Fréttablaðið - 18.08.2005, Page 59

Fréttablaðið - 18.08.2005, Page 59
hansjónsm íns Hinn knái saxófónleikari Sálar- innar, Jens H. Hansson, opnar sig í Mannlífs-viðtali á næstunni. Jens segir að það hafi tekið hann árartug að jafna sig eftir að honum mistókst að feta sig á hálli braut viðskiptanna fyrir 15 árum, er hann stofnaði kjötbollugerðina „Kraftaverk“, sem fór í þrot á fimm vikum. Jens kenndi lengi Baugsfeðg- um um hrakfarirnar, en þeir hófu að flytja inn billegar kjötbollur frá Kóreu um svipað leyti. „Saxófónninn hjálpaði mér að komast yfir áfallið“, segir Jens, en hann ákvað að blása sem mest og fastast, til að gleyma óförun- um. Í dag er Jens sáttur og hefur aldrei liðið betur. Blés til að gleyma JENS H. HANSSON: Slappar af á snekkju sinni „Thee Why King“ Kjötbolludraumur breyttist í martröð Faðir hinnar myrtu af Vellinum „Heimilið undir- lagt af sorg.” Madonna slasaðist nokkuð illaþegar hún féll af hestbaki í fyrradag, daginn sem hún varð 47 ára. Talsmaður söng- konunnar staðfesti að hún hefði lent á spítala og að hún hefði rifbeinsbrotn- að á þremur stöð- um, viðbeinsbrotnað og handarbrotnað. At- vikið átti sér stað á sveitasetri hennar rétt fyrir utan London, en poppdrottningin er á batavegi. Rapparinn P. Diddy hefur breyttnafni sínu eina ferðina enn og nú vill hann aðeins láta kalla sig Diddy. Áður hefur kappinn gengið undir nöfnunum, Sean Combs, Puffy, Puff Daddy og síð- ast P. Diddy. Á þriðjudag kynnti hann þessar nýj- ustu breytingar og segir ástæðuna hafa verið endalaus- an nafnarugling. „Mér fannst 'P'-ið standa á milli mín og aðdáenda minna svo nú get ég átt í nánara sambandi við þá. Á tónleikum sönglaði hálfur salurinn 'P. Diddy' en hinn helmingurinn 'Diddy', svo nú geta allir hrópað saman í kór 'Diddy',“ sagði hinn umhyggjusami Diddy. Aðeins tvær vikur eru í komu breska söngvarans Joe Cocker til Íslands. Hann mun halda tónleika í Laugardalshöll 1. september og er þegar uppselt í stúku. Joe Cocker hefur verið einn vin- sælasti söngvari heims allt frá því að hann sló í gegn á Woodstock árið 1969. Hann kemur hingað með glæ- nýja plötu í farteskinu sem nefnist Heart & Soul. Þar tekur hann sígild lög og gerir að sínum, m.a. One eftir U2 og Everybody Hurts með R.E.M. Miðasala á tónleikana fer fram í verslunum Skífunnar, BT á Akur- eyri og Selfossi, Pennanum Akra- nesi og á concert.is. ■ Þrátt fyrir góða dóma víðast hvar hefur kvikmyndin The Island ekki náð að standa undir þeim vænt- ingum sem gerðar voru til hennar í miðasölu í Bandaríkjunum. Nú hafa framleiðendur myndarinnar, Walter Parkes og Laurie MacDon- ald, skellt skuldinni á aðalleikar- ana Scarlett Johansson og Ewan McGregor. „Sjónvarpsleikkona gæti náð betra sambandi við áhorfendur en Scarlett gerði í The Island,“ létu framleiðendurnir hafa eftir sér. Scarlett lét þó ekki bjóða sér svona ummæli heldur svaraði um hæl. „Það er ekki mér að kenna að framleiðendurnir misreiknuðu markaðssetninguna,“ sagði hún og bætti við að hún væri stolt af frammistöðu sinni og myndinni. Það verður eflaust langt þang- að til að þau þrjú vinni saman að kvikmynd aftur. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Scarlett svarar fullum hálsi SCARLETT JOHANSSON Er heldur fúl yfir því að þurfa að hlusta á framleiðendur The Island hrauna yfir frammistöðu hennar á hvíta tjaldinu. Tvær vikur í Cocker JOE COCKER Cocker sló í gegn á Wood- stock-tónleikunum árið 1969.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.