Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 12
12 20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Borgarbúar hafa getað skilið regnkápur og -hlífar eftir heima undanfarna daga því vart sést ský á himni. Telst það til tíðinda eftir það sem á undan er gengið. Á sólríkum dögum flykkist fólk út undir bert loft og eru mannlausar svalir sjaldséðar. Ekki þykir verra að geta tyllt sér niður á kaffihúsi og fengið sér hressingu, hvort heldur sem er heita eða kalda. Auður Vilhjálmsdóttir, gengil- beina á Kaffi Oliver, hefur vart und- an við að bera veigar út á verönd, en þar hópast gestir um leið og sést til sólar. „Veröndin er hitapottur og fólk er fljótt að drífa sig út og láta sólina sleikja sig,“ segir Auður. Flestir halda í hefðina og panta sér kaffi en sumir fá sér öl eða hvítvín þó að ekki sé langt liðið á daginn. „Þeim fjölgar svo sem taka bjórinn og vínið eftir því sem nær dregur helginni,“ segir Auður, hress og kát í amstri dagsins. Sjálf er hún vitaskuld ánægð þegar sólin skín og veitt er út á ver- önd því þá kemst hún sjálf út í góða veðrið. - bs Göngustafir seljast svo vel, að sögn kaupmanna í útivistarverslunum, að líkja má við æði. Má heita að göngustafir séu orðnir almennings- eign en stutt er síðan aðeins hörðust fjallageitur áttu slíkan búnað í fór- um sínum. „Þetta er mjög vinsælt og flýgur út,“ segir Bjarki Már Jóhannesson í Útilífi og starfsbróðir hans í Inter- sport Atli Þorvaldsson tekur í sama streng. Ungir sem aldnir hafa fest sér göngustafi á undanförnum mánuð- um og misserum og munda þá sem mest þeir geta á fjöllum sem jafn- sléttu. Tvær gerðir göngustafa eru í boði annars vegar kraftgöngustafir eða stafgöngustafir og hins vegar fjallgöngustafir. Kosta stafirnir frá rúmum tvö þúsund krónum og upp í um sex þúsund. -bþs Við gengum úr súldinni í Mývatnssveit inn í þokuna handan heiðanna í gær. Dvöldum við góða stund við Goða- foss og nutum þess að horfa á fljótið steypast fram af bjargbrúninni. Þrátt fyrir þokuna var sjónin tilkomumikil enda magnað að fylgjast með kröftum náttúrunnar í svo miklu návígi sem þar er. Á ferð okkar í gær gengum við fram á kind sem lá í vegkantinum. Sáum við eftir athugun að eitthvað bjátaði á og kom í ljós að hún var fótbrotin. Létum við bóndann á næsta bita vita og var það mat hans að bíl hefði verið ekið á ána. Er ljótt til þess að vita að öku- menn slasi dýr en haldi för sinni áfram án þess að huga að meiðslum eða láta vita. Á móti gladdi það okkur þegar langferðabifreið stöðvaði hjá okk- ur og út streymdu félagar í Félagi eldri borgara. Spurðust þeir fyrir um ganginn hjá okkur og styrktu okkur svo um álitlega fjárhæð. Í dag komum við til Akureyrar og gera áætlanir ráð fyrir að við verðum þar um fjögur. Fólk úr fé- lögum fatlaðra og langveikra barna á Norðurlandi ætlar að hitta okkur við Leirunesti og ganga með okkur eftir Drottning- arbrautinni inn á Ráðhústorg. Bæjarstjórnin ætlar líka að taka á móti okkur og svo gistum við á sjálfu Hótel KEA. Meira seinna, Bjarki og Guðbrandur. Akureyri, hér komum vi›! HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „Bókin var mjög fín en fletta var samt ekki besta bókin.“ ÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIR, HARRY POTTER-AÐDÁANDI, Í FRÉTTABLAÐINU. „firátt fyrir mjög gó›a frammistö›u Snoop Dogg í fleim lögum sem hann tók er varla hægt a› kalla flessa tónleika gó›a.“ HÖSKULDUR ÓLAFSSON Í MORGUNBLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI GÖNGUSTAFIR Sprening hefur orðið í sölu göngustafa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EL G A Íslendingar ganga við stafi: Göngustafa-æ›i Sólin skín í höfuðborginni: Mannlausar svalir sjaldsé›ar í borginni VERÖNDIN Á OLIVER Fólk er fljótt út á góðviðrisdögum að láta sólina sleikja sig. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A 12-13 Tilvera 19.7.2005 18:50 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.