Tíminn - 28.09.1975, Síða 3

Tíminn - 28.09.1975, Síða 3
SttnnUdágtlh^S. freþteintter;t975 TÍMINN ■ BIIBIB Pétur Friðrik: Ofhlaðið skip KJARVALSSTAÐIR halda áfram sýningum þdtt borgar- yfirvöldin éti þaö sem liti frýs hjá Félagi islenzkra mynd- listarmanna. Hafa sumar þessar sýningar verið vondar, aðrar upp og ofan, þvf nú er svo komið að fasismi rikir, mönnum er meinað með bannfæringum að sýna að Kjar- valsstöðum og dugar nú vart minna en útskúfun úr samfélagi heilagra ef menn sýna sig á Klömbrum. Pétur Friðrik mun nú njóta þessa, þvi enga málara sá ég þegar ég kom á sýningu Péturs Friðriks á Kjarvalsstöðum og svo er hann ofani kaupin með heldur slappa og þunglamalega sýningu, miðað við það bezta sem hann hefur látið frá sér fara. Pétur Friðrik hefur sumsé lagt höfuðið á stokkinn. Þetta er skrifað hálfpartinn upp I sveit, i Stafnsréítum, þar sem dregið er i dilka og svo mun dregið á ný mjög fljötlega og þá um ilmandi töðu innan um jafn- aldra i þurru vistlegu fjárhúsi, þar sem skjól er fyrir grenjandi stórhrið unz vorið kemur enn á ný. Aðrir annað fé bænda fer I bankaklefann og fær lifsgátuna sjálfa i þóknun. Yfir þessu öllu tárast bóndinn svo i réttunum og býður snaps. Pétur Friðrik leggur upp i nokkurs konar orustu við sam- tiðarmenn sina þegar hann tek- ur Kjarvalsstaði undir. Hann er lang þekktasti málarinn, ef Eyjólfur Eyfells er kannske undanskilinn, sem brotið hefur bannhefðina um Kjarvalsstaði. Hann er lika sjóaður vel i list- inni og nýtur álits meðal al- mennings, ef það siðasttalda segir þá nokkuð. Gdð og vel keppnuð sýning, hefði þvf verið umtalsvert inn- legg i málið. Pétur Friðrik er með ofhlaðið skip á Kjarvals- stöðum núna. Myndirnar eru of margar, eða of stórar og þær gleypa, hver aðra og maður hefur á tilfinningunni að málar- inn hafi kastað til höndunum. Sýningin er fyrir neðan hans klassa og vel það. Auðvitað eru góðar myndir á sýningu Péturs Friðriks. Hon- um er ekki alls varnað, en vel hefði átt við að hann hefði safn- að saman ýmsu af þvi bezta, sem eftir hann liggur og sýnt það með þvi bezta, sem núna er i sölum Kjarvals. Það hefði þjónað þeim málstað betur, sem eigi vill sortéra menn i helga og vanhelga, ef á annað borð er pláss undir sýningar. — Pétur Friðrik var undra- barn i listinni á sinum tíma. Þjóðin hefur kunnað að meta hann, ekki einasta að verðleik- um, heldur jafnvel umfram það. Eftir hann liggja hundruð verka, sem bera langt af þvi sem nú eru sýnd og öllum er það fyrir beztu, mér og þér og hon- um sjálfum, að.það sé viður- kennt, því úrræði eru mörg, þegar miklir hæfileikar eru annarsvegar. Það er dapurlegt hlutskipti oft að segja meiningu sina á prenti, hálfu verra þó að tala þvert um geð. Ég óska málaranum vel- farnaðar og bið nýrra tiðinda af fjölhæfum listamanni. 25. sept1974 Jdnas Guömundsson 80—100% kvenna virðast ætla að leggja niður vinnu 24. okt. Fulltrúar frá u.þ.b. 50 félögum og samtökum i Reykjavik og ná- grenni stofnuðu 11. sept. s.l. samstarfsnefnd um framkvæmd kvennafris þ. 24. okt. n.k., á degi Sameinuðu þjóðanna. Aðild að nefndinni eiga stéttarfélög, stjórnmálafélög, kvenfélög og aðrir áhuga- og hagsmunahópar kvenna. 15. sept. var siðan stofnuð tiu manná framkvæmdanefnd og 5 starfshópar, sem vinna að undir- búningi. Hóparnir eru opnir öll- um, sem taka vilja þátt i starfinu og má tilkynna þátttöku i húsa- kynnum Kvenréttindafélags Is- lands að Hallveigarstöðum við Túngötu (efstu hæð) kl. 2-4 og 9- 10 siðdegis til 3. okt., sími 18156. Kannanir hafa verið gerðar á ýmsum vinnustöðum og hefur niðurstaða þeirra verið, að 80- 100% kvennanna styðja nú þegar aðgerð þessa. Verkalýðs- hreyfingin hefur veitt málinu sterkan stuðning, t.d. samþykkti stjórn Sóknar einróma að styðja framkvæmdina fjárhagslega og von er á framlögum frá fleiri félögum. Framkvæmdanefndin mun leita eftir samvinnu við samtök kvenna viðs vegar um land og hafa einstaklingar og félög úti á landi þegar sýnt áhuga á, að sam- staða náist um allt land. Áætlað er, að útifundur verði hámark dagskrárinnar i Reykja- vik og opið hús verði á fleiri en einum stað i borginni. Dreifibréf verður sent út til kvenna næstu daga. Birtist það hér með. Framkvæmdanefnd um kvennafri: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Asthildur Ölafsdóttir, Eliasbet Gunnarsdóttir, Gerður Steinþórs- dóttir, Stella Stefánsdóttir, Asdis Guðmundsdóttir, Björk Thomsen, Erna Ragnarsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Valborg Bentsdótt- ir. Hvers vegna kvennafrí? „Kvennaráðstefnan, haldin dagana 20. og 21. júni 1975, I Reykjavik, skorar á konur að taka sér fri frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október nk, til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags si'ns.” Hvers vegna var tillaga sem þessi borin fram og samþykkt á ráðstefnu, þarsemsaman voru komnar konur á öllum aldri, úr öllum landsfjórðungum, úr öll- um starfsstéttum og úr öllum stjórnmálaflokkum? Astæðurnar eru margar, en hér eru nokkrar: Vegna þess, að vanti starfs- menn til illa launaðra og litils- metinna starfa, er auglýst eftir konu. — Vegna þess, að meðallaun kvenna við verzlunar- og skrif- stofustörf eru aðeins 73% af meðallaunum karla við sömu störf. — Vegna þess, að engjn kona á sæti I aðalsamninganefnd Alþýðusambands íslands. — Vegna þess, að mismunur á meðaltekjum verkakvenna og verkakarla er kr. 30.000 á mánuði. — Vegna þess, að bændakon- ur eru ekki fullgildir aðilar að samtökum stéttar sinnar. — Vegna þess, að algengt svar er, þegar spurt er um starf konu, sem gegnir húsmóður- starfi: „Hún gerir ekki neitt, hún er bara heima”. — Vegna þess, að til eru menn með ákvörðunarvald um stofnun dagvistarheimila fyrir börn, sem telja þau aðeins til að auka á leti kvenna. — Vegna þess, að vinnufram- lag bændakvenna i' búrekstri er metið til'kr. 175.000 á ári. — Vegna þess, að kynferði umsækjanda ræðuroft meiri um stöðuveitingu en menntun og hæfni. — Vegna þess, að fordómar og I sumum tilvikum sjálft menntakerfið lokar ýmsum menntaleiðum fyrir stúlkum. — Vegna þess, aö starfs- reynsla húsmóður er einskis metin á vinnumarkaði. Sameiginleg niðurstaða er sú, að framlag kvenna til sam- félagsins sé litils virt. Sýnum okkur sjálfum og öðr- um, hve mikilvægt framlag okkar er, með þvi að leggja nið- ur vinnu 24. október. Sameinumstum að gera dag- inn að eftirminnilegum baráttu og sameiningardegi undir kjör- oröum kvennaárs Sameinuðu þjóðanna: JAFNRÉTTI — FRAMÞRÓUM — FRIÐUR Framkvæmdanefndin um kvennafri fimm hefti ÓKEYPIS Samvinnan hefur löngum verið með ódýrustu blöðum, og er svo enn. Árgangurinn kostar aðeins 1500 krónur. Samvinnan kemur nú út tíu sinnum á ári, og er hvert hefti minnst 28 blaðsíður. Árgangurinn er því um 300 síður að stærð. Samvinnan er vönduð að allri ytri gerð; hún er prentuð á góðan pappír, með litprentaðri forsíðu — og flytur fjölbreytt efni við ailra hæfi. .£ 2 | Nýir áskrifendur Samvinnunnar fá hálfan árgang, fimm | hefti, ÓKEYPIS um leið og þeir gerast áskrifendur. $ Samvinnan ------------------------------------------^ Undirritaður óskar að gerast áskrifandi að Samvinnunni Nafn ------------------------------------------ Heimili _______________________________________ SAMVINNAN _____________________________ Suðurlandsbraut 32 Reykjavík-------------------------------------- Dieselrafstöð Viljum kaupa dieselrafstöð, 50-70 kilówatta i góðu ástandi. Hrafnagilsskóli. NU ER ÞAÐ ÚTSÖLU- AAARKAÐURINN í NÝJU HÚSNÆÐI síA A Ð • ■ ' ■ LAUGAVEGI 66 S verzlun okkar Jli|ppl^|S§i m Ótrúíegt l vörúúrval . -> ; ,o . ,•» á frábærlega góðu verði!!!! [H Terelyne & ullarbuxur í miklu úrvali □ Föt með vesti Pils og kjólar |~~1 Bolir [ j Stakir kvenjakkar [ ] UFO flauelisbuxur. Nú er hægt að gera reyfarakaup TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR Utsölumarkaöurinn, Laugavegi 66, sími 28155

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.