Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 46
LAUGARDAGUR 6. ágúst 2005 29 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI finnst mér aldrei nógu margir tímar í sólarhringnum til að gera allt sem þarf, og því ótrúlega gott að breyta til og hlaða batteríin á svona stað. Helgarnar eru frjálsar og þá förum við eitthvert til að lyfta okkur upp, borðum á vest- rænum skyndibitastöðum og látum nudda úr okkur æfinga- þreytuna. Kína er að breytast mjög ört en var eins og stórt sveitaþorp fyrir tveimur árum. Engin hefðbundin vatnssalerni eru í bæjum og borgum, bara holur í jörðinni, utan að í skólan- um eru sameiginleg klósett. Ofan í þau má ekki henda klósettpappír né sturta niður og maður getur aldrei vanist óþefnum þar inni,“ segir Inga Rut og hryllir sig, en ber Kínverjunum vel söguna. „Kínverjar eru afskaplega innilegir, hafa mikla snertiþörf og leiðast mikið, bæði karlar og konur. Þeir eru sannir vinir þegar þeir hafa vingast við mann, fáir tala ensku og það hamlar oft vin- áttunni. Hins vegar er samfélag okkar nemendanna náið; engin samkeppni en mikil samstaða. Sameiginlegt eiga nemendur að hafa áhuga á Kung fu, vera orðnir leiðir á lífi sínu heima og vilja breyta til,“ segir Inga Rut, og bætir við að rómantíkin verði að bíða á stað sem þessum. „Hér má ekkert svoleiðis og allt er voðalega strangt. Herberg- isfélagi minn er gift kona og maður hennar er á staðnum líka, en þau mega ekki vera saman í herbergi. Þegar líkaminn er byggður upp, sem og chi (orka) líkamans, tapar fólk henni í kyn- lífi; ekki síst karlarnir. Því þurfa menn að einbeita sér að æfingum og passa upp á orkuna, þótt hér séu vissulega kjöraðstæður til að verða ástfanginn að öðru leyti,“ segir Inga Rut brosmild og er með rómantískan augastað á einum. Ýtt niður í splitt Inga Rut æfði áður kick-box heima á Íslandi og hafði tekið eitt námskeið í Kung fu í uppvextin- um. Nú æfir hún sem aldrei fyrr frá sólarupprás til sólarlags. „Ég get illa metið hvort ég sé komin í toppform þar sem ég er umkringd fólki sem æfir alla daga og er í afbragðsformi sjálft. Þjálfunin er ekki slétt eins og áhorfendur sáu í Kill Bill því hér eru engir einkaþjálfarar, við hlaupum vissulega upp bratta, langa stíga með vatn í þungum föt- um, eins og Uma Thurman gerði, og aldrei er slakað á,“ segir Inga Rut, sem byrjar daginn á hlaupi, hoppi og armbeygjum og fer þaðan í Qi gong og Tai chi til sjö, en þá er morgunmatur og pása til hálfníu. „Meistarinn vill fá okkur út klukkan átta til að hlaupa upp stiga fram að æfingu en svo förum við í Kung fu til hádegis. Vegna sumar- hitanna er pása til hálfþrjú en þá æfum við Tai chi, alls konar bar- dagaíþróttir og hægar sjálfs- varnaríþróttir með gömlu meistur- unum, fram að kvöldmat klukkan sex. Eftir kvöldmat er erfiðari teg- und Tai chi, sem og kick-box, en hálf tíu förum við í rúmið og ljósin eru slökkt,“ segir Inga Rut, sem er í senn komin með nóg af dvölinni og langar ekki heim. „Ég fór í vikufrí til Taílands og saknaði þessa staðar mikið. Ég er komin með ógeð á hlaupum upp hæðir og hóla, og margar æfingar væru trúlega ekki leyfðar heima. Þjálfararnir virðast ekki vita betur en þeir hika ekki við að rústa á manni hnjánum, láta mann hoppa um með lóð á bakinu, gera froska- hopp og ýta manni niður í splitt. Í hverri viku er teygt á manni í klukkutíma, eða þar til maður er farinn að grenja og garga af sárs- auka. Þannig hafa þeir slasað nokkra nemendurna sem eru vikur að jafna sig, en einnig er auðvelt að meiða sig í heljarstökkum úti á stétt þar sem maður endar á bak- inu og fær sverð í sig eða hoppar fram fyrir sig og lendir á öxlunum með tilheyrandi meiðslum,“ segir Inga Rut, hvergi bangin. „Ef manni ofbýður er nóg að tala við kennarana. Þeir taka alveg sönsum og þetta er ekki jafn slæmt og það hljómar. Maður hefur virkilega gott af þessu, þetta er ótrúlega uppbyggjandi og svona einfalt líf á vel við mann- eskjuna. Þessi tími er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig um ævina. Ég hef hlaðið batteríin til að halda áfram lífinu. Vistin hefur breytt mér sem manneskju og ég er orðin mun sjálfstæðari og sjálfsöruggari en ég var áður. Mér hefur fundist tíminn fjótur að líða; er hálfpartinn sorgmædd yfir kveðjustundinni og varla til- búin að kveðja,“ segir Inga Rut brosmild og tilbúin að bregða sverði á æfingu í skóginum innan um snáka, kóngulær og kínverska tígra. Í HÆSTA TURNI KÍNAMÚRSINS Inga Rut heimsótti Kínamúrinn í vetur, en á mun óhefðbundnari slóðir en ferðamönnum er almennt boðið upp á. Múrinn er þar að hruni kominn og aðstæður allar glæfralegar. Hér dinglar hún fótum í varðturni ofan við hrikalegt gil. Frábær árangur í fegur› og hreysti Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir um mánuði síðan héldu tvær íslenskar stúlkur, Kristjana Thors Brynjólfsdóttir og Yesmin Olsson, á vit ævintýranna í Malasíu til að keppa í Fitness Woman - World Championships Finals 2005. Fit- ness Woman er hreysti- og fegurð- arsamkeppni þar sem dæmt er út frá kvenlegum línum, fegurð og danshæfileikum keppenda. Þar sem aðeins má vera einn keppandi frá hverju landi fyrir sig kom Kristjana fram fyrir hönd Íslands en Yesmin fyrir hönd Svíþjóðar. Stúlkurnar stóðu sig með stakri prýði þar sem þær komust báðar í úrslitakeppnina og Yesmin endaði í áttunda sæti en Kristjana í því tíunda. Dómararnir voru afar ánægðir með frammistöðu stúlknanna og hefur Yesmin í framhaldinu verið boðið að taka þátt annarri fitness-keppni sem verður haldin í Las Vegas seinna á árinu. Þar keppir hún fyrir Ís- lands hönd. Krisztina G. Agueda, fram- kvæmdastjóri Hreyfilands, er fulltrúi International Fitness Federation (IFF) samtakanna á Ís- landi en keppnin er á þeirra veg- um. Hún hefur verið hér á landi að leita að keppendum frá því árið 2000 en segist loks hafa fundið hentuga keppendur í ár. „Mér finnst íslenska fitness-keppnin frábær en Fitness Woman er nokkuð ólík öðrum keppnum að því leyti að þar er meiri áhersla lögð á fegurðina frekar en vöðva- stæltan líkama. Ég sá Yesmin fyrir nokkrum árum og fannst hún kjörin til þátttöku en hún sök- um anna fór hún ekki í keppnina fyrr en í ár. Svo fann ég Kristjönu, sem er bæði fögur og lipur svo þær fóru báðar utan,“ segir Krisztina. „Samtökin stefna að því að halda annað hvort Evrópu- keppnina eða þá alþjóðlegu á Ís- landi innan fárra ára sem væri mjög gott tækifæri því keppninni er sjónvarpað á Eurosport.“ Yesmin heldur til Las Vegas í lok september en hún segir að keppnin í Malasíu hafi verið ótrú- leg lífsreynsla. „Það var rosalega gaman og mikið ævintýri. Að- standendur keppninnar vildu að við upplifðum sem mest af mala- sískri menningu og buðu okkur út á hverju kvöldi. Þá var alltaf farið í mat og það var sko ekki fitness- matur,“ segir Yesmin og hlær. „Það var því svolítið erfitt að halda sér í formi.“ Kristjana var ekki síður ánægð með ferðina en auk þess að lenda í tíunda sætu fékk hún titilinn „Bodylicious“. „Þetta er einn af þessum hliðartitlum sem styrkt- araðilar fá að velja og ég fékk peningaverðlaun fyrir. Það var bara mjög gaman að vinna hann,“ segir Kristjana. „Ég stefni ekki á frekari keppni í fitness því ég er í fullu starfi á Skjá einum og fer að byrja í skóla. Þetta var frábær upplifun og passaði mjög vel á þessum tíma en ég ætla að leggja skóna á hilluna í bili. Þetta var bara fín byrjun og endir á ferl- inum,“ segir hún. Keppnin, sem fram fór í Kuala Lumpur, verður sýnd á stærstu íþróttasjónvarpsstöð Evrópu Eurosport innan fárra mánaða. soleyk@frettabladid.is KRISTJANA THORS, ALEXANDRA BERAS OG YESMIN OLSSON Á lokakvöldinu. Alexandra var aðaldómari keppninnar og er vel þekkt í fitness-heiminum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.