tíu milljónir eintaka seldust af nýju bókinni á útgáfudaginn
og er J.K. Rowling ríkasta kona Bretlandseyja.
J.K. ROWLING MEÐ EINTAK AF NÝJU HARRY POTTER BÓKINNI
Bókin er sú sjötta í röðinni og hafa þær selst í 265 milljónum eintaka í 200 löndum og verið
þýddar á 62 tungumál. Óttarr Proppé segir galdurinn fyrst og fremst felast í góðri sögu.
Gróðinn liggur í galdrinumFyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting
miðill gjaldmiðils)
BTC Búlgaría Lev 11,75 40,1377 1,22%
Carnegie Svíþjóð SEK 90 8,389 1,49%
Cherryföretag Svíþjóð SEK 30,4 8,389 9,30%
deCode Bandaríkin USD 9,65 65,26 -4,54%
EasyJet Bretland Pund 2,635 114,02 1,20%
Finnair Finnland EUR 7,16 78,69 -1,92%
French Connection Bretland Pund 2,55 114,02 6,89%
Intrum Justitia Svíþjóð SEK 55,25 8,389 4,13%
Low & Bonar Bretland Pund 1,07 114,02 0,36%
NWF Bretland Pund 4,605 114,02 -1,94%
Sampo Finnland EUR 12,35 78,69 -0,64%
Scribona Svíþjóð SEK 14,1 8,389 0,34%
Skandia Svíþjóð SEK 43,2 8,389 2,24%
Miðað við gengi bréfa og gjaldmiða 18. júlí 2005
Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 0 , 4 6 0 , 7 0 %
Hagnaður banda-
ríska tölvurisans
IBM var ellefu pró-
sentum minni á
öðrum ársfjórðungi
en þeim fyrsta.
Hagnaður fyrirtæk-
isins var á fjórð-
ungnum um 115 mill-
jarðar króna. Sala
hjá IBM minnkaði
um rúm fimm pró-
sent og er það í fyrs-
ta skipti í þrjú ár
sem sala minnkar
milli fjórðunga.
IBM seldi nýlega
t ö l v u f r a m l e i ð s l u
sína til kínverska
f r a m l e i ð a n d a n s
Lenovo og einbeitir
fyrirtækið sér nú að
ráðgjafastörfum og
þróun hugbúnaðar.
Þrettán þúsund
manns var sagt upp
störfum hjá IBM í
kjölfarið.
„Breytingar taka
tíma hjá svona stór-
fyrirtækjum. Þetta
verður til góðs
þegar litið er til
lengri tíma,“ sagði
Sunil Reddy einn
hluthafa í IBM.
Hlutabréf í IBM
hafa fallið í verði
um sextán prósent
það sem af er ári. -jsk
HÖFUÐSTÖÐVAR IBM Í
CHICAGO Hagnaður IBM
minnkaði milli ársfjórðunga í fyrs-
ta skipti í þrjú ár. Fyrirtækið hefur
selt tölvuframleiðslu sína til Kína.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/A
FP
Hagnaður IBM minnkar
Miklar breytingar standa yfir hjá IBM sem hefur
selt tölvuframleiðslu sína.
!" # $%&'
(
)
* " + ,,
#
)
$%&'
*
) )"
#
$%&' (-.,
/ +
0
!
1++ # +*
!
#
# (
# ,
$%&'
*(
#,
#*
+ ,,
#
(
#
2
( "
+
3+
,,
4
3+
3
5)6%
7)%
5)6% "
7)%
* ( 7
,(
#
" (8
* ( (
.
+ *
9
#
*
( $%&'
"
,,
( : " (
$%&'
2 $%&' ;(( +
#
2,
*+
$%&' ;( < = < > #8 , "
*?
# < , + ,,
$%&'
@A@.' @A@$%&'B5@A@$%-'B5@A@-'@A@)C' @A@)D' @A@)E'
!
!
" ##
$#
%
06_07_Markadur lesið 19.7.2005 16:05 Page 2